Nú er sumar.... gleðjist gumar!

Veðrið í dag er frábært. 15 stiga hiti og sól. Var úti að hlaupa með litla stúf. Að vera í sumarleyfi á Íslandi í júní er hreinlega eins og að vera í útlöndum. Ég er orðin útitekin og sælleg!!! Og strákar ég er á lausu - allavega enn..... LoL Og þar kemur tilvísun í fyrirsögnina þið getið glaðst yfir því....

Nú ætla ég út í búð - eða félagsmiðstöð miðaldra húsmæðra Tounge og athuga hvort ég hitti ekki Möggu eða aðrar skemmtilegar konur. Hringdi í Möggu í gær, fékk samband við talhólf, enda svarar hún ekki hverjum sem er...... svona falleg, fræg og fjölmiðlavæn eins og segi henni..... Tounge Skildi eftir skilaboð í talhólfinu hjá henni. Þorði ekki annað en varalita mig áður en ég svaraði þegar hún hringdi svo tilbaka. Alltaf gott að tala við Möggu. Hún sér hlutina alltaf í réttu ljósi og bendir manni á svo margt. Allavega leið mér snöggtum betur eftir samtalið, jafnvel þótt ég uppgötvaði að hún hefði ekki boðið mér með til Reykjavíkur í stelputeiti. LoL 

Ég ætla samt ekkert að gefa ykkur upp númerið hjá henni - sumt vill maður eiga fyrir sjálfan sig.....

Vell farin út í búð, ætla að hafa kjúkling í matinn og baka súkkulaðiköku í eftirrétt....

....hvað? Ég var að hlaupa..... Ekki viljiði hafa mig háa og granna eða hvað?

Ást og biti Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Oh Hrönn það alltof mikil hiti úti ég er hreinlega að drepast. Ansk ertu dugleg að hlaupa. Smúss til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrirgefðu en af hverju hef ég misst?  Who the fuck is Magga?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 17:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Knús til þín á móti Katla litla

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Magga er falin perla í uppsveitum og nýtur sín vel í lágsveitum líka.....

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 17:37

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

... sem minnir mig á að ég er að drepast úr hungri!

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 18:46

6 Smámynd: Hugarfluga

Þúkkulaðikaka??? Handa méð??? Namm!!! Takk!!

Hugarfluga, 28.6.2007 kl. 19:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hey Hrönnsla mín ætlaði að senda þér smá info er búin að týna ímeiladressu.  Plís meila á mig (adress on my site)

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 21:21

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið áttu gott að vera ekki með sumarsólstöðuþunglyndi eins og hún vinkona mín, - og geta notið endalausra daga.  Þetta er auðvitað yndislegt og gerir íslenska sumarið svo óviðjafnanlegt. Súkkulaðikaka, mmmmm....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:39

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæra Hrönn ! bið að heilsa Ljónshjartanu hugaða og

Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !

Ljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband