Vaðandi útlendingar

Fórum í göngutúr, eftir vinnu, upp með á eins og við gerum svo oft. 20 stiga hiti og sól og við dúlluðum okkur í djúpa grasinu þar sem labbakút finnst svo gaman að hlaupa fram og til baka og það eina sem stendur upp úr er skottið og bara öðru hverju........

Þegar við komum að þeim stað þar sem hann er vanur að stökkva niður eftir - segið svo að hundar séu ekki vanafastir.....- og fá sér að drekka, sátu þar þrír Pólverjar og drukku bjór. Við vorum nú soldið hneyksluð, ekki endilega af því að þau drukku bjór á mánudegi, það hef ég oft gert - heldur vegna þess að þau voru á OKKAR stað!!!!

Við gengum aðeins áfram og settumst á næsta bala og stúfurinn sullaðist fram og til baka í ánni, skottaðist öðru hverju yfir til Pólverjanna og kom svo til baka. Þegar við svo stóðum upp til að fara heim aftur, voru þau farin að vaða í ánni! Óðu út á sandrifið og svo áfram og þá fyrst urðum við nú hneyksluð Tounge Ég var að spá í að hóa í þau og segja þeim að áin væru hææææættuleeeeeeg en hætti svo við - þau voru líka að snúa við.

Ætli sé átt við þetta þegar talað er um að allt sé vaðandi í útlendingum?

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

- já, eða útlendingar vaðandi út um allt Ísland??????

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En dómaskapur að taka ykkar stað iss já hundar eru sko vanafastir þeyr eiga staðinn. Þessar elskur.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.7.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe já Guðný Anna. Nákvæmlega!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kast, þú ert klikkuð en smá skemmtileg líka fíbblið yðar

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kona á sínar stundir Jenný.....

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:17

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

akkurat.... og þar sem ég keyrði í gegnum Selfoss á leið minni í Ásahrepp, þá byrtist hún..... í öllum sínum fagurleik... í ljósum stuttbuxum og appelsínugulum topp.... hún trítlaði mjúklega í gegnum garðinn með labbakútinn í eftirdragi.... kunni ekki við að flauta.... en ég vinkaði þér.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Iss aldeilis ekki gott að hertaka svona annara hunda og kvenna þúfur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 07:49

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Þetta er náttúrlega ósvífni á hæsta stigi!!  uuuurrrrr!!!  

Gott hjá þér að vara þá ekki við ánni...úbbs....

Knús&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 10.7.2007 kl. 09:36

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og hvað ætlaðir þú að segja háttvirt kona í stuttbuxum? Hey jú pólls...da rivera is hattuleg..I mean danger danger!!!! Kanntu pólksu'

Pólverjar tala að ég held ekki íslensku. Var bara að velta þessu fyrir mér. Táknmál getur oft bjargað heilmiklu. Hvernig segir maður ekki vaða á pólsku???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 10:05

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha kanntu pólksu??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 10:06

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheheh spyrjum heldur hvernig segir kona ekki vaða á táknmáli?

Hendir maður sér til sunds, með hendur í kross? Skilur það einhver?

Neeeee kann voða lítið í pólsku - en hingað til hefur tungumálakunnátta ekki aftrað mér frá að tala við fólk

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:26

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney! Ekki sá ég þig..... en stuttbuxur og appelsínugult er alveg uniformið mitt í sumar

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:27

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband