9.7.2007
Vaðandi útlendingar
Fórum í göngutúr, eftir vinnu, upp með á eins og við gerum svo oft. 20 stiga hiti og sól og við dúlluðum okkur í djúpa grasinu þar sem labbakút finnst svo gaman að hlaupa fram og til baka og það eina sem stendur upp úr er skottið og bara öðru hverju........
Þegar við komum að þeim stað þar sem hann er vanur að stökkva niður eftir - segið svo að hundar séu ekki vanafastir.....- og fá sér að drekka, sátu þar þrír Pólverjar og drukku bjór. Við vorum nú soldið hneyksluð, ekki endilega af því að þau drukku bjór á mánudegi, það hef ég oft gert - heldur vegna þess að þau voru á OKKAR stað!!!!
Við gengum aðeins áfram og settumst á næsta bala og stúfurinn sullaðist fram og til baka í ánni, skottaðist öðru hverju yfir til Pólverjanna og kom svo til baka. Þegar við svo stóðum upp til að fara heim aftur, voru þau farin að vaða í ánni! Óðu út á sandrifið og svo áfram og þá fyrst urðum við nú hneyksluð Ég var að spá í að hóa í þau og segja þeim að áin væru hææææættuleeeeeeg en hætti svo við - þau voru líka að snúa við.
Ætli sé átt við þetta þegar talað er um að allt sé vaðandi í útlendingum?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
- já, eða útlendingar vaðandi út um allt Ísland??????
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 21:29
En dómaskapur að taka ykkar stað iss já hundar eru sko vanafastir þeyr eiga staðinn. Þessar elskur.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.7.2007 kl. 21:33
hehehe já Guðný Anna. Nákvæmlega!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 21:51
Kast, þú ert klikkuð en smá skemmtileg líka fíbblið yðar
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:41
Kona á sínar stundir Jenný.....
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:17
akkurat.... og þar sem ég keyrði í gegnum Selfoss á leið minni í Ásahrepp, þá byrtist hún..... í öllum sínum fagurleik... í ljósum stuttbuxum og appelsínugulum topp.... hún trítlaði mjúklega í gegnum garðinn með labbakútinn í eftirdragi.... kunni ekki við að flauta.... en ég vinkaði þér.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:35
Iss aldeilis ekki gott að hertaka svona annara hunda og kvenna þúfur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 07:49
Þetta er náttúrlega ósvífni á hæsta stigi!! uuuurrrrr!!!
Gott hjá þér að vara þá ekki við ánni...úbbs....
Knús&kærleikur...
SigrúnSveitó, 10.7.2007 kl. 09:36
Og hvað ætlaðir þú að segja háttvirt kona í stuttbuxum? Hey jú pólls...da rivera is hattuleg..I mean danger danger!!!! Kanntu pólksu'
Pólverjar tala að ég held ekki íslensku. Var bara að velta þessu fyrir mér. Táknmál getur oft bjargað heilmiklu. Hvernig segir maður ekki vaða á pólsku???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 10:05
Ha ha kanntu pólksu??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 10:06
heheheheh spyrjum heldur hvernig segir kona ekki vaða á táknmáli?
Hendir maður sér til sunds, með hendur í kross? Skilur það einhver?
Neeeee kann voða lítið í pólsku - en hingað til hefur tungumálakunnátta ekki aftrað mér frá að tala við fólk
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:26
Fanney! Ekki sá ég þig..... en stuttbuxur og appelsínugult er alveg uniformið mitt í sumar
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:27
Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.