Svaf

.....eins og klessa og vaknaði sem slík við að labbakútur sagði mér að hann vildi komast út....

.....já - já ég er hundahvíslari, ef það er eitthvað sem hundurinn ykkar er að reyna að segja ykkur þá skulið þið bara hafa samband LoL Fórum upp með á, í stafalogni og hita. Áin rann þögul sína leið og vildi ekki segja mér hvað hún hefði séð á sinni ferð. Fjallið speglaðist og veiðimennirnir á bakkanum hinumegin stóðu grafkyrrir sem hefðu þeir umbreyst í styttur. Mikil er þolinmæði þeirra.

Við hinsvegar skottuðumst um grasið sem nær mér upp í mitti, stúfurinn hverfur algjörlega - og finnst það ekki leiðinlegt.

Sáum svo dularfullan lögguleik á leiðinni heim...... 01

Núna er ég hins vegar að farast úr hungri. Bezt ég helli upp á kaffi og risti mér brauð, áður en ég geri nokkuð annað.

Vona að þið eigið góðan dag - það ætla ég að gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Yndisleg byrjun á góðum degi.... .... Hundahvíslar hmm...ég fæ að hafa samband við þig þegar Hekla (nýja viðbótin í fjölsk) kemur til okkar....

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.7.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið áttu gott að eiga labbakút ég sakna Tótu minnar sem skildi mömmu sína vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn mín kæra.  Hundahvíslari já, þá getur þú aðstoðað.  Gekk fram á hund, læstan inni í bíl á Hagkaupsplaninu í Kringlunni, hann var að reyna að segja mér eitthvað en ég skildi hann ekki.  Hann var eitthvað ósáttur.  Löggan vildi ekkert gera, sagði það ekki í sínum verkahring og ég skil það mjög vel (blikkkarl).  Gætirðu skroppið og athugað með dúlluna?

Muhahahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2007 kl. 13:25

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! Vertu úti

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 13:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég á gott Katla mín.....

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 13:41

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney! Flott nafn Hekla. Kem örugglega og kíki á hana, hvort sem ég hvísla eitthvað eða ekki. Kannski bara á leiðinni.....

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband