11.1.2011
Alltaf að græða!
Já - góðan daginn, sagði ég með röddinni - þið vitið - þessari sem maður notar þegar maður er alveg tilbúin í að nöldra yfir einhverju en vill hafa vaðið fyrir neðan sig ef ske kynni að maður hefði ekki rétt fyrir sér. Svona nett blanda af kurteisi og pirringi. Sumir kalla hana ákveðna, aðrir segja að hún sé frekjuleg, það er alveg undir hælinn lagt hvernig fólk heyrir hana....
Þannig er að ég fæ endurgreiddan hluta lyfjakostnaðar - og ekki veitir nú af og hluta af íþróttaiðkunarkostnaði hjá Verslunarmannafélagi Suðurlands, sem er mitt stéttarfélag. Um daginn var ég svo að afla mér einhverrra allt annarra upplýsinga á síðunni þeirra og rak þá augun í að heilsurækt yrði styrkt um 50% til 1. maí nk. og það var sumsé það sem ég ætlaði að hefja baráttu fyrir.
Ég var búin að semja ræðu þar sem ég tiltók meðal annars að mér finndist þetta ekki rétti tímapunkturinn að hætta að styrkja fólk til heilsuræktar og ég myndi íhuga það alvarlega að stöðva greiðslur mínar til stéttarfélagins ef þau drægju þetta ekki til baka - nú, þegar, strax! Jú gett ðe pitsjör.
Sannleikurinn kom svo í ljós þegar ég vakti máls á þessu. Það var nefnilega samþykkt á síðasta ári að hækka endurgreiðslur úr þrjátíu prósentum í fimmtíu prósent til 1. maí nk. og hún fullvissaði mig um að því yrði ábyggilega framlengt um allavega eitt ár.
Sjúkkett að það mátti alveg eins misskilja tóninn sem yfirmáta kurteisan. Ég er nefnilega aldrei hranaleg. Bara stundum hrannarleg
Svo hitti ég líka krúttlegasta frænda minn í stiganum og gat knúsað hann í kaupbæti
Athugasemdir
Frábært Hrönn mín, þarna dastu svo sannarlega í lukkupottinn. Já svona er þetta með að nota ýmsar raddir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2011 kl. 14:43
hehehe ég er einmitt með ákveðin,ískaldan og yfirmáta kurteisan tón í röddinni þegar ég fer í kvartgírinn hef ekki þurft að nota þessa rödd á norðmenn er hringt til íslands í staðin og haldið mér í þjálfun.Td með því að tala viðtryggingafélag og skattinn og svoleiðis Það er nauðsynlegt að halda sér í formi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 13:05
Hrannarleg vinkona sem þú getur verið! Bara frábært að fá niðurgreitt svona dúll og dásemdir ... Knúz á þig elskan og nú er ég á fullu að finna brúðarmeyjarkjólana fyrir 11.11.11 Er það ekki on ef við föngum þitt honn?
www.zordis.com, 13.1.2011 kl. 15:01
Ví ar on ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2011 kl. 23:44
Ertu búin að finna júnóhú?
Hlakka til að eyða með þér þessum bjútýfúl degi ....
www.zordis.com, 15.1.2011 kl. 11:09
Ég ætla bara núna að kasta kveðju á þig Hrönn mín en þú ert nú alltaf frábær
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2011 kl. 16:07
Gaman að sjá þig Katla mín
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2011 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.