Íslenskt mál

Ég varð alveg sérdeilis forviða þegar ég, eldsnemma í morgun, ætlaði að sækja mér Fréttablað í kassann handan við hornið. Hann var nefnilega tómur. Ég hugsaði svo sem ekki mikið meira um það en einbeitti mér þess í stað að orðinu forviða. Hvaðan kemur þetta orð? Forviða! Nákæmlega hvað er að vera forviða og í hvaða samhengi er þetta orð komið inn í íslenskt mál? Maður spyr sig margra spurninga og klukkan ekki einu sinni orðin átta.

Þegar ég kom síðan niðr´í vinnu hafði einhver tekið saman allan þann bunka af Fréttablöðum sem safnast hafði upp undanfarna daga og vikur. Ég leit á bunkann og það hvarflaði að mér að taka blöðin og stinga þeim í títtnefndan kassa handan við hornið LoL Haldiði að fólk hefði ekki orðið forviða Tounge þegar það uppgötvaði að það væri að lesa blað gærdagsins eða síðustu viku. Mér finnst hugmyndin ennþá mjög góð - en ég nennti ekki að hrinda henni í framkvæmd.

Lífið gengur sinn vanagang - ég vakna, vinn og læri, læri, læri, sofna. Vakna, vinn....... Ég var algjörlega að brillera í dönsku áfanganum enda ekki margir sem hafa lagt það á sig að sofa hjá dana til að ná afturbeygðum fornöfnum lýtalausum Tounge Já... krakkar mínir, fórnirnar sem þarf að færa í þessu námi eru margar en mismiklar.

Þetta blogg er í raun gáta - ef þið takið upphafsstaf hverrar setningar þá fáið þið nafn á frægu fyrirtæki á Íslandi.

Góða skemmtun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá þér Hrönn mín, þetta með læri gaf mér smá hugmynd.  Það smellti sens í læri læri tækifæri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 16:53

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er bara eitt að gera við svona forviða konu, ég addaði þér (hvusslags íslenska er það nú) í hóp sem safnar skemmtilegum íslenskum orðum á facebook, enjoy

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.11.2012 kl. 22:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2012 kl. 01:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk :)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2012 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband