ég er nokkuð sátt.....

......við vikuna. Fann uppáhaldsþáttinn minn - í tvíriti -

Viðurkenni það hér og nú að ég er svona íslenzkunörd eða njörður eins og ég mundi segja á ástkæra, ylhýra..... og það vill svo skemmtilega til að umsjónarmaðurinn með öðrum þættinum er Njörður P. með greinarnar sínar í Fréttablaðinu um hljóðfæri hugans, hreint frábærir pistlar hjá honum!isl

Ég var einlægur aðdáandi þáttanna íslenzkt mál sem voru í útvarpinu fyrir ekki svo löngu síðan og saknaði þeirra mikið þegar þeir hættu. Mér hreinlega hlýnaði um hjartarætur þegar umsjónarmaðurinn sem ég man ekki lengur hvað heitir sagði: "þættinum hefur borist bréf frá hlustanda........." Svo datt ég niður á þátt á rás eitt um daginn - já ég hlusta á rás eitt, það er þroskamerki - sem heitir vítt og breitt og er eiginlega sami þáttur. Algjörlega sniðinn til að gera konu hamingjusama.

Nú annars vona ég bara að fólk minnist mín í gegnum tíðina fyrir kynþokka minn og fegurð manroeen ekki fyrir kunnáttu mína í íslenzku

Tounge

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú veist náttúrulega að Njörður er héðan frá Ísaó, frá Grænagarði 2. Man að þar í fjörunni voru minkabúr, sennilega eftir að hann fór héðan.  En þar átti hann heima. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - það vissi ég ekki. En það náttúrulega hlaut að vera. Allir snillingar frá Ísafirði....

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2007 kl. 08:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað segirðu um að þín verði minnst fyrir kynþokka og gott orðfæri?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 09:37

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sumsé BÆÐI????? Líst vel á það

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband