Vefmyndavélar

Var að kíkja á vefmyndavél sem beint er að Kötlu....

http://www.ruv.is/katla/

....bara svona til að athuga hvort ég sæi einhver bjarma.

Allt í einu brá fyrir jarðvísindamanni í myndavélinni! Neeeee bara að hita upp fyrir 1. apríl ;)

En tryllingslega mundi manni bregða ef einhver gretti sig allt í einu í vélinni langt uppi á fjöllum í klikkuðu veðri W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha já ég held að ekki yrði þurr þráður á manni sumsstaðar !

Ragnheiður , 23.3.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta var frekar daufleg mynd frá Kötlu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Ragga! Pumpan gæti tekið aukaslag ;)

Já Jóna Kolbrún - það er ekki mikið að gerast ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2010 kl. 07:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú segir nokkuð Hrönn mín, ekki skemmtileg tilfinning get ég sagt þér  Ef til vill eldmaðurinn sjálfur frá þarna niðri!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2010 kl. 09:27

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

......... sem minnir mig á sanna sögu:

Ég þekki mann sem var að vinna hjá Eimskip eða Samskip, man ekki hvort, fyrir mörgum árum.  Hann tók eftir því í vinnunni að þar var nýr starfsmaður á plani.... maður sem sópaði allan daginn !  Hann tók líka eftir stiga sem lá upp að einhverju opi.  Forvitnin tók nú yfirhöndina og minn maður prílaði einhvern daginn upp stigann og kíkti.  Hann horfði beint framan í myndavél !  

Málið var að til stóð að góma smyglara.... og "sóparinn" og myndavélin voru liður í því.

Ég myndi gefa mikið fyrir að fá að sjá afrit af myndatökunni á vini mínum.   

Anna Einarsdóttir, 24.3.2010 kl. 14:52

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Föðursystir mín gat aldrei talað alvarlega um Kötlu hún var á tauginni ef Hekla byrjaði að gjósa og sá fyrir sér Kötlugos í nærmynd og fór á límingunum.  OK við eigum víst eftir að upplifa þetta fljótlega er ég ansi hrædd um.

OK ég verð farin heim vonandi þá.   Góða helgi Hrönn mín og njóttu vel.

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2010 kl. 18:39

7 Smámynd: www.zordis.com

Spennandi að sitja við skjáinn og rýna ... Ertu ekki pottþétt að horfa ennþá?

www.zordis.com, 29.3.2010 kl. 22:17

8 identicon

það yrði dásamlegt hehehehe.Anna góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.