Manstu....

.....hvort ég á gulrætur heima? Spurði ég afgreiðslustúlkuna í Bónus í hádeginu, grafalvarleg. Hún horfði ráðvillt á mig og vissi greinilega ekki alveg hvernig hún átti að tækla þessa klikkuðu kerlingu.

Ég glotti svo og útskýrði fyrir henni hvað þetta gæti verið þægilegur fídus fyrir verslunina. Hugsið ykkur ef kassinn í Bónus væri bara beintengdur við ísskápinn þinn og afgreiðslustúlkan/drengurinn gæti bara sagt - hinkraðu aðeins - ég skal athuga það..... Tounge Hún áttaði sig mjög hratt og við vorum komnar með hinar ýmsustu útfærslur á þessu eftirliti.

En - ég meina - spáiði í hvað þetta væri þægilegt! Að því gefnu að eftirlitið væri takmarkað við ísskápinn og hugsanlega búrskápinn Cool 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Uhh...ég treysti þeim ekki til að kíkja ekki á mann i baði !

Tossalistinn er málið :)

Ragnheiður , 8.2.2012 kl. 02:20

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahha Nei....

Iss ég var með lista - hann dugar mér bara ekki.

...og plís ekki kalla þetta tossalista. Köllum þetta lista fyrir fólk með verslunarfrávik :P

Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2012 kl. 07:36

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brillíant hugmynd, en gæti verið dulítið dýr. Hvernig væri að við hættum bara að versla í Bónus, eða öðrum búðum og létum þessa andskota bara hafa fyrir því að koma á staðinn, heim til manns, taka niður pöntun og skila henni af sér örskömmu seinna. Láta hreinlega bjóða í viðskipti við mann, ha? Há dú jú læk ðat ædé Hrönnsla?

Halldór Egill Guðnason, 9.2.2012 kl. 22:57

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær hugmynd Tuðs! Algjört brill! Er hér með hætt að fara út í búð og bíð spennt eftir tilboðum í mig :P

Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2012 kl. 18:46

5 Smámynd: www.zordis.com

Ætti að vera hægt að panta á netinu og láta senda heim.  Ef mér þætti ekki svona gaman að fara að versla og sneisafylla körfuna þá nýtti ég mér pottþétt þessa þjonustu hér erlendis.

Svo fékk ég mér ostatertu í eftirrett til að kcal jafna spinningtímann ...

www.zordis.com, 13.2.2012 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.