Ég er búin að öllu fyrir jólin....

...nema; kaupa jólagjafir, baka, taka til, skreyta og kaupa í matinn.

Ekki af því að ég hafi ekki tíma til þess - heldur vegna þess að mig skortir nennu. Ég hef hins vegar varið aðventunni í kökuboðum hjá ættingjum, tónleikum og almennu slugsi og er ekki frá því að þeim tíma hafi verið vel varið. Allavega eru það rökin sem ég nota til að sannfæra sjálfa mig um áframhaldandi jólaleti þegar jólakvíðahnúturinn gerir vart við sig einhversstaðar á milli nára og nafla Cool en kannski er það líka bara eftirvænting eftir jólasveinum sem læðast um bæinn á meðan ég og hin góðu börnin sofa....... 

Ég hef samt smá fóbíu gagnvart þeim - jólasveinunum alltsvo - síðan þeir komu tveir heim þegar mömmusinnardúlludúskur og fröken fíólín voru lítil og annar þeirra sagði við þau, og hló í gegnum skeggið, að hann yrði nú bara að kyssa mömmu þeirra líka - það væri svo langt síðan hann hefði kysst hana......

Ég var öll þau jól að reyna að átta mig á því hvar hann var þessi jólasveinn og hvar og hvenær við hefðum átt náið samneyti Tounge Endaði á því að telja sjálfri mér trú um að hann hefði verið að meina að hann hefði ekki kysst mig síðan ég var lítil.......

Enda er ég meira gerð fyrir happy ending - ég meina vitaskuld man ég eftir öllum strákum slash jólasveinum sem ég hef kysst í gegnum tíðina - en ekki hvað Sideways

En aftur að aðventunni í ár...... Ég fór á tvenna tónleika í gær. Byrjaði í Hvítasunnunni þar sem Ragnheiður Blöndal brilleraði Heart Stakk svo af þaðan yfir í Tryggvaskála að hlusta á jóladjass hjá Kristjönu Stefáns. Það er orðinn árviss atburður hjá mér að hlusta á jóladjass hjá Kristjönu og co. Local selfysskir brandarar þyrlast um salinn í bland við tónaflóð og englasöng. Í gær voru gestasöngvarar hjá Kristjönu þær Guðlaug Elísabet og Soffía Stefáns sem er þó ekki systir Kristjönu Stefáns - en það er Ragnheiður Blöndal hinsvegar Tounge Flókið? Lestu þá aftur - bara hægar.

Í dag ætla ég svo að trítla yfir í jólagarðinn og hlusta á Selmu, litlu frænku mína, syngja ásamt Sniglabandinu. Hver veit nema ég hnjóti um eins og eina jólagjöf........

Láttu þér líða vel InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

iss bara njóta aðventunnar það er svo frábært.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er búin að senda flest jólakort og gjafir til barnanna, ætla ekki að gera neitt meira, búin að setja ljósakross á son minn í kirkjugarðinum.  Svo geta jólin bara komið með leti og lestri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm bezt að njóta bara aðventunnar og liggja í leti með góða bók ;)

....og bandið í Jólagarðinum var vitaskuld Stuðlabandið en ekki Sniglabandið. Næsti bær

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 17:20

4 Smámynd: Ragnheiður

Tek undir með Birnu enda báðar búnar að vera á námskeiðinu ; jólin koma samt !

Hafðu það gott og njóttu alls sem lífið býður þér :)

Ragnheiður , 18.12.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Garún

Ha!  Eru að koma jól??????  Okey!  Hvaða dagur er nákvæmlega? 

Garún, 19.12.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sunnudagur Garún

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.