13.2.2010
Viðskipti eins og venjulega.....
Ég vaknaði snemma - fór út með hund og kött. Sótti mér Fréttablað dagsins í ferðinni.
Las svo frétt um að Clinton, fyrrum bandaríkjaforseti, væri að jafna sig eftir hjartaþræðingu - um leið og ég borðaði rúnstykki með rækjusalati..... Við verðum bara að vona að ég jafni mig líka
Tók svo persónuleikapróf sem heitir: "Ertu siðblindur?" á meðan ég borðaði rjómabollu. Kom út með fullt hús stiga enda tók ég prófið sem fyrrum vinnufélagi. Úffffff sá á við vandamál að stríða. Ég er heppin að þurfa ekki að umgangast hann
Ég sendi líka sögur í verkefni sem heitir: Lesið í lauginni. Þannig að ef þið eigið leið á Selfoss um páskana þá getið lesið stórbrotin ritverk eftir undirritaða á meðan þið syndið...... nema ef ske kynni að mínum sögum yrði plantað á botn djúpu laugarinnar. Ef, hinsvegar, þið eigið enga leið hingað þá getið þið bara haldið ykkur við að lesa bloggið mitt!
Nú ætla ég að hjóla í rigningunni til uppáhaldsömmunnar minnar.
Lifið í friði
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Lesið í lauginni... interesting. aldrei að vita nema maður taki bíltúr á Selfoss um páskana.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.2.2010 kl. 10:53
Það má nú alveg kafa í dýpið og lesa. Ef sagan er löng þá kemur maður bara upp af og til og blæs eins og hvalur... sem er syndur eins og selur...
Brattur, 13.2.2010 kl. 11:23
Já Jóna þetta er mjög skemmtilegur siður.
Brattur! Góður.
Ég gleymdi líka að ég las í blaðinu að ónefnd lipbjútíkvín þrætir staðfastlega fyrir að eiga viðhald eða höld og segir að enginn taki mark á blöðum þar sem hún býr. Á hinn bóginn þrætir enginn fyrir að maðurinn hennar hafi skipt um lið og sé að flytja.
Og þá spyr ég: Er einhverjum fjölmiðlum treystandi eða er kannski hægt að trúa helmingnum? Og síðast en ekki síst velti ég því fyrir mér hvort ég mundi líka þræta ásökunum um framhjáhald.......
Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2010 kl. 13:08
Það var yndislegt að fá ferskan andblæ í hús í morgun. Knús til ömmusystur
stóra systir (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 00:06
Takk fyrir það "Stóra" Það var líka yndislegt að fá koss frá litlum skæruliða ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 07:33
Ég læt mig hafa það og hætti mér út í djúpu laugina eftir lesefni frá þér mín kæra <3
Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2010 kl. 07:07
Sammála Sigrúnu, myndi örugglega fara alla leið í lauginni til að lesa þig, mér til upplífgunar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:33
Ég væri líka til í köfun til að lesa sögur eftir þig.Góð þjálfun fyrir lungun,en annars vann húsband vil köfun í sjó við íslandsstrendur (og bryggjur) í "denn"svo ég sendi hann á dýpið í versta falli og hann endursegir mér svo lesninguna. Til hamingju með að vera í rithöfundahópnum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 12:35
Skal lesa eftir þig, hvar sem er, líka í kafi ......
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2010 kl. 20:01
PS: Búin að lesa þig alla aftur til desember 2009 til að bæta upp gamla og nýjan trassaskap, gaman hvernig allt er að snúast þér í hag, elsku kellingardollan mín. Meira af þér!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2010 kl. 20:08
Þið eruð krútt!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.2.2010 kl. 21:44
Þú ert gersemi...
Gulli litli, 17.2.2010 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.