9.8.2007
Hitt og þetta......
Vaknaði klukkan hálffimm í morgun..... eða segir maður nótt?
Gat engan veginn sofnað aftur - tengist kannski því að ég sofnaði, algjörlega búin á því kl. hálftíu í gærkvöldi? Hugsanlega............
Ákvað að skella mér á fætur og skunda í skóginn og hlaupa smá. Labbakútur var aldeilis sæll með þá ákvörðun.
Komum svo í skóginn, þar sváfu álfarnir á sitt græna, við ýttum að eins við þeim um leið og við lötruðum í nóttinni í gegn um sofandi skóginn í aldeilis frábæru veðri. Þ.e. ég lötraði, Loki hljóp....
Komum svo heim aftur og ég ákvað að ég hefði alveg nægan tíma til að leggja mig aðeins aftur......... sem ég og hafði, klukkan var bara hálfsjö. Fleygði mér í sæng, eins og Færeyingar segja svo dónalega og hélt ég mundi vakna við klukkuna hjá drengnum. Rumskaði næst þegar klukkan var rétt að slá átta og drengurinn á leið út! En mikið rosalega svaf ég vel, var svo fremur löt í allan dag.....
Í morgunkaffinu kváðu við miklir brestir og drunur. Ég hrökk í kút og sagði rétt sisvona. "Hvað gengur eiginlega á?" En var ekki alveg nógu rösk til að gá. Kom svo í ljós síðar að maðurinn í næsta fyrirtæki hafði keyrt, á lyftara, í gegnum vegginn á ganginum yfir til okkar með bretti! Svakalega hló ég....
Illa innrætt? Ég? Héðan í frá er viðkomandi kallaður veggjaskelfir...... Ég sagði að það hefði verið verst að enginn hefði staðið og reykt, þarna er nefnilega reykhorn fyrirtækisins.... Þá hefði verið hægt að taka mynd og textinn hefði verið: " Reykingar drepa....."
Skil ekki af hverju ég er ekki í auglýsingabransanum.
Við flytjum inn nagla í dráttarvéladekk og eitt sinn kom upp umræða um hvernig við ættum að auglýsa naglana. Ég stakk upp á: "Negld'ana....."
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir | Facebook
Athugasemdir
Svakalega vaknaður þú snemma. Dugleg að lappa með labbakút . Æi þú ert alveg dásamleg ljósið mitt..
Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 21:32
Hahaha ... spurning um að kallinn fái sér glerauvu eða lyftarapróf! Og hvað ert þú endalaust að labba og hlaupa út um allar trissur!? Ertu með fótaóeirð eða hvað? Gott auglýsingaslogan ... gæti líka verið "Öruggur dráttur ef þú neglir hjá okkur".
Hugarfluga, 9.8.2007 kl. 22:06
heheheheh góð hugmynd fluga, gæti verið "hin" auglýsingin.....
Ttakk Katla mín - það ert þú líka
Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 22:24
Hrönn þú ert á rangri hillu. Í hinn bransann með þig. Hahahahah ég hló í alvörunni upphátt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 23:01
Vá hvað þetta hefur verið notalegt hjá þér. Gættu þín samt á álfunum og sérstaklega dvergunum, þeir geta orðið viðskota illir ef þú misbýður þeim. Þeir eru sumir hrekkjusvín skal ég segja þér.
Þú er greinilega ekki á réttu hillunni í auglýsingabransann með þig stelpa
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2007 kl. 07:45
Ettútaðþkokka?
Hugarfluga, 10.8.2007 kl. 11:49
en huggulegt ! snemmamorgunsrölt ! með voffa.
þú hefur húmor sem er skemtilegur !
Ljós og friður til þín
steina í Lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 16:13
Hrönn mín ég fer í blóðprufu á þriðjudag.þá mun meyra koma í ljós
Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2007 kl. 17:15
takk Jenný mín!
Cesil! Ég skal fara varlega.....
Nebbs Fluva litla, nú er ég í letikasti....
Takk Steina, gaman að vera búin að fá þig til baka
Katla mín! Gott
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 19:53
Hrönn það streyma örugglega inn atvinnutilboðin frá auglýsingastofunum eftir helgi. Vittu bara til . Djö.. vesen að enginn skyldi láta kála sér þarna.
Hrikalega ertu dugleg að fara út að labba svona um hánótt.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2007 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.