Mótorhjól og rósir

 01 Í gærkveldi þegar ég var að læsa fyrir svefninn sá ég að einhver hafði skilið eftir hálft dúsin af rauðum rósum fyrir utan hjá mér.... Ég stökk til og bjargaði þeim í hús þó mér finndist nú hálfnízkulegt af þessum óþekkta aðdáanda mínum að tíma ekki að hafa þær tólf.....

Nú standa þær stoltar á eldhúsborðinu mínu og gefa eldhúsinu lit og líf. 01

Var að horfa á motor GP í morgun – allt í einu datt það í mig hvað þetta hlyti að vera skemmtilegt. Hanga svona í beygjunum á ógnarhraðar með hnéð út í loftið og reyna að láta dekkin duga hring eftir hring. Fannst hann góður þessi sem lenti í öðru sætinu og snýtti sér á gagnrýni um að hann væri orðinn of gamall – 36 ára..... Maður er aldrei of gamall til að hafa gaman af því sem maður gerir. Og þá kem ég aftur að því. Ætti ég ekki bara að kaupa mér racer og byrja að keppa? Verða fræg að endemum?

Þá getið þið sagt með andakt á innsoginu.... jáhhhh ég þekki hana.....

Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit að ég er algjör killjoy en ég held að pólska familían hafi gefið þér rósirnar.  Þorrí

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Er þetta ekki leynilegur aðdáandi, sem ætlar að reyna við þig í nokkrum skrefum? Pólskur...íslenskur...what do I know?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.7.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ooooooo þeir dást allir að mér - bæði leynt og ljóst! Kannski mest þó í leynum?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært þetta með rósirnar ! en mér líst best á þetta með hjólið ! maður á lifa lífinu lifandi.

ég og gunni erum að velta fyrir okkur að gerast vinterbader ! þar að segja að baða okkur í sjónum á veturna ! fórum að baða í sjónum í gærkvöldi, það var kallt og rigning og einu manneskjurnar á allri ströndinni vorum við og hundarnir, það var frábært og synda og synda í rigningunni !

Alehimsljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 06:38

5 Smámynd: Ólafur fannberg

skella sér á hjól góð hugmynd...

Ólafur fannberg, 23.7.2007 kl. 09:24

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hrönn mín þetta hefur verið leynilegur aðdáandi en rómó.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.