Íslenskt mál...

...er hreint ekki eins flókið og fólk vill vera láta.

Við eigum helling af orðum sem hægt er að rekja allt til þess tíma er Shakespeare ráfaði um myrkviði sinna eigin hugarheima, orð sem eru opin og gegnsæ, nánast eins og íslenska hagkerfið í heild sinni W00t

Tökum dæmi: Konur giftast en menn kvænast! Að giftast er dregið af enska orðinu gift sem þýðir gjöf - liggur alveg í augum úti - ekki satt? Það er hinsvegar alls ekki dregið af danska orðinu gift sem þýðir allt annað og miklu verra. Enda voru forfeður okkar ekkert að koma frá Danmörku og ég alls ekki svo illa þenkjandi.... Tounge

Trúlofun er annað dæmi um gagnsæi - nefnilega dregið úr ensku af true love..... og þarf ég að útskýra fyrir ykkur þegar talað er um að stúlkur séu orðnar mannbærar?

Þetta - gott fólk - er ástæðan fyrir því að ég horfi ekki á Kiljuna hans Egils Helga. Ég get ekki umborði allar þær slettur sem þar eru borðnar á borð fyrir mig undir merkjum fagmennsku og bókvits.... Ég botna bara ekkert í því hvers vegna þarf að nota öll þessi erlendu orð þegar hægt er nota íslensk orð sem bæði er oft miklu meira lýsandi fyrir það sem verið er að tala um og hljóma betur í því sem á að heita íslenskur menningarþáttur í íslensku sjónvarpi allra landsmanna.

Þessi pistill var í boði lingólöggunnar eins og hún héti hjá Agli og co.

Lifið heil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér leiðist Egill meira en orð fá líst en Kolbrún þykir mér skemmtileg.Getum við stofnað ekki aðdáendahóp Egils á andlitsbókinni ?Ég er gjöf

Hjólaklúbburinn minn ætlar að hjóla austur í vor og koma við í þínum garði.Eða húsinu sem er í þínum garðiog fá góðar veitingar hjá Jóhannesi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:53

2 identicon

hahaha gift og gift er ekki alveg það sama en stundum þá liggur við að það ísl/enska sé verra en það danska...

En að einhverju allt öðru...ætli það sé tilviljun að ægte á dönsku getur þýtt að vera ekta, að ganga að eiga einhvern og að vera skilgetinn....á dönsku er ægte til sem nafnorð, sagnorð og lýsingarorð.....danirnir eru svo nýtnir!!!

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 18:14

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það líst mér vel á! Alveg bæði

Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2010 kl. 18:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah Valgerður Ósk! Já þeir nota allt eins oft og hægt er...

Og gaman að sjá þig aftur

Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2010 kl. 20:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem þér dettur í hug kona góð ...  En hvað þýðir þá Kvonfang?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 08:59

6 Smámynd: www.zordis.com

Snillingur ertu ... elskjú

www.zordis.com, 15.3.2010 kl. 20:57

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð!

Tek undir með Birnu Dís, mér leiðist Egill....

Marta B Helgadóttir, 16.3.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband