Fór í búðir í dag. Sem er í frásögur færandi, því helst fer ég ekki í búðir nema til að kaupa í matinn!
Keypti mér lampa í eldhúsgluggann í tilefni af endurkomu myrkursins. Þetta er saltkristall og það nægir mér að líta á hann til að verða hamingjusöm! Sjáiði litinn? Minn uppáhalds...... Takið eftir spegluninni í glugganum - tvöföld hamingja...... Sjáið nornina sem hangir þarna á kústinum sínum.... smækkuð mynd af mér.....
Hafmeyjan? Ég líka.... Pabbi minn er konungur undirdjúpanna og sendir njósnafiska upp á yfirborðið ef ég birtist í fjörunni.... Selirnir eru líka á hans snærum, sendir upp á yfirborðið til að fylgjast með því hvort ég sé á leiðinni heim.
Keypti líka innflutningsgjöf handa vinkonu minni en ætla ekki að segja hvað það er, því kannski rekur hún nefið hingað inn.....
Elska þennan árstíma, þegar rökkrið hnígur að og lampar og kerti fara að spila stærra hlutverk og nú er verzlunarmannahelgin framundan. Tveir sunnudagar þar - þið munið sunnudagar eru mitt uppáhald.
Ég er þokkalega sátt!
Knús til ykkar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, hausti fagnað | Breytt s.d. kl. 23:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Úúú geggjaður lampi! Hvar fékkst'ann? Gasalega kósí hjá þér, Hrönnslan mín.
Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:14
Takk flugan mín. Keypti hann í Hannyrðaversluninni Írisi!
Hvar býrðu fluvan mín ljúfa?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:24
Hannyrðaversluninni Írisi?? Jahá ... hvað í Úsbekistan er það? Ég bý í Kópavogi. Þar er ekki einu sinni Hannyrðaverslunin Guðmundur!
Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:26
þvílík snilld....... verða að reka inn nefið hjá Írisi næst þegar ég á leið í kaupstaðinn...... fæ mér þá kanski kaffi hjá þér í leiðinni......
Fanney Björg Karlsdóttir, 3.8.2007 kl. 23:30
Fanney!! Alltaf kaffi á könnunni fyrir þig og hvur veit nema ég og villidýrið rekum inn nefið hjá þér um helgina....
Dúa! Ljósið í glugganum mínum, er ljósið mitt til þín......
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:38
.....og flugan mín fríð. Íris er á Selfossi. Í kjarnanum þar sem Nóatún ræður ríkjum.
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:59
vertu ávallt velkomin Hrönn mín....... og "villdýrið" líka.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.8.2007 kl. 00:22
Mæti í kaffi á kóstinum mínum, langar í smáflugferð
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 01:25
Skil þig svo vel Hrönn, ljósið, rökkrið, vindar og votviðri eru ofarlega á listanum mínum yfir uppáhalds. Lampinn æði og glugginn hroðalega kósí.
Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 09:38
Voðalega er kósí hjá þér Hrönn mín og fallegt.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 09:41
ég á eina norn svipaða sem er upp á vegg hjá mér. Þegar við keyptum hana þá var einn sonur með(á bullandi gelgju) . Þar sem ég stend og skoða nornirnar í nokkrum stærðum þá segir strákur við manninn minn : Kva á að fara að kaupa svona ?! Það þarf ekki, við eigum svona heima !!
Einhver óviðkomandi mannræfill sást leka fyrir næsta horn í algjöru hláturskasti en ég er svo pen, lét mér nægja að senda "barninu" baneitrað augnaráð.
Glugginn er flottur hjá þér
Ragnheiður , 4.8.2007 kl. 10:07
Skemmtilegt kommend hrossið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 10:37
Við deilum ást á þessum árstíma Hrönn! Þess vegna fer ég alltaf í frí í ágúst - eða oftast. Finnst það líka lengja sumarið. Kveikjum á kertum og kósum okkur, rauðvín í glasi og bloggheimar á skjánum....! (Nú tekur maður það stundum framyfir annað....!) Góðar helgarkveðjur til þín, kæra kona.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 12:21
Elska líka þegar kerta- og lampatíminn kemur aftur. Verst hvað mér er assgoti kalt eitthvað þessa dagana.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.