Leið fjögur - Hlemmur - Fell.

Ég þurfti að skjótast í höfuðstaðinn í dag. Eða skjótast og skjótast.... maður skýst náttúrulega ekki nokkurn skapaðan hlut í borg óttans. Þar taka hlutirnir alltaf regintíma.

Ég þurfti að fara alla leið út á Granda - og ég er alltaf jafn hissa á að enginn skuli þurfa að vinna í Reykjavík. Þar eru allir úti að keyra og yfirleitt á sömu leið og ég.... - en málið er að ég hef ekki komið út á Granda síðan systir mín var að vinna hjá Kristjáni Skagfjörð, þannig að ég ákvað að taka smá rúnt um Örfirisey og olíutankana.

Þegar ég var alveg að komast út á heimsenda sá ég skilti sem á stóð: Rauði herinn ;) eða eitthvað slíkt og undurveikar bjöllur fóru að óma í hausnum á mér. Ég stoppaði smá stund undir skilti af hundi með ól - þeir eiga greinilega ekkert að vera að spóka sig lausir þarna við sjóinn.... og hugsaði stíft. Snéri við og keyrði aftur, löturhægt,  framhjá húsinu og sá þá annað skilti sem á stóð Dagssetur.... og þá mundi ég hvern ég þekki sem vinnur þar og hjá Rauðu kmerunum, lagði bílnum og fór inn og knúsaði Birnu Dís smá stund. Keypti meira að segja hjá henni blúndu undirpils - enda hef ég alltaf sagt það. Undirpils og kjólar eru stórlega vanmetnar flíkur Tounge

Það var frábært að hitta Birnu og spjalla smástund við hana - jafnvel þótt vinnan hennar hafi stanslaust slitið í sundur hjá okkur........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Vesen þegar fólk er að vinna!

Kærleikskveðjur á þig ... Sko, fyrst hélt ég að þú hefðir ferðast með strætó sbr. Hlemmur-Fell og Leið 4 ... Fjarkinn gekk framhjá Landakotsspítala og að högum ... Oooog hinn uppí fell sem er hluti af borg mikils ótta.

En þú hefðir varla getað bakkað svona fram og til baka á hundlausu svæðinu.

www.zordis.com, 3.2.2010 kl. 23:38

2 identicon

Frábært að hitta þig og missa sig í faðmlögin,ég er ekki alltaf svona glöð að faðma fólk.Ég faðma bara fallegt fólk .Það virðist vera nægur tími fyrir rúntinn í borg óttans.Mig grunar að elliheimilin reki sitt fólk út á rúntinn á Miklubraut og Sæbraut á ákveðnum tíma dags.Við erum góðar saman og erum báðar fan flottustu leynilöggu íslands Hittumst fljótlega,ég fann hlut sem passar vel við gulleldspíturnar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 01:00

3 Smámynd: Ragnheiður

úúúú....ég hefði þurft að hitta ykkur skvísurnar !

Ragnheiður , 5.2.2010 kl. 15:39

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hefði verið frábært Ragga!

Við þurfum að stefna að þannig degi.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 19:03

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og jafnvel Önnu með.....?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.