Allt þetta - og himininn líka

Eldaði ótrúlega góða súpu í gærkveldi. Svokallaða gúllassúpu með nautakjöti, lauk, gulrótum, kartöflum, púrru, hvítlauk og einhverju fleiru. Bakaði svo slembilukkubrauð með. 

supa braud

Keypti mér fræ í gær, ætla að rækta kryddjurtir í glugganum, leitaði út um allt að körfu til að láta þau hanga í, fann hvergi..... Woundering Vitiði hvar ég fæ körfur, helst þrjár samhangandi? Svo tómatarnir mínir verði ekki í kremju.... tomatar  og ég endi ekki með tómatsósu í glugganum

Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hefurðu farið í Garðheima, ég hef fengið svona hengikörfur hjá þeim.  Það er allavega mikið úrval af körfum, og líka netakörfum með kókósklæðningu.  Gúllassúpa er algjört nammi namm.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ágætt að bæta paprikurjómaosti út í súpuna, gerir svona punktinn yfir iið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk cecil, prófa það

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 11:42

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namminamm mig langar í svona gúllassúpu og slembilukkubrauð. Er með vatn í munninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég hefði bara átt að bjóða ykkur í mat

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 13:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já endilega að prófa.  Það má nota þessa rjómaosta líka í sósur og aðrar súpur i staðin fyrir rjóma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 22:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna sýnist mér verið að búa til Bruschetta.  Það er nú nauðsynlegt að hafa tómatmauk þar a.m.k. Manneskjan er að búa til hvítlauksbrauð með að nudda hvitlauksrifi á ristaða brauðsneið.  Það er í raun besta hvítlauksbrauð, sem hægt er að hugsa sér. Nudda hvítlauksrifi og smyrja svo smá eða setja extra virgin slettu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 02:29

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ummmm...hefði eiginlega átt að hafa grænmetissúpu um helgina...ef það verður áfram kalt fram í vikuna geri ég grænmetissúpu og heitt brauð. Þessi gúllassúpa er rosalega girnileg hjá þér..nammi namm!!!Ég elska súpur salöt og brauð...jummí!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.