16.7.2007
Ókunnug kona frá framandi landi
Á blogginu í dag verður mörgum tíðrætt um fordóma.
Af því tilefni rifaðist upp fyrir mér þegar ég hitti núverandi mágkonu mína í fyrsta sinn án þess að það hafi nokkuð sérstakt að gera með fordóma annað en það að hún verður stundum fyrir þeim.
Elizabeth og Eyfi hittust í Frakklandi þegar þau voru þar bæði í námi. Eyfi kom heim um sumarið og vann við að leiðasaga Frakka um landið. Var í viku til 10 daga ferðum í senn. Elizabeth kom í heimsókn seinni part sumars. Hún bjó hjá pabba og mömmu en þau voru bæði í vinnu og Eyfi var nýlagður af stað í hringferð með Frakka.
Það vildi þannig til að ég var í sumarfríi og tók að mér að hafa ofan af fyrir henni. Ég var með smá kvíðahnút í maganum. Vissi ekki alveg hvernig ég átti að fara að því að hafa samskipti við þessa stúlku sem ég hafði aldrei séð áður. Ég talaði ekkert sérstaklega góða ensku á þeim tíma og hún ekki heldur. Ég talaði enga spænsku á þeim tíma en hún er hins vegar talsvert sleip í henni Ég safnaði kjarki og fór á Engjaveginn eftir hádegi daginn eftir að hún kom á Selfoss. Gekk inn í eldhúsið og þar sat hún, svo gullfalleg og geislandi. Henni hefur ábyggilega kviðið jafnmikið fyrir að hitta mig..........
Ég bað hana að koma með mér heim með fransk/ísl - ísl/franska orðabók að vopni og saman stautuðum við okkur í gegnum daginn og næstu daga...... Við vorum ekkert rosalega fljótar að klára setningarnar og þær voru kannski ekkert svakalega innihaldsríkar - en við töluðum, við drukkum kaffi og við hlógum hvor að annarri og hvor við annarri.
Síðan höfum við verið beztu vinkonur og mikið lifandi skelfing væri lífið miklu litlausara ef ég þekki ekki Elizabeth og hennar framandi og frábæru menningu og matargerð. Vini henna hitti ég líka reglulega og mér er alveg sama þó þau tali spænsku þegar ég er viðstödd. Mér er líka alveg sama þó ég skilji ekki allt sem þau segja. Ég skil tóninn og heyri hrynjandann og næ inntakinu og svo tek ég þátt í samtalinu á íslensku. Stundum geri ég mig að fíbbli þegar ég reyni að tala við þau á spænsku en það er allt í lagi þá hlæja þau bara góðlátlega, klappa mér á bakið og leiðrétta mig. Alveg eins og ég geri fyrir þau.
Ég er afar þakklát fyrir að Elizabeth birtist í lífi mínu. Hún er falleg kona með fallega sál.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fordómar og spéhræðsla, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með þessa fallegu og greinilega yndislegu konu Hrönn mín. Þú ert örgla líka flottasta konan í íslensku familíunnar hennar Elizabetar
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 17:34
Takk fyrir það Jenný mín
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 18:27
Til Hamingju Með hana Elizabetu það er gott .eiga góða og fallega vinkonu með fallega sál eins og þú ert sjálf
Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2007 kl. 19:11
Yndisleg ummæli um mágkonu þína. Þú framkallar án efa það bezt í henni og hún í þér. Svonleiðis er ekta vinkonusamband!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:54
Takk stelpur mínar
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 22:15
Yndisleg færsla. TAKK!!
SigrúnSveitó, 17.7.2007 kl. 01:13
En fallegt
Hugarfluga, 17.7.2007 kl. 18:26
Hæ Hrönn, Ég er frá Selfossi, nánar til tekið frá Skólavöllum 6. Þú þekkir ábyggilega systur mína Ingunni Gunnarsdótur sem vinnur á Sýslumannsskrifstofunni eins og það hét þegar ég var ungur. '63 módel. Mér finnst eins og ég eigi að muna
eftir þér en ég er bara svomeð eindæmum mannóglöggur.
Kveðjur heim á Selfoss.
Gunni Palli.
PS: Mér finnst þú skrifa fallegar greinar. Jákvæðni er hið besta þoskalýsi á líkama og sál. GP
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.7.2007 kl. 23:53
Halló Gunnar Páll. Takk fyrir það.
Ég þekki systir þína og mömmu þína og pabba líka. Þetta var skemmtilegt. Ég er árgerð '62. Ég hlýt að þekkja þig..... átti meira að segja heima í næsta nágrenni við þig. Á Engjaveginum.
Knúsaðu Steinu frá mér
Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 23:58
http://www.barnaland.is/barn/20432
Þar er u betri myndir af mér eins og ástatt er hjá mér fertugum +
Annars var það ég sem gekk í stúlknakórinn í GSS, ég spilaði á trompet í lúðrasveitinni og svo var ég einn af forsprökkunum í æskulýðsfélagi selfosskirkju.
Svona til að þú hafir eitthvað til að styðjast við.
PS: Ég knúsa Steinu þegar ég færi henni morgunteið í fyrramálið.
GP
Gunnar Páll Gunnarsson, 18.7.2007 kl. 00:13
kvitt og knús
Ólafur fannberg, 18.7.2007 kl. 08:37
Yndisleg færsla Hrönn mín. Við verðum ríkari og líf okkar betra ef við hleypum þeim inn sem vilja koma til okkar. Yndislegt fólk sem sumir loka úti vegna litarhafts eða framandi menningu. Takk fyrir að deila þessu með okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 09:28
dásamlegt ! hollt fyrir marga að lesa hrönn kæra
Alheimsljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 18:51
æi... dúlla það er alltaf svo gaman....svo mannbætandi að kíkja á síðuna þína.... takk fyrir að vera þú
Fanney Björg Karlsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:43
Takk dúllurnar mínar
Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.