Fordómar með öfugum formerkjum?

Undanfarna mánuði hef ég veitt eftirtekt lítilli fjölskyldu sem gengur alltaf á laugardagsmorgnum framhjá eldhúsglugganum mínum á leið sinni í Bónus. Fjölskyldan er af erlendu bergi brotin. Mér dettur í hug........Pólland.

Þessi fjölskylda samanstendur af mömmu, pabba og barni. Drengurinn gengur alltaf á milli þeirra og þau leiða hann bæði. Þau eru alltaf brosmild og ánægð og tala mikið saman á máli sem hefur næstum enga sérhljóða. Mér dettur í hug...... pólska. Ég hef, svona með sjálfri mér, búið til sögu um þessa fjölskyldu......

Þau flúðu hingað úr sárri fátækt og atvinnuleysi. Hann fékk vinnu við byggingar, hún er heima með drenginn, hefur matinn tilbúinn þegar hann kemur þreyttur heim og saman eiga þau kvöldin og helgarnar. Búa hér í sátt og samlyndi, eiga til hnífs og skeiðar og horfa á sjónvarpsútsendingar frá Póllandi og Discovery channel á kvöldin í gegnum gervihnött.

Undanfarna tvo laugardaga hefur mamman gengið ein með drenginn fram hjá eldhúsglugganum mínum á leið sinni í Bónus. Hún leiðir hann ennþá en brosir minna. Talar minna.

Ætli pabbinn sé orðinn of mikill Íslendingur? Farinn að vinna á laugardögum líka?

Er ég haldin fordómum með öfugum formerkjum? Gagnvart Íslendingum? Ef svo er verð ég þá rekin úr landi? Get ég treyst því? Tounge

Mér er spurn.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert ekki með fordóma en mikið vorkenni ég henni og barninu.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.7.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er ekki leiðinleg frásagnargáfan þín Hrönn.  Vonandi hefur maðurinn bara skroppið til Póllands um stund en er ekki orðinn fangi íslensks velmegunarbrjálæðis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona það líka....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 16:37

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

er þetta ekki dæmigert ísland. allir þeir íslendingar sem ég þekki sem hafa farið heim segja: við ætlum ekki inn í þetta íslenska mentalitet, en hvað gerist ! allir eru farnir að vinna á laugardögum áður er gámurinn er komin til landsins !

þessi blessaða kona verður bara að venja sig við aðstæður !

Alheimsljós til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 13:27

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

æ.....aumt að breytast úr sáttum pólverja með nægan tíma fyrir familyíð sitt í yfirstreittan og þreyttan tímalausan íslending..vonandi er hann bara að veiða!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband