Söknuður....

Stundum heyri ég lag sem minnir mig á mann með falleg augu og hlýjan faðm. Þetta er eitt af þeim..... 

Stundum sakna ég pabba míns alveg fáránlega. Þá sit ég og skæli - en það breytir engu um það að ég kem ekki til með að fá að knúsa hann oftar.

Ég hef svosem ekki yfir neinu að kvarta. Ég fékk þó að hafa hann í öll þessi ár og hann var besti pabbi sem sögur fara af. 

Ég á systkini sem eru alltaf boðin og búin að eiga með mér stund og aðstoða mig á allan hátt. Hvort sem það er að hjúkra mér eða drekka með mér kaffi og hlusta á sorgir mínar og sigra eða mótmæla með mér á Austurvelli.

Ég á mömmu - sem lánar mér bílinn sinn svo ég þurfi ekki að hjóla hálfa leið til Reykjavíkur í vinnuna í myrkri og kulda, eins og hún orðar það Heart

Það breytir hins vegar engu um það að ég sakna pabba míns stundum svo mikið að ég græt eins og krakki.

Ég treysti því að sjálfsögðu að þið farið ekki með þetta lengra - maður hefur jú orðspors að gæta sem nagli...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þekki þetta svo vel.Yndislegt er að eiga góðar minningar,skældu bara það er bara holt 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:16

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Krútt geturðu verið.

Anna Einarsdóttir, 3.2.2010 kl. 00:40

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Æ snúlleríisdúllan

Við getum verið þakklát sem vorum svo heppin að fæðast hjá góðu fólki.

Marta B Helgadóttir, 3.2.2010 kl. 10:25

4 Smámynd: Garún

Fallegt!

Garún, 3.2.2010 kl. 10:43

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skil þig. Þetta var sungið þegar pabbi minn var jarðaður fyrir 20 árum og enn græt ég.

Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2010 kl. 13:16

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 3.2.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband