31.7.2007
Ástarsaga úr daglega lífinu.....
Til mín, í vinnuna í dag, kom eldri maður, gráhærður með grá leiftrandi augu, sem bjuggu yfir hyldjúpri reynslu en höfðu ákveðið að lifa hana af...... Minntu mig svolítið á augun hennar Ásthildar, augun hans.......
Hann spurði mig um gróðurhús, verð og stærðir. Þegar við höfðum komist að samkomulagi um verð og afslátt - ég skal viðurkenna að ég gaf honum smá aukastaðgreiðsluafslátt, vegna þess að hann bauð af sér svo góðan þokka - og ég var að ganga frá reikningnum sagði hann mér að hann hefði nú oft komið á Selfoss starfs síns vegna, hérna í denn, þegar Selfyssingar og Laugvetningar misstu sig í hasar. Hann nafngreindi menn sem ég kannast við og ég gerðist svolítið forvitin. Ég spurði hann hvort hann væri gefinn fyrir hasar..... og brosti til að milda það..... Þá sagði hann mér að hann hefði verið í Kópavogslögreglunni "í gamla daga" og oft verið kallaður hingað á þrettándanum, þegar Selfosslöggan þurfti liðsauka!
Ég sagði honum að ef ég hefði vitað þetta fyrr hefði ég aldrei gefið honum aukaafsláttinn!! Hann hefði örugglega keyrt mig einhvern tíma heim kolbrjálaða á þessum tíma..... Þá hló hann og sagði mér að það hefðu nú oft verið skemmtilegustu krakkarnir........
Hann kyssti mig á vangann þegar hann kvaddi..........
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
En sæt saga Hrönn mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 20:24
Og eruð þið ástfangin og að fara að búa saman og gifta ykkur og elda hafragraut handa hvort öðru á morgnana og lesa fyrir hvort annað dánartilkynningarnar í Mogganum og hlýja kaldar tásur á mallanum á hvort öðru eða kannski ekki? Ha?
Hugarfluga, 31.7.2007 kl. 20:49
úllalla...
SigrúnSveitó, 31.7.2007 kl. 21:27
Lásuð þið ekki söguna? Ég sagði ELDRI maður......
.....ég er ekki eldri kona..... humprfffffff
Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 21:38
Hva!! Geta ungar konur ekki fallið fyrir eldri mönnum?? Ég fór sjálf í hina áttina og fann mér yngri manni. Að vísu bara tveimur mánuðum yngri ... en honum finnst ég áreiðanlega rosalega veraldarvön og þroskuð. Eþaggi?
Hugarfluga, 31.7.2007 kl. 22:07
Yngri menn endast betur......
Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 22:15
Einu sinni 'átti' ég yngri mann...hann var 18, ég 25. Hann var draumur í dós svo kom Einar og stal mér frá honum...og hefur Einar átt mig síðan...og hann er sko næstum 2 árum eldri en ég (samt bara skólaárinu eldri). Mín skoðun er að aldur er afstæður!!
SigrúnSveitó, 31.7.2007 kl. 22:40
stelpur kommon..... hann var með konuna sína með sér! Það myndaðist bara svona eitthvað samband eitt augnablik........
Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 22:49
Djísús Hrönnsla hvað sumar þessar kjéddlingar eru dirty minded. Ég veit nákvæmlega um hvað þú ert að tala (skilningskall)
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 23:46
Loksins!!!! Einhver sem skilur mig.....
Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 00:01
omg.... ég sensaði svona smá rómantík í textanum.... ég meina eldri menn geta verið allveg ómótstæðilegir.... líttu t.d.á Richard Gere, Clint Estwood ofl......"eldri maður, gráhærður með grá leiftrandi augu" ... I rest my case
Fanney Björg Karlsdóttir, 1.8.2007 kl. 00:12
Æi þú ert yndisleg elsku dúlla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.8.2007 kl. 00:29
Falleg saga Hrönn mín. Og takk fyrir kommentið um augun
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 07:50
Skildi þig alveg .. to begin with .. það eru hins vegar einhverjar kjellingar sem skilja ekki að ég var að grínast!! *fliss*
Hugarfluga, 1.8.2007 kl. 19:45
alltaf yndislegt að "kynnast" fólki sem býr yfir svona sjarma
Rebbý, 1.8.2007 kl. 21:33
Svona lífskúnstnerar eins og þú draga til sín svona karaktera....! Mér bara datt ekki einu sinni í hug sex eða stuna. til þín!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:19
Nefnilega!! Þetta var svona moment........ óútskýranlegt - þegar sálir hittast og uppgötva að þær þekkjast......
Takk dúllurnar mínar fyrir að skilja mig - það er ekki öllum gefið
Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 23:29
Æðisleg saga. og sönn sé ég. Það er yndislegt hvað svona atvik í lífinu geta gert tilveruna skemmtilega.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.