Lyklarnir í lífi mínu

Hafiði tekið eftir því að líf ykkar snýst um lykla? Þú þarft lykla að húsinu þínu, bílnum þínum, vinnunni þinni, auðkennislykil í bankanum, lykilorð eru út um allt og það er algjörlega til að æra óstöðugan að muna öll þessi ósköp. Ég aðstoðaði eldri konu um daginn - já ég veit - ég er rosa góð. Hún stóð við benzíndælu með dælulykil - einn lykillin enn - og vissi ekki hvernig hún átti að snúa sér. Þegar hún var búin að dæla benzíni á sinn bíl - dældi ég á mömmu bíl og fór að velta því fyrir mér hvernig heimurinn yrði eftir ca. tuttuguogfimm ár, þegar ég verð komin á aldur eldri kvenna.

Sú hugleiðing endaði með bæn um engar frekari  tækniframfarir fyrr en eftir minn dag. Er þetta ekki líka orðið gott bara? Ég allavega nenni ekki að standa einhversstaðar með ókennilegan hlut í höndunum og bíða þess að góðhjörtuð kona komi sem ég hugsanlega þori að biðja um aðstoð...... Ég meina ég er rosa tæknivædd, á mp3 spilara og allt Tounge Ég veit samt að Dúlludúskurinn er ekki sammála mér varðandi tæknivæðsluna. Hann nefnilega bað um að fá lánaðan minnislykilinn, jú, jú þar kom enn einn lykillinn..... minn um daginn og spurði í leiðinn hvað hann væri stór. Honum var ekki skemmt þegar ég gerði ca. 3ja sentimetra bil á milli vísifingurs og þumals og sagði: "ca. svona...." Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha... en það er rétt, við búum í lyklasamfélagi. svo er lyklafrumvarp, lykilaðstaða og ég veit ekki hvað og hvað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2012 kl. 14:23

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

:) :)

Marta B Helgadóttir, 1.12.2012 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband