Málningarvinna

Ég er að mála!! Nú skal bláu breytt í hvítt, það tekur sjálfsagt tíma en kræst hvað þetta er dimmt eins og það er.

Ég er búin að sparsla og pússa, hreinsa veggina og kaupa málningu. Fattaði svo að mig vantar teip. Ætla núna að byrja á að skáa og sjá svo til hvað birtan endist mér.

Settir Erikur út í morgun. Mér finnst þær alltaf svo fallegar á litinn. Þær flútta líka svo vel við þakið og gluggana hjá mér og þar sem ég er extra stílhrein kona keypti ég mér fjórar Tounge Nú standa þær úti á tröppum, ásamt eininum, og vagga sér í takt við goluna.

Fór í extra langan göngutúr í morgun, bætti einum golfhring við okkar venjulega hring. Sáum hest úti í mýri og á hans baki sátu þrír spörfuglar. Minnti mig svolítið á Fuglastríðið í Lumbruskógi. Stubbaling fannst þetta afar spennandi. Þarna höfðu sameinast bæði hans uppáhaldsdýr. Ef hann mætti velja sér gæludýr yrðu það hestur, fugl og svo vonandi ég LoL Ég ætlaði aldrei að geta slitið hann í burtu þar sem hann stóð hugfanginn og starði......... Krúttið!!

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

good luck painting

Rebbý, 8.9.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Hugarfluga

Viss um að þetta verður æði!! Svo bíður maður bara eftir heimboði, þegar allt er orðið hvítt og sjæní!!  

Hugarfluga, 8.9.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel að mála

Huld S. Ringsted, 8.9.2007 kl. 19:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff, ekki nenni ég neinu núna.  Býrðu hérna á Selfossi.? Vinnurðu úti? þekki ég þig kannski? fullt af forvitni hjá mér. 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:48

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mér líst nú vel á að hann fái hest sem gæludýr, það væri saga fyrir mannkynssöguna

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að skáa og flútta!!! Pratar du islänska?  Ég ein spurning í framan!

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband