20.5.2007
Naflaskoðun....
Fór í langan labbitúr með litla kút, gengum upp´í skóg. Heyrðum vindinn hríslast um aspirnar og hvísla að regnið nálgaðist óðfluga......
Fyrir u.þ.b. þremur mánuðum gerðust atburðir sem breyttu lífi mínu talsvert. Ég get ekki á neinum tímapunkti sett niður fingur og bent á að þarna hafi hlutirnir byrjað að fara úrskeiðis. Ég get heldur ekki á neinn hátt kennt mér um það sem gerðist. Þó auðvitað hafi ég byrjað á því.....
Þetta bara gerðist og þó ég hafi fegin viljað að þetta hefði aldrei skeð, kom líka talsvert gott út úr þeim og ég lærði ýmislegt af þessum atburðum og vonandi get ég einhvern tíma hugsað til baka án þessa nagandi sársauka......
Ég ákvað í framhaldi af þessu að forgangsraða upp á nýtt. Nú kem ég fyrst. Hljómar kannski svolítið sjálfhverft en þannig verður það bara að vera. Ég ætla ekki í framtíðinni að reyna að hafa áhrif á hugsanir og gjörðir annars fólks. Einbeita mér bara að sjálfri mér, taka einn dag í einu og fylgja hjartanu og innri sannfæringu. Því ég veit að þetta, eins og allt annað, líður hjá.
Svolítið skrýtið að eftir að ég ákvað að setja mig í fyrsta sætið, hafa orðið átök víða í kringum mig, en eins og segir í einni af lífsreglunum fjórum hef ég einbeitt mér að því að taka ekki neitt persónulega, þó það geti á stundum verið strembið.
Góður og gamall vinur minn sagði við mig fyrir mörgum árum að hann hefði kappkostað að lifa eftir þeirri reglu að koma vel fram við alla á leið sinni á toppinn, því hann vissi aldrei nema hann ætti eftir að mæta þeim hinum sömu á leið sinni niður aftur. - Góð speki það.
Hef nú losað fang mitt við hluta af fortíðinni og vonandi með því búið til pláss fyrir framtíðina.
Nú steinsefur litli kútur, regnið streymir niður rúðurnar og kannski ætti ég að leggja mig líka.....
Vona að þið eigið góðan dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá þér ... gangi þér vel!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 16:11
Hljómar skynsamlega, og ekki ólíkt þeim *reglum* sem ég reyni að fylgja í lífi mínu og starfi.
Þegar ég fór að hlúa að sjálfri mér, hætti að þóknast...og þar sem fór ég að segja stundum "nei" og ég fór að hafa MÍNA skoðun...úff, það voru ekki allir sáttir í byrjun...
Gangi þér vel í framhaldinu
SigrúnSveitó, 20.5.2007 kl. 16:19
Takk stelpur mínar
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 21:08
Gangi þér vel, kæra Hrönn. Þú ert hugsandi kona og fetar voandi braut sem hentar þér vel.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.5.2007 kl. 21:24
Takk Guðný Anna. Ætla ekkert að fara að velta mér upp úr þessu. Þetta var meira hugsað svona sem uppgjör við sjálfa mig........
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 21:49
Sko elskuleg, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig, það gerir enginn annar, og hver er sjálfum sér næstur. Hvernig eigum við að hafa orku og knús fyrir aðra, ef við elskum ekki okkur sjálf. þetta hefur ekkert með eigingirni að gera heldur lífsviðhorf og móttó. Knús til þín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2007 kl. 22:16
ha hvar er rigning ?
Ólafur fannberg, 20.5.2007 kl. 22:28
Takk Cesil. Þú veist hvernig á að koma orðum að því
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 22:33
Hjá mér Kinnakrútt - meira að segja snjóar akkúrat núna. Áttu sleða?
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 22:34
á gamlan plastsleða siðan i den virkar enn held ég
Ólafur fannberg, 21.5.2007 kl. 07:40
Hér er allt á kafi í snjó..... viltu koma út að leika?
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2007 kl. 08:09
mæti með sleðann þú ýtir.
Ólafur fannberg, 21.5.2007 kl. 08:42
jammmmmm - spáði ekki í það.....
Hér eru engar brekkur
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2007 kl. 09:13
biddu við engar brekkur..nú þá bara dregurðu málinu reddað
Ólafur fannberg, 21.5.2007 kl. 13:06
Vandamálið leyst.....
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.