Letidagur......

Fór með stubbaling upp með á. Þéttur úði og lyktin yndisleg. Gæti ímyndað mér að hann hafi fundið ýmisskonar lykt þegar hann "las" jarðveginn. Moldin angaði meira að segja eins og bara mold getur ilmað eftir svona langvarandi þurrka.

Haldiði að það hafi ekki einhver verið búinn að planta hjólhýsinu sínu þarna? Gvöð við vorum svo hneyksluð........ Veit fólk ekki að þetta er okkar staður? Les fólk ekki bloggið okkar eða hvað? Tounge

Á meðan við vorum úti breyttist úðinn í alvöru rigningu og við komum þokkalega blaut inn. Þetta er góður dagur fyrir letidag.

Eigið góðan......

knús Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já hann rignir mikið núna en þetta verður ekki letidagur hjá mér nóg að þvo......... Eigðu góðan dag knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Hugarfluga

Fórstu út fyrir kl. 7 og ert í fríí???? Vá, ég tæki ofan fyrir þér ef ég væri með hatt, en læt mér nægja að hneigja mig pent og toga náttkjólinn til beggja hliða.

Hugarfluga, 19.7.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru í fríi þarna BAADERKONA (er það ekki svona vinnuvél?).  Það er ekki verið að tilkynna manni þegar skipt eru um svæði. 

Rigningin er dásamleg og ég elska hana hreinlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamlega jarðtengingarfærsla, með fallegu og jákvæðu hugarfari, njóttu lífs og dags !

bið að heilsa hvutta

Alehimsljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 11:13

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fríi? Nei nei alls ekki. Vinn og vinn.....

.....bara hægt

Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 11:23

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

baader? eru það ekki hryðjuverkasamtök Jenný litla?

Þarf að taka þig á námskeið í stórvirkum vinnuvélum

Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 11:24

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

skal skila knúsinu til hvutta lita. Takk Steina mín

Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 11:25

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er oft auglýst eftir Baader manni í Mogganum.  Eru þeir þá að auglýsa eftir hryðjuverkamönnum?OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.