Morgunsól

Vaknaði örlí, og þá er ég að meina snemma...... Sólin skein, ekki bærðist blað á grein og fuglarnir sungu sitt dirrindí.

Fór út með litla kút og við skokkuðum í morgunsólinni, þ.e. ég skokkaði og hann kom og lötraði við 01hlið mér þegar hann þurfti að kasta mæðinni.... en hann er nú líka fjórhjóladrifinnTounge Kom svo heim, vakti drenginn og sendi hann í vinnu - einhver þarf að vinna - fékk mér að borða, kíkti í blöðin, fór í sturtu. Nú er sólin farin og ég er að spá í að gera það líka. Fara alltsvo - rúmið kallar á mig og er eitthvað svo freistandi óumbúið og tilbúið

Veriði stillt á meðan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ertu dugleg að fara með litla kút að skokka og mikið áttu nú gott Hrönn mín að getað lagt þig um stund.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er að hugsa um að henda mér til fletis líka, svona til að sýna þér samkennd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mmmmm hvað þið hafið það gott að geta lagt ykkur í pínu stund.... ég svaf yfir mig í morgun... var stödd í sveitinni sem þyðir að smá yfirsof er heil klukkustund seinkun í vinnuna, mín nýkomin úr fríi.... lítur ekki vel út hmmmm

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.6.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Hugarfluga

Skokk? Hmm ... ég átti flauelsskokk, þegar ég var 5 ára. Það er eina skokk-ið í mínu lífi. En dugleg ertu ... það máttu eiga.

Hugarfluga, 22.6.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er næstum komin í sumarfrí, hlakka svo til að geta skriðið upp í rúm aftur á morgnana, með morgunte.

knus til ljónshjartans og ljós til ykkar beggja

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 22:51

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er frábært að vera í sumarfríi. Ég mæli eindregið með því. Geta gert það sem manni sýnist, þegar manni sýnist. Sofið, lesið, eldað, hjólað, hlaupið.....

.....sofið aðeins meira. Af hverju er ekki hægt að vera í sumarfríi allt sumarið?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband