18.6.2012
Ég mátti...
...taka á honum stóra mínum fyrr í kvöld. Ég skrapp nefnilega til Grundarfjarðar og þurfti að bruna í gegnum göngin undir Hvalfjörð tvisvar - spáið í það - tvisvar sama kvöldið... konan sem þolir ekki þessi göng! Og hvað er málið með þessa hlíð með rúllandi steinum þegar maður er rétt sloppinn lifandi úr göngunum? Var ekki bara hægt að hafa þessi göng aðeins lengri? Ég er bara svo aldeilis rasandi....
Ég skrapp sumsé á Grundarfjörð í kvöld - þið getið sett skrapp í gæsalappir ef þið viljið - það veit sá sem allt veit að ég nenni því ekki Svo er það nú eitt! Hafiði spáð i það þegar gæsalappir eru gefnar út í loftið? Af hverju beygir fólki löngutöng og vísifingur tvisvar? Það er ekki eins og það séu fjórar gæsalappir! Hvaða bull er þetta? En aftur að sögunni.... mikið rosalega er þetta falleg leið! Þrátt fyrir að flest bæjarnöfn séu stolin af Suðurlandinu nema einna helst Fáskrúðsbakki
Talandi um bull! Hver ákvað að hámarkshraði í Hvalfjarðargöngum yrði 70 km/klst? Ég sló ekki af fyrr en Mömmusinnardúlludúskur bentir mér á að það væru myndavélar við hverja öldu..... Væri ekki frekar málið að standa drusluna eins og hún dregur í gegn? Ég er að segja ykkur þið eruð undir SJÓNUM? Ég meina 70 km. pr. klst? Hvað haldið þið að sjórinn væri lengi að ná ykkur?
Bara svona cirka..... en þó gæsalappalaust?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þetta hefur nú ekki verið neinn smáskreppitúr Hrönn mín alla leið til Grundarfjarðar og til baka, svona fyrir utan göngin og rúllandi steina. Svo hefðir þú auðvitað getað farið bara Hvalfjörðin eins og hann leggur sig og sleppt göngunum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 11:21
Nei.. þetta er enginn smá skreppitúr ;) En skemmtileg leið og falleg - nema göngin ;)
Ég íhuga Hvalfjörðinn í hvert skipti sem ég fer þarna um en hitt er tímasparandi og maður er alltaf að spara :P
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2012 kl. 14:57
Já það sparar bæði tíma og peninga.... eða þannig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 15:40
Jú víst gera þau það árans göngin....
Til hamingju með kallinn þinn um daginn :) Allt skemmtilega fólkið á afmæli í júní!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2012 kl. 19:06
Takk ljúfan, ég á ekki afmæli í júní 'eg á afmæli 11 september kannastu nokkuð við þá dagsetningu
En gott ráð, hugsaðu um eitthvað skemmtilegt þegar þú ekur gönginn, til dæmis söguna hans Arnaldar og spáðu í hvar líkið fannst í göngunum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 19:15
hahah það er einmitt það sem ég geri!!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2012 kl. 20:43
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 20:49
Fáskrúðarbakki heitir bærinn. Þarna ertu komin í mína gömlu sveit. Þar finnur þú líka Straumfjarðartungu, Rauðkollsstaði, Stóru Þúfu og Litlu Þúfu.
Anna Einarsdóttir, 22.6.2012 kl. 17:22
Fáskrúðarbakki..... rétt ;) Svo var þarna líka Dalsmynni ef ég man rétt og Ytri Garðar, Mið Garðar og svo allt í einu Þúfa ;)
Frábær sveit sveitin þín.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2012 kl. 22:54
Elsku Hrönn.:
Ef göngin springa meðan þú ert í þeim, þá átt þú ekki, frekar en við hin sem á eftir þér komum neinn sjéns. Allt vegna þess að þú ert á UNDIR löglegum hraða! Það er algert lágmark að allir aki á hámarkshraða. Tvisvar á dag....vaktavinna á Grundartanga. Píslarvættið þitt er gersamlega ......
Capiecce!?
Borgarfjörðurinn er hins vegar algert æði, ef tími er til að skoða hann og þar má sjá meðal annars bakka, tungur, staði, þúfur í ýmsum númerum og af flestum stærðum og síðast en ekki sýst....Önnu.
Gott ef ekki hefur sést Brattur þar annað veifið á köflóttum hesti, ættuðum úr Húnavatnssýslum, einhversstaðar í námunda við Svartá eða Húnaver, steinsofandi eftir ljúffenga samloku og velheppnaða flugustangarveiði með afla.... en aðalllega gaman.
Halldór Egill Guðnason, 27.6.2012 kl. 05:26
Já já.... ég skil, ég skil....
Ég var að koma þaðan akkúrat núna og ég gaf bara í - skítt með allar hraðamyndavélar!
Borgarfjörðurinn er frábær og Snæfellsnesið líka. Ég íhuga búferlaflutninga - og ekki spillir nú fyrir ef Brattur er þar á köflóttu hrossi og Anna í humátt ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2012 kl. 04:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.