Hví?

Las á netinu að Cliff Richards (hér ætlaði ég að setja inn mynd af Cliff) Cool og vinir hans hefðu fengið sér að borða á Fjöruborðinu á Stokkseyri í gær – allt í lagi með það sossum en það sem stakk mig var að veitingamaðurinn sá ástæðu til að fjölyrða um það hversu yndislegir og yfirvegaðir þeir hefðu verið á meðan á heimsókn þeirra stóð. Nú hef ég nokkrum sinnum lagt leið mína á Fjöruborðið og aldrei hefur þessi maður haft ástæðu til að kvarta yfir einu né neinu í mínu fari, hef ég jafnan greitt reikninginn áður en ég hef yfirgefið svæðið! Samt hef ég aldrei lesið neitt um mínar heimsóknir þangað á netinu. Aldrei hef ég lesið neitt um um að t.d. Hrönn hafi verið óvenju yndisleg á meðan á heimsókn hennar stóð..... hef kannski drukkið fullmarga bjóra til þess?

Ekki hef ég heldur lesið neitt um það að Hrönn hafi verið í fullkomnu jafnvægi þegar hún hjólaði heim, þrátt fyrir rauðvínsdrykkju.........

(hér átti að koma mynd af brennivínsdraugnum) Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Góð spurning.  Skrítið að þurfa að fjölyrða um yndisleika og yfirvegun þessara manna.  Eru þeir þekktir fyrir að vera með uppsteit og læti?  Ja, spyr sú sem ekki veit.

SigrúnSveitó, 28.3.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

segðu.... eða ég?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leiðindakarl þarna sem hefur látið hjá líða að rapportera um góða hegðun þína á veitingahúsinu.  Hehe ég ráðlegg þér að vera með attitjúd næst þegar þú ferð á staðinn, þú gætir tam hent forrétsdisknum í þjóninn, sparkað í hann, borgað reikninginn með tíköllum beint upp úr Georg bauk (og verið lengi að því) og drukkið þig ofurövli og ælt á veitingamanninn.  Ég held að þetta myndi nægja til umfjöllunar þeir eru svo neikvæðir í fréttamati þessir veitingamenn nema nottla þegar Cliffarinn hegðar sér eins og maður.  Það er nefnilega saga til næsta bæjar

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er hin dæmigerða saga um Jón og Séra Jón Hrönn mín.  Og svo ertu örugglega alltaf svo yndisleg að það er venjan en ekki undantekningin

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband