19.5.2007
Laugardagur
Vaknaði snemma, fór út, kom inn aftur og sofnaði aftur..... vaknaði seint, og þá meina ég seint, gvöð hvað ég get verið mikil svefnpurka.
Fór út að ganga, fann hjarta úr steini, sem aðdáandi minn hafi búið til í morgunsárið, því auðvitað vissi hann að ég færi þessa leið. Íhugaði að setja inn færslu, frá sjónarhorni hundsins en ég kom ekki nógu vel út í henni, þannig að ég held bara áfram að skrifa út frá mínum sjónarhól....
Fyndið hvað fólki finnst í lagi að tala við fólk sem er úti að labba með hundinn sinn, og reyni ég þó af fremsta megni að vera durtsleg og ómannblendin.
Fór svo í búðina og túlkaði þar, af minni einskæru hjálpsemi, innihaldslýsingu kindakæfu fyrir konu af erlendu bergi brotnu.
Komst svo loksins í að lesa fréttablaðið, þar sem pistillinn hans Njarðar um hljóðfæri hugans beið mín og deildi sorg minni með Hönnu Björk Valsdóttur sem skrifar snilldarpistla frá Teheran en hún er á leiðinni heim með sorg í hjarta.
Er núna að spá í hvort ég eigi að nenna að taka til.....
Las stjörnuspána mína. Þar kemur fram að ýmislegt hafi á daga mína drifið nýlega en nú sé kominn tími til að þeir sem elski mig leggi hönd á plóginn og aðstoði mig.
Bíð þess vegna bara spennt eftir þeim fyrsta sem elskar mig. Takið eftir að ég segi fyrsta..... efast ekki um að þeir koma í löngum bunum
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þú ert snillingur með pennann kona (get ekki fengið af mér að nota orðið "snilldarpenni" en það er uþb. mest ofnotaða orðið hér á Moggabloggi). Plís vertu dugleg að skrifa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 20:54
takk Jennsý
lofjú2
Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:02
innlitskvittun á laugardagskvöldi.
Ólafur fannberg, 19.5.2007 kl. 22:20
fyndist gaman að sjá hvernig þetta kemur út frá sjónarhóli hundsins,
skemtileg færsla, og sendi þér ljós inn í nóttina.steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 23:15
Ég dvaldi um mánaðartíma í Vínarborg. þar er fólk frekar ómannblendið svo ekki sé meira sagt. Það má segja að það sé allt að því dónalegt. En þegar ég fór út að labba með hundinn, þá var allt annað upp á teningnum, þá var brosað spjallað og Trölla klappað og honum hrósað. Gaman að heyra að þetta er svona hér líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2007 kl. 10:52
Já Cesil. Mér finnst þetta fremur fyndið. Ekki dettur neinum í hug að spyrja þegar ég er ein úti hvort þeir megi klappa mér, en þegar ég er úti með litla kút vilja allir fá að tala við mig og strjúka honum...
Skemmtilegt
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.