Árás í leið í félagsmiðstöð miðaldra húsmæðra!

Varð fyrir áfalli í dag, þegar ég í þungum þönkum, afar heimspekilegum - að sjálfsögðu Tounge .....var allavega ekki að hugsa um karlmenn Halo varð fyrir árás á leiðinni inn í Bónus! Hjartað tók á sprett og adrenalínið var á yfirflæði þegar Fanney tók um axlir mínar og sagði eitthvað sem ég hvorki heyrði né man.......LoL Við flissuðum saman í kælinum dágóða stund, enda erum við báðar með eindæmum fyndnar!

Ég er að skipuleggja ferð austur fyrir Þjórsá! Alla leið....... Já, já það er ekki flanað að neinu á mínu heimili..... Ætla að heimsækja Fanney og "bóndann" í sveitina. Kíkja á Heklu litlu og kenna henni einhverja ósiði Tounge 

Annars bara hefðbundinn laugardagur hjá mér. Tiltekt og þvottur. Ætla núna að búa til salat og grilla kjúklingabringur. Svei mér ef ég fæ mér ekki bara hvítvín líka.

Vona að þið hafið átt góðan dag Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er sukkað í mat og drykk, eins og ævinlega.  Sukkísukkí. OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jæja Hrönn það er gott að vera séður  gott hjá þér í kvöld fínn matur hvítvín eigðu gott kvöld.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skemmtilegt stefnumót hjá kælinum...Fanney og Hrönn...hvað sagði mjólkin og skyrið við þessari uppákomu? Sé ykkur í anda með gleraugnafjanda... amen eftir efninu. Gott kvöld og nótt, hvítvín, ekki hvítvín, hvað veit ég ...  vildi alveg fara með þér í heimsókn til Fönnsu og bónda, það heldég gætu verið leiðinlegri heimsókinir. Skilaðu kveðju minni, kæra!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Guðný Anna. Það eru fáir ef nokkrir sem ég vildi heldur hafa með. Láttu mig bara vita ef þú hefur áhuga. Ég reikna með að fara á mánudaginn.

.....það voru nú meira tómatarnir sem voru sjokkeraðir - eða maðurinn sem merktur var Bónus, og vissi ekki alveg hvort við værum að grínast eður ei.......

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 22:50

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahaah...já það er sko leitun að annarri eins fyndni....... Hlakka til að sjá þig Hrönnsa mín...og Hekla getur vart beðið...... svo ég tali nú ekki um bóndann....

Fanney Björg Karlsdóttir, 4.8.2007 kl. 23:48

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 01:54

7 Smámynd: Hugarfluga

Missti af þér í gær .. fór nebbleva á Ruby Tuesday með stóðið. Vona að kjúllinn og Sjablíið hafi verið gott. 

Hugarfluga, 5.8.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.