31.3.2007
Mána(ðar)mót
Haldiði ekki að kryddjurtirnar séu farnar að gægjast upp? Tómatarnir tóku sprett og rifu af sér plastið, oreganoinu fannst það þá ekki geta verið minna og kíkti líka upp en myntan er enn feimin og lætur ekki á sér bæra. Bezt ég syngi fyrir hana - eða ekki........
Þarf að vinna í dag - það eru víst mánaðarmót og þá er gott að eiga laugardag upp á að hlaupa.
Fer svo í fermingarveislu á morgun, trúi því varla enn að litla barnið sé að fermast. Getur þetta verið? Skrýtið hvað allir aðrir en ég eldast...............
Er að kafna úr kvefi, heilinn úti á túni - hugsa ekki heila hugsun, en ég er alveg viss um að ég ætlaði að segja eitthvað rosalega menningarlegt fyrir ykkur að velta vöngum yfir um helgina, svona svo þið væruð nú ekki verkefnalaus.
Vona að þið eigið góða helgi og að Hafnfirðingar kjósi nú ekki yfir sig stækkun álvers
PS verð að muna eftir að kaupa vikuna
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Til hamingju með kryddið. Ég ætla að apa eftir þér.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.3.2007 kl. 14:01
Gerðu það, ég mæli með því að eiga kryddjurtir í eldhúsglugganum
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 14:12
Hrönnsla gætir þú ekki gefið mér stuttan netkúrs í ræktun kryddjurta í eldhúsglugga. Það eina sem hefur lifað hjá mér er vatnakarsi en þá er allt upptalið. Þarf að geta ræktað rósmarín (vegna mikillar notkunar á viðkomandi greinum) og tíðar ferðir í Hagkaup í Smáralind orðnar þreytandi. Sama gildir um Estragon en það er líka í uppáhaldi þessa dagana - mánuðina - árin - aldirnar.
Smútsj
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 14:25
Ekkert mál Jenný litla - allt fyrir þig
Þú byrjar á því að rölta þér inn í næstu blómabúð og kaupa fræ að eigin vali. Síðan seturðu mold í litla leirpotta, stingur fræunum hæfilega langt niður, vökvar vel en þó ekki OF vel. Setur síðan matarfilmu yfir pottin svona eins og hún notaði í leikritinu forðum daga í Hafnarfjarðarleikhúsinu um konuna sem var hin fullkomna eiginkona, móðir og útivinnandi kona, man að vísu hvorki nafnið á leikriinu né leikkonunni - en bæði voru góð Síðan dansa ég létt spor - oft í náttkjólnum á morgnan fyrir pottana þegar ég gæti að því að alltaf sé raki á moldinni og helli meira vatni í undirskálarnar, tek svo plastið af þegar jurtirnar fara að skjóta upp kollinum og horfi hreykin, ástúðlega á þær þangað til þær eru orðnar nógu stórar til að klippa þær niður í matseldinni.
Gefa hraustlegt og gott útlit en það hefur kannski meira með morgundansinn að gera.......
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 14:33
Frábært, Jenný mín ég get bent þér á að í Bónus og Samkaupi eru oft bæði kryddjurtir og salöd seld í litlum svörtum pottum með rótum. Það er jafnvel auðveldara að taka þær og stinga ofan í stærri pott, og þær eru tilbúnar til notkunar. En það er bara takmarkað úrval.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 10:26
Ég ætla að taka þetta upp með dansinn hehehee. En ég verð ekki á náttfötunum, því það er ennþá of kalt í gróðurhúsinu mínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.