Vaknaði snemma og við labbakútur fórum út að míga, sem við stóðum þar og reyndum að einbeita okkur - hann er nefnilega með athyglisbrest - renndi bíll upp að okkur og út sté maður, af íslensku bergi brotinn en talaði þó með miklum amrízkum hreim.... Hann vildi fá að vita, eftir að hann hafði boðið góðan daginn, (þetta lesist með sterkum hreim) hvar Álftarimi væri, sem hann sagði mér í miklum trúnaði að væri ekki svona gata.... heldur hood. Við hlustuðum nú ekki á það enda engin húdd í minni sveit. Vísuðum honum til vegar og með það hvarf hann. Við hinsvegar tókum strikið inn og fórum aftur að sofa.
Vaknaði aftur - sem betur fer þegar fólk hóf að óska mér til hamingju með að hafa náð þessum mikla áfanga, tók ég á móti hamingju- og velferðaróskum fram að hádegi en ákvað þá að það væri of gott veður til að vera inni, tók labbakút og fór upp í skóg, kíktum inn í hellinn eftir draugsa, drengstaula með bláan trefil sem á að vera þar á sveimi en hann lét ekki sjá sig enda alltof heitt úti til að vera með trefil......
Svo á að sýna Pollýönnu í sjónvarpinu í kvöld á bezta tíma! Tilviljun? Ég held ekki......
Og nú rétt í þessu var Magga að hringja og bjóða mér í teiti - sem er ááááááábyggilega haldið mér til heiðurs.... ætla að skella mér í stutta pilsið og rauðu skóna og setja á mig varalit.
Úhhhhh hvað þetta er spennandi - hvað ætli þeir ætli að gefa mér?
Skelli hér inn mynd af mér nýgreiddri og eftirvæntingarfullri
Meira síðar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:49 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið skemmtu þér vel í teitinu. Skolli er þetta góð mynd af þér. Ps þú færð öruglega flottar gjafir.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2007 kl. 17:09
til hamingju með afmælið
Ólafur fannberg, 8.6.2007 kl. 18:16
HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, ELSKU BLOGGVINKONA. EIGÐU GÓÐAN DAG, GÓÐA VIKU, GÓÐAN MÁNUÐ, GOTT ÁR OG GÓÐA FRAMTÍÐ.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.6.2007 kl. 18:40
Ég ætla rétt að vona að ekki nokkur sál kjafti því að ég eigi afmæli NÆSTA MIÐVIKUDAG 13. JÚNÍ..ég myndi ekki þola svona óvænt partý mér til heiðurs. Segi það sætt. Hvar ætli rauðu skórnir mínir séu???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 20:47
Elsku dúllan mín hegðaðu þér nú þar sem þú ert orðin roskin. Rauðir skór hvað, stalstu mínum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 00:40
Úff ég var svo flott.....
....og allir sætu strákarnir sem vildu kyssa mig.....
....bara ef allir dagar gætu verið afmælisdagar
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 00:50
Skemmtu þér vel í teitinu stelpa
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 02:15
Ekki bara fott heldur ertu æði TIL HAMINGJU
Unnur R. H., 9.6.2007 kl. 18:58
þetta átti að veraFLOTT
Unnur R. H., 9.6.2007 kl. 19:00
Takk öllsömul, alveg eruð þið indæl
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.