Pollýanna....

                                             ....ég er svo glöð, að eiga ekki heima á sjöundu hæð í lyftulausri blokk -

hver fann eiginlega upp á HARÐSPERRUM? Kona spyr sig....Blokk Fór í hlaupið og á meðan aðrir gerðu þetta með einari, einbeitti ég mér að því að komast á lífi í mark og tókst það!!! og er alveg ógesslega stolt. "Hlaupafélagarnir" (þið sjáið að þau eru innan gæsalappa enda flokkast það ekki undir félaglegt athæfi að stinga af Tounge) voru komin langt á undan mér í mark.

Þetta var í einu orði sagt frábært hlaup. Rosa flott hlaupaleið og ég náði að bæta tímann síðan í fyrra. Verð orðin góð um sextugt LoL4 Hér sjáiði danann en ég ætla sko ekki að setja inn mynd af mér fjólublárri í framan og óvaralitaðri..... og þori ekki að setja inn mynd af Möggu sem er samt býsna flott þó ég segi sjálf stolt frá - enda er hún systir mín Smile

Fór svo út að dansa í gærkvöldi eftir vélamót mikið sem haldið var á mínum vinnustað, þá röðum við upp öllum flottustu vélunum okkar og leyfum þeim að hittast hehehehehehehe

Fór aftur út að hlaupa í morgun og sem fyrr segir er ég afar glöð að eiga bara heima á annarri hæð og að það sé handrið á tröppunum mínum svo gamla konan geti stutt sig inn.......

knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahahaha var ég ekki búin að segja þér að ég get ekki hlegið svona - ég er með harðsperrur í maganum

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: SigrúnSveitó

oooooohhhhhh, verð smá græn og gul í framan...mig langar SVO að komast í hlaupin aftur...en minn tími MUN KOMA!!!!

SigrúnSveitó, 5.5.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband