Verslunarmannahelgarhamingja

Þessi verslunarmannahelgi er með þeim betri sem ég hef upplifað. Fékk frábæra heimsókn í gær og fór í stórgóða heimsókn í dag.

Engar áhyggjur vegna afkvæma á útihátíð! Engin útilega hjá mér! Beit það í mig í ár að ég ætlaði ekki að vinna þessa verslunarmannahelgi. Held svei mér þá að ég hafi verið að vinna þessa helgi sl. sjö ár!!

Picture 214 Í gær var bankað hjá mér, úti stóð Linda með Auði Erlu! Við fórum saman að heimsækja mömmu og pabba. Þangað komu svo Eyfi og Viktor Picture 216

Börnunum var sagt að þau fengju engar vöfflur ef þau týndu ekki saman alla krossa á gólfinu. ÞauPicture 217 voru rosa dugleg - svona til að byrja með......

Við Linda fórum síðan út á róló með börnin á meðan Eyfi málaði - alltaf duglegur Eyjólfur!!! Góður dagur - takk fyrir að sækja mig Linda mín Heart

Við labbakútur fundum þessa ferðalanga í kvöldgöngunni okkar, þeir voru búnir að tjalda undir brúnni, er ekki viss á hvaða útihátíð þeir voru...... Picture 219 

Í morgun vöknuðum við labbakútur snemma, fórum út í skóg að hlaupa og skelltum okkur svo Picture 220austur fyrir Þjórsá í heimsókn til Heklu litlu, sem er algjör dúlla, og "mömmu hennar og pabba" sem eru líka dúllur Smile Labbakútur réði sig í vist hjá Trausta bónda og fékk að leika smalann - fann sig alveg þar...... á meðan ég drakk kaffi og úðaði í mig vöfflum.....

 Picture 221 Þau voru þarna "rétt áðan" 

Þarna ákvað myndavélin að batterýin væru búin og ekki yrðu teknar fleiri myndir í sveitinni. Þau Fanney og Trausti rækta hreint ótrúlega fallegar rósir sem ég steinféll fyrir. Fanney nestaði mig svo upp með hamingjusöm egg úr hamingjusömu hænunum sínum áður en við skunduðum heim á leið.

Nú kraumar gúllassúpan í pottinum og Loki litli steinsefur. Hann hefur varla hreyft sig síðan við komum heim.

Takk Fanney mín fyrir góðan dag. Nú rata ég til ykkar og kem ábyggilega aftur. Var ég búin að segja þér hversu glöð ég er með að þú ákvaðst að heilsa upp á mig í Nóatúni í vor?

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En gaman hjá þér í dag og í gær skemmtilegar myndir sem þú tókst og er vissum að gúllassúpan er góð bið að heilsa. Loka litla.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gúllassúpan var hrikalega góð. Og Loki litli biður að heilsa til baka......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki leiðinlegt hjá þér kona frekar en vanalega.  Hm... voðalega er þetta lélegt batterí í vélinni.  Örfáar myndir og abupp.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Hugarfluga

En góð helgi ... vantar samt alveg mynd af þér!!

Hugarfluga, 6.8.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaaaa það er vegna þess að ég er konan á bak við tjöldin......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 22:27

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Takk sömuleiðis Hrönn mín fyrir komuna í dag... svo gaman að sjá ykkur Loka í sveitinni...  Ég er svo glöð og hamingjusöm yfir að hafa fundið þig aftur..... úff... er þetta hræðilega væmið ... skítt með það... ég meina það sem ég segi..... komdu sem oftast.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.8.2007 kl. 23:30

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Samgtleðst ykkur, elsku kellur. Gaman hjá ykkur!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.8.2007 kl. 11:31

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta átti að vera samgleðst, en ekki samgtleðst..... ég veit ekki hvað er hlaupið i þessa tölvu...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.8.2007 kl. 11:32

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Greinilega yndisleg helgi hjá þér Hrönn mín. Þið hafið ekki bankað upp á hjá tjaldfólkinu?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 13:41

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney!! Allt í lagi að vera væmin - stundum.....

Takk Guðný Anna - þetta var afar skemmtilegt og þú hefðir átt að koma með!

Jóna! Nei þau voru greinilega farin að sofa - búið að draga fyrir og allt!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 18:45

11 Smámynd: Hugarfluga

Það er nú hægt að leggjast ofan á tjöld.

Hugarfluga, 7.8.2007 kl. 20:48

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Greinilega mjög skemmtileg helgi hjá þér Hrönn mín og skemmtilegar myndir.  Verst að batteríin voru búin áður en þér tókst að taka mynd af rósunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 21:53

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Cesil - þær eru verulega fallegar!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.