080808?

Þá er þessi dagur að kveldi kominn og enginn bað mín í dag Tounge verð líklega að doka þar til 080808

01 Annars vorum við Magga að plana brúðkaup Eyglóar í bústað í kvöld. Eygló bauð okkur í mat og okkur datt í hug að það væri sniðugt að hún gifti sig 080808. Eitthvað taldi Eygló það fráleitt, þrátt fyrir gylliboð okkar um samhæfðan dans OG söng - sannkallaðar Karasystur...... Við buðumst til að vera brúðarmeyjar í bleikum kjólum með bleik blóm í hárinu, veislustjórar og allt! Ætluðum sannarlega að dreifa hæfileikum okkar um svæðið.

Halda ræður og segja sögur frá því í gamla daga þegar Eygló var látin passa okkur og sagði okkur hryllingssögur af Lóu á Fossi. Hún átti að vera galdrakerling og breyta okkur í mýs. Eitt sinn biðum við eftir mömmu fyrir utan bakaríið þegar Lóa gamla gekk hjá. Við fleygðum okkur gargandi í gólfið á bílnum í leit að felustað fyrir Lóu.....

Sigtið í djúpu lauginni átti að draga til sín alla sem kæmu nálægt og enn þann dag í dag fæ ég fiðring í magann þegar ég kem nálægt sigtinu. Þær halda að ég sé smáskrýtin, konurnar sem ég er með í sundleikfimi, þegar ég bið þær um að skipta um pláss ef ég lendi fyrir ofan sigtið.´

Já Eygló kunni ýmis ráð til að hemja okkur og veitti kannski ekkert af.......

Var að hlusta á fréttir á rás eitt á leiðinni upp í bústað. Þar var talað við mann á Landsmóti UMFÍ um starfsgreinakeppnir. Ég var alveg að missa mig í hneykslan á að vera ekki boðuð á svæðið. Þarna var keppt í pönnukökubakstri, dráttarvélaakstri, stafsetningu og ýmsu fleiru sem ég hefði algjörlega brillerað í. Áttaði mig svo þegar maðurinn sagði að þessar keppnir væru aðallega ætlaðar fólki yfir miðjum aldri..... Auðvitað hefur unglamb eins og ég ekkert í það að gera!!

Frábær dagur í góðum félagsskap!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei ekkert fyrir unglamb eins og þig esskan.  Þarna var minn "þyngdarflokkur" hins vegar og ef helv.. heiðursfélaginn (hann Gunnar Birgisson) hefði látið mig vita þá hefði ég tekið 1. verðlaun í öllum nefndum greinum án þess að blása úr nös.

Gúddnætdarling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 02:07

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

fyndið... var einmitt að gjóa augum á þetta mót í sjónvarpinu í gær....og þá flaug þessi hugsun um höfuð mitt.... ég væri ábyggilega með þeim bestu í jurtagreiningu....... en þar sem ég er unglamb eins og þú Hrönn mín þá verð ég að bíða þar til aldur og þroski færist yfir.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 8.7.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Þú ert svo fyndin dúlla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ertu með einhver plön fyrir 09.09.09???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 14:16

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

engin plön fyrir 090909 hins vegar er mikið að ske hjá mér 101010

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 19:29

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

080808 er föstudagur, legg ekki meira á þig. Verð ég boðin? Iss, þykist ekki Fanney fjörkálfur vera orðin gömul. Sú veit ekki hvað hún er að tala um, þessi elska.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú, Guðný Anna, verður boðsgestur númer tvö! Fanney unglamb verður númer eitt

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

úlalala..... nú verður maður að fara að spá í hverju maður á að vera ....ekki dónalegt að vera boðsgestur númer eitt.... gvöð og svo er það ræða og allt..... svei mér  ef ég verð ekki bara að taka mér námsleyfi.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.7.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband