Muniði...

....eftir gulrótarsalatinu sem mamma og amma bjuggu til í gamla daga? Þegar lífið var leikur og bestu vinir þínir hétu Óskar og Kristín? Þið vitið.... þetta með rifnu gulrótunum og rúsínunum?

Allt í einu langaði mig svo í þetta salat í dag. Mér var slétt sama þó lífið væri hreint enginn leikur og ég ætti enga vini. Bara ef ég fengi svona gulrótarsalat! 

Ég glotti með sjálfri mér þegar ég sótti matvinnsluvélina sem ég fékk í brúðkaupsgjöf á sínum tíma og hef eiginlega ekki notað síðan ég guðsblessunarlega losnaði við manninn sem fylgdi með matvinnsluvélinni Tounge Ástæðan fyrir Sólheimaglottinu var að ég ætlaði að vera svo sniðug og snögg að rífa gulræturnar í vélinni. Ég safnaði öllum hlutum vélinnar saman og hugsaði á meðan til þess þegar mamma og amma bjuggu til þetta salat í gamla daga í græju með rifjárni í botninum. Sú var knúin áfram af handafli og verulega leim.....

Ég fann rétta grófleikann á rifjárni fyrir gulræturnar og sippaði öllu saman upp í eldhús.

Var svo í ríflega tvo tíma að reyna að rifja upp hvernig í ósköpunum átti að setja þessa matvinnsluvél saman þannig að hún virkaði og endaði að  lokum á því að rífa gulræturnar á rifjárni yfir skál í vaskinum.

Allt í einu varð handknúna græjan mjög eftirsóknarverð og ég er staðráðin í að rupla henni frá mömmu við fyrsta tækifæri.

En... ég kreisti ég safann úr sítrónunni með rafmagnknúinni þar til gerðri pressu sem ég fékk að gjöf fyrir nokkrum árum frá góðri konu eftir nett dramakast á alþjóðavefnum og hef notað óspart síðan - nánast daglega. Pressuna alltsvo ekki konuna og því síður dramakastið Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Óaðfinnanleg færsla hjá þér Hrönn mín.

Ég geri enga athugasemd. 

Anna Einarsdóttir, 13.7.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha góð!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2010 kl. 22:24

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Uhmmmm...ég elska rifnar gulrætur með rúsínum og kreistum sítrónusafa yfir...I love it!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 15.7.2010 kl. 12:12

4 identicon

Ummmmmm var búin að gleyma þessu salati.Gamalt er gott,sjáðu migog fallegt og smart

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 15:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe alltaf góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2010 kl. 07:48

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gamalt og gott, nammi namm.

Nú er reyndar búið að skemma nokkuð fyrir manni ímyndina af hinni hollu gulrót. Hún verður víst að sykri þegar við meltum hana og er engin megrunarfæða frekar en vínber og ýmsar aðrar dásemdir.

Marta B Helgadóttir, 19.7.2010 kl. 11:12

7 Smámynd: www.zordis.com

Ég heiti Ósk elskuleg ....

Ég ríf gulrótina niður í gamaldags rifjárni og finsker lauk og set svo salt, eplaedik og olíu yfir. Ljúft dass og yndislega gott!

Ég er sko góður rífari og mun rifa með þér upp allar gulrætur heimsins þangað til kanínur þurfa gleraugu hehe

www.zordis.com, 20.7.2010 kl. 00:17

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ó, takk fyrir að minna mig á þessa fornu sælu, - ætla að rifja þetta upp á ný, alveg eins og þú!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2010 kl. 13:07

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ósk var það heillin

Mæli með því Guðný Anna

Marta smarta :) - ég er svo gleymin ég gleymi því strax ef gulrætur eru óhollar

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2010 kl. 16:28

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef bara aldrei borðað svona salat ?! Hvað er málið með það ?

Flott færsla...

Fyrir mörgum árum þegar ég losnaði við leiðinlegan mann þá skilaði ég öllum græjum með viðkomandi. Það var feill !

Ragnheiður , 21.7.2010 kl. 10:53

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er rosalega gott Ragga!! Mæli með því að þú prófir ;) .....og svo skilar maður aldrei græjum þótt maður skili "gæjum"

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband