Skápasaga.....

Nú haldið þið náttúrulega að þið fáið svæsna samkynhneigða sögu í anda Ellýjar.....

....en það er nú öðru nær!

Í stofunni "heima" stóð alltaf skápur sem pabbi hafði á sínum tíma lagt til í búið. Í skápnum var geymdur kristallinn, silfurborðbúnaðurinn og jólastellið. Í einni skúffunni geymdi mamma svo alla skartgripina sína. Stundum, þegar Eygló kom í heimsókn, skoðuðum við allt sem var í skúffunni og suðuðum í mömmu hvort við mættum eiga þetta eða hitt..... Innan í eina hurðina hefur pabbi skrifað niður símanúmer bróður síns í hvert sinn sem hann flutti, allt fimm stafa tölur! Stundum hugsa ég hvort andar hins liðna muni svara ef ég hringi.....

Mér fannst þessi skápur alltaf fallegur og hafði vit á að hafa öðru hverju orð á því.

Fyrir nokkrum árum skiptu mamma og pabbi um húsnæði. Þau "minnkuðu við sig" fluttu úr húsinu sem þau höfðu búið í síðan 1960 og pabbi byggði.

Eins og gefur að skilja var ekki pláss fyrir allt sem þau áttu í nýja húsnæðinu. Pabbi spurði mig þá hvort ég vildi ekki taka skápinn. Ég var himinlifandi og snögg að þiggja hann.

Nokkru seinna spurði ég pabba hvar hann hefði keypt skápinn. Þá kom í ljós að maðurinn sem byggði og bjó í húsinu sem ég á núna, var húsgagnasmiður og hafði smíðað þennan skáp.Picture 178

Það má því segja að skápurinn sé kominn heim.........

Nú stendur hann í stofunni "heima" og geymir m.a. kristalinn minn sem ég keypti í verksmiðju Iittala á ferð minni um Finnland sl. sumar. 

Mér finnst þessi skápur alltaf fallegur - ekki síst fyrir allar minningarnar sem hann geymir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndisleg saga Hrönn. Þvílík tilviljun með smiðinn. Og gott að þú hafðir ''vit á'' að minna reglulega á hversu hrifin þú ert af skápnum.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekkert til sem heitir tilviljanir.  Allt planað af almættinu og skápurinn sótti heim, auðvitað.  Allir vilja vera heima í ellinni.  Muhahahaha.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Hugarfluga

Æðsileg frásögn og ég man að amma átti svona skáp. En hvar hann er veit nú enginn! Elska hluti með sál og minningar!

Hugarfluga, 28.7.2007 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með að fá svona lifandi mubblu með sál á heimili þitt. Viss um að það fylgja henni góðir andar og góðir víbrar. Segðu mér, hvort svarar, ef þú hringir...!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndisleg saga Hrönn mín og fallegur skápur og fallegar minningar.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.7.2007 kl. 21:33

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það stelpur mínar.

Og Guðný Anna ég skal láta þig vita..........

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 22:03

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka nærandi og yndislega lesningu.

Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 22:39

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Svona, nú er skápurinn kominn á æskustöðvarnar, gefðu honum góða elli.

Gunnar Páll Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 23:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtileg saga Hrönn mín, og ég segi eins og Jenný, það eru engar tilviljanir til.  Þetta orð er notað til að breiða yfir það, þegar fólk getur ekki með "eðlilegu móti útskýrt eitthvað sem það skilur ekkert í.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2007 kl. 11:03

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

yndisleg saga Hrönnsla mín....lýsir þér soldið vel.... svo hlýleg eitthvað....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.7.2007 kl. 11:23

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æðislegur skápur, til hamingju með hann! Mig hefur alltaf langað í svona skáp!

Guðríður Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 14:34

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skemmtileg saga.    Ég á gamalt sófasett frá Víði.  Þegar ég var að selja íbúð sem ég átti kom eldri maður að skoða og þegar hann sá sófasettið kom bros sem náði allan hringinn.  Er þetta ennþá til sem ég smíðaði.  Hann þekkti settið sitt.  snilld.     p.s hann keypti ekki íbúðina.     Haltu áfram að skrifa svona skemmtilega.  kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2007 kl. 15:47

13 Smámynd: Halla Rut

Amma mín átti einnig svona skáp og man ég vel hvað okkur frænkunum þótti hann leiðardómsfullur og spennandi. Þarna geymdi amma alla gersemi sína. Þessi skápur gefur mér alltaf þægilega tilfinningu.

Halla Rut , 29.7.2007 kl. 17:51

14 Smámynd: SigrúnSveitó

yndisleg saga. (miklu skemmtilegri og fróðlegri en svæsnar sögur Ellýar...)

Knús&kærleikur

SigrúnSveitó, 29.7.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.