Ástarsaga úr daglega lífinu.....

Til mín, í vinnuna í dag, kom eldri maður, gráhærður með grá leiftrandi augu, sem bjuggu yfir hyldjúpri reynslu en höfðu ákveðið að lifa hana af...... Minntu mig svolítið á augun hennar Ásthildar, augun hans.......

Hann spurði mig um gróðurhús, verð og stærðir. Þegar við höfðum komist að samkomulagi um verð og afslátt - ég skal viðurkenna að ég gaf honum smá aukastaðgreiðsluafslátt, vegna þess að hann bauð af sér svo góðan þokka -  og ég var að ganga frá reikningnum sagði hann mér að hann hefði nú oft komið á Selfoss starfs síns vegna, hérna í denn, þegar Selfyssingar og Laugvetningar misstu sig í hasar. Hann nafngreindi menn sem ég kannast við og ég gerðist svolítið forvitin. Ég spurði hann hvort hann væri gefinn fyrir hasar.....  og brosti til að milda það..... Þá sagði hann mér að hann hefði verið í Kópavogslögreglunni "í gamla daga" og oft verið kallaður hingað á þrettándanum, þegar Selfosslöggan þurfti liðsauka!

Ég sagði honum að ef ég hefði vitað þetta fyrr hefði ég aldrei gefið honum aukaafsláttinn!! Hann hefði örugglega keyrt mig einhvern tíma heim kolbrjálaða á þessum tíma..... Þá hló hann og sagði mér að það hefðu nú oft verið skemmtilegustu krakkarnir........

Hann kyssti mig á vangann þegar hann kvaddi..........InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En sæt saga Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Hugarfluga

Og eruð þið ástfangin og að fara að búa saman og gifta ykkur og elda hafragraut handa hvort öðru á morgnana og lesa fyrir hvort annað dánartilkynningarnar í Mogganum og hlýja kaldar tásur á mallanum á hvort öðru eða kannski ekki? Ha?

Hugarfluga, 31.7.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: SigrúnSveitó

úllalla...

SigrúnSveitó, 31.7.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lásuð þið ekki söguna? Ég sagði ELDRI maður......

.....ég er ekki eldri kona..... humprfffffff

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Hugarfluga

Hva!! Geta ungar konur ekki fallið fyrir eldri mönnum?? Ég fór sjálf í hina áttina og fann mér yngri manni. Að vísu bara tveimur mánuðum yngri ... en honum finnst ég áreiðanlega rosalega veraldarvön og þroskuð. Eþaggi?

Hugarfluga, 31.7.2007 kl. 22:07

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yngri menn endast betur......

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 22:15

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Einu sinni 'átti' ég yngri mann...hann var 18, ég 25.  Hann var draumur í dós svo kom Einar og stal mér frá honum...og hefur Einar átt mig síðan...og hann er sko næstum 2 árum eldri en ég (samt bara skólaárinu eldri).  Mín skoðun er að aldur er afstæður!!

SigrúnSveitó, 31.7.2007 kl. 22:40

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

stelpur kommon..... hann var með konuna sína með sér! Það myndaðist bara svona eitthvað samband eitt augnablik........

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djísús Hrönnsla hvað sumar þessar kjéddlingar eru dirty minded.  Ég veit nákvæmlega um hvað þú ert að tala (skilningskall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 23:46

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Loksins!!!! Einhver sem skilur mig.....

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 00:01

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

omg.... ég sensaði svona smá rómantík í textanum.... ég meina eldri menn geta verið allveg ómótstæðilegir.... líttu t.d.á Richard Gere, Clint Estwood ofl......"eldri maður, gráhærður með grá leiftrandi augu" ... I rest my case

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.8.2007 kl. 00:12

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú ert  yndisleg elsku dúlla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.8.2007 kl. 00:29

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg saga Hrönn mín.  Og takk fyrir kommentið um augun

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 07:50

14 Smámynd: Hugarfluga

Skildi þig alveg .. to begin with .. það eru hins vegar einhverjar kjellingar sem skilja ekki að ég var að grínast!! *fliss*

Hugarfluga, 1.8.2007 kl. 19:45

15 Smámynd: Rebbý

alltaf yndislegt að "kynnast" fólki sem býr yfir svona sjarma

Rebbý, 1.8.2007 kl. 21:33

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Svona lífskúnstnerar eins og þú draga til sín svona karaktera....!  Mér bara datt ekki einu sinni í hug sex eða stuna.   til þín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:19

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega!! Þetta var svona moment........ óútskýranlegt - þegar sálir hittast og uppgötva að þær þekkjast......

Takk dúllurnar mínar fyrir að skilja mig - það er ekki öllum gefið

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 23:29

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æðisleg saga. og sönn sé ég. Það er yndislegt hvað svona atvik í lífinu geta gert tilveruna skemmtilega.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband