4.6.2007
Á morgun kemur nýr dagur!!!
Þessi mynd er tekin af mér í morgun þar sem ég stend vansvefta, úrill og utan við mig.....
....svaf tvo tíma í nótt. Nóttin hófst á því að ég byrjaði að lesa afspyrnuleiðinlega bók, það dugði nú aldeilis ekki til að mig syfjaði, þannig að ég lá og bylti mér í tvo tíma, fór þá fram og fékk mér rauðvínsdreitil til að ná fram minni innri ró, drakk hann og horfði út um eldhúsgluggann minn á leikhús lífsins - þar er alltaf eitthvað að ske. Sá til dæmis lögregluna að störfum....... Fór síðan aftur upp í rúm þegar ég fann að yfir mig hvolfdist þreytan og steinsofnaði.... í heilar þrjátíu mínútur, þá datt geðsjúklingi úr Hveragerði í hug að upplagt væri að sópa bílaplanið hjá Bónus á Selfossi með þar til gerðri græju og tilheyrandi hávaða!!!!! Sem ég hrökk upp og fátaði í geðvonzkukasti eftir símanum til að hringja í laganna verði og láta þá fjarlægja manninn OG græjuna helst til frambúðar, datt mér í hug að réttara væri kannski að hringja í Bónus í fyrramálið og byrja á því að tilsegja manninn þar. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta, ekki í annað og ekki í þriðja sinn sem hann gerir þetta!
Veit ekki hvort hann á eitthvað óuppgert við Selfyssinga yfirleitt, nú var alltaf talsverður rígur á milli þessara bæjarfélaga í gamla daga, kannski stal einhver frá Selfossi kærustunni hans? Kannski hló ég hæðnislega upp í opið geðið á honum þegar hann var að stíga í vænginn við mig í denn? Hver veit.......????
Allavega ef Jóhannes í Bónus les þetta þá skuldar hann mér þrjá mánuði í matarinnkaupum!!!
Ætla snemma að sofa í kvöld, þó fjögurra tíma svefn, í nótt, myndi nægja til að ég vakni stálslegin og útsofin - kem ábyggilega til með að sitja og prjóna fram yfir miðnætti og hugsa til danans sem sagði við okkur systur í gamla daga þegar við heimsóttum danaveldi með ærslum og óhljóðum og var boðið í teiti klukkan fimm um morguninn: "Þið getið sofið þegar þið eruð orðnar gamlar"
Eint óld jett!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er enn að bíða eftir að geta sofið mig yfir móðuna miklu. En ég er enn of ung, of ung. Dæs.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 20:17
ohhhh ég hlakka svo til þegar ég verð gömul og ljót og get farið að sofa
hahahahahahaha
Hrönn Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 20:20
Ég eeeelska að sofa, en get yfirleitt ekki sofið þegar ég á að sofa. Vakna fimm sinnum á nóttu við allt og ekkert og svo ... bílíf jú mí ... 15 mínútum áður en klukkan hringir þá sofna ég fastar en Þyrnirós svaf í heila öld og veit hvorki í þennan heim né annan af þreytu. Grrrr....
Hugarfluga, 4.6.2007 kl. 20:42
óþolandi.......
Hrönn Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 21:01
Eftir því sem maður eldist meira, því minni svefn þarf maður. Eða þannig er það hjá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2007 kl. 10:10
Sko..eftir því semmaður eldist framleiðir heilinn minna af efninu melantonin...en það er efnið sem lætur mann sofa..svo allir draumar um meiri og betri svefn í ellinni eru bara það..draumar!!!! Svo ég myndi nú sogfa eins mikið oig hægt er maðan heilinn er að framleiða þetta efni..svo fer bara allt í óefni get ég sagt þér mín kæra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 16:25
Jááááááá - hefðir átt að sjá mig aaaaaðeins fyrr.....
Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 11:37
Já áður en þú tókst hringinn á baðinu Hrönn?
Kveðja:
Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.