Færsluflokkur: Dægurmál

Ókeypisdagurinn.....

.....var aldeilis ekki lagður upp sem slíkur. Ég meina ég fór í hraðbankann og allt og var virkilega tilbúin að borga fyrir allt sem á daga mína drifi........

....en margt fer öðruvísi en ætlað er. 

Safnahelgi á Suðurlandi stendur yfir og við systurnar ásamt mömmu og Heiðdísi lögðum land undir fót og fórum á Eyrarbakka - hvar Heiðdís sýndi okkur hvar hún kom undir ásamt fleiri sögum m.a. að ef ekki hefði verið fyrir komu bretanna hefðu foreldrar hennar ekki haft efni á henni........ Við eigum bretum greinilega ýmislegt að þakka..... Spurning hvort ég fer ekki að skrifa þá með stóru béi?

Við byrjuðum á sightseeing tour í búgarðarbyggðinni og reyndum að skilja af hverju fólk vill búa þarna niðri í örbirgð. Ég áttaði mig þegar við snérum við og snæviþakin fjallasýnin blasti við. Væri nánast tilbúin að fórna öllu mínu sparifé í þetta útsýni............ ætti ég þá eitthvað Tounge

Héldum síðan sem leið lá niður á StokksEyrarbakka, fengum rúgbrauð í Húsinu á Eyrarbakka, kaffi og smákökur hjá Elvari í Hólmaröst ásamt minimálverkum og til að toppa ókeypisdaginn hringdi ákaflega almennileg kona frá blaðinu sem enginn vill viðurkenna að vera áskrifandi að og bauð mér ókeypis áskrift í mánuð. Svei mér þá....... ég var næstum búin að spyrja hana hvernig hún vissi að ókeypisdagurinn væri í dag......

Ókeypisdagurinn hófst annars ósköp venjulega. Ég skokkaði extra stóran hring á golfvellinum með Ljónshjartað mér við hlið - það er svo sjaldan sem maður finnur svona vel fyrir sjálfum sér. Mér fannst ég geta hlaupið nánast á heimsenda án þess að blása úr nös. Kattarósóminn stakk okkur af  en við náðum honum aftur á bakaleiðinni.

Ég get alveg lofað ykkur því að ég var extra ókeypis flott - steingrá í framan - með maska made of Eyjafjallajökull á buxum og brjóstahalda einum fata áður en Ókeypisdagurinn hófst fyrir alvöru...................................

 

 

 

 

 

 

 

 

...hjá mér Tounge

Ef ég bara ætti mynd hand' ykkur Cool


Rautt er litur ástarinnar.

Ég komst, allsendis óvænt, á tónleika með mínum uppáhaldssöngvara í kvöld vegna þess að Heiðdís, vinkona mín, er gvöði sé lof meira fyrir eldri karlmenn en unga og valdi því þá eldri í kvöld LoL

Ég hef sagt ykkur söguna af því þegar ég bjó með Palla? Ég er nánast viss um að ég er eina konan sem hefur búið með honum...... Ef ég hef ekki sagt ykkur söguna hikið þá ekki við að fylla út eyðublað í þríriti við útganginn og ég skal segja ykkur frá því næst þegar ég er í stuði Tounge

....og þegar ég spái í það er Palli líklega eini maðurinn sem ég hef getað búið með... Hvað segir það ykkur um mig?

Ástin er InternationalPáll Óskar geislaði á tónleikunum í kvöld - bókstaflega - bæði útvortis og innvortis. 

Í lok tónleika feyktust yfir mig litlu marglitu miðarnir - hvað heita þeir nú aftur.....? sumir voru meira að segja glimmer...... Ég sver það - þetta var eins og að vera stödd í ævintýri!

Ég fann einn í brjóstahaldaranum á leiðinni heim. Vitaskuld var hann rauður!

Fílgúd Heart

 

 

 

 


Tár og tenór

Þrír tenórar.....Í tilefni gærdagsins setti ég á mig rauðan varalit og fór með mömmu, Möggu og Heiðdísi á Hjaltested/Íslandi tónleika í Þjórsárveri þar sem Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson komu fram ásamt undirleikaranum Ólafi B. Ólafssyni. Algjörlega frábærir tónleikar þar sem tenórinn m.a. fékk tvo aðstoðarmenn á sviðið til sín eins og sjá má. Ég grét af hlátri þegar eldri maðurinn setti sig í stellingar og stal senunni. Veit því miður ekki hvað þeir heita þessir tveir sitt hvoru megin við Stefán en ef einhver kannast við þá má hann gjarna láta mig vita.

Takk fyrir frábært kvöld InLove

 


Hamingjujöfnun!

Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort fólk sé jafn hamingjusamt og ánægt með lífið eins og lesa má út úr facebookstatusum þess......

Einhvern veginn fyllist ég tortryggni þegar allt flóir í facebookarstatusum að hvað lífið sé dásamlegt, fólk svo hamingjusamt og allt eitthvað svo í lukkunnar velstandi. Það er nú meiri endalausa árans hamingjan.

Ég segi fyrir mig að hjá mér snýst lífið þessa dagana, vikurnar og mánuðina um að vakna, vinna, borða, borga skuldir og sofa og ég er orðin bara frekar leið á því!

Mig langar að fara til útlanda! Mig langar að liggja á ströndinni og heyra ölduna gjálfra við fjöruborðið. Fara til Köben, ganga Strikið og hlusta á dani tala saman. Fara út að borða stöku sinnum án þess að þurfa að naga skorpur í viku á eftir. Fara í bíó og jafnvel geta keypt mér skó!!

Og ekki segja mér að ég eigi að vera hamingjusöm með að geta þó borgað skuldir mínar! Ég er búin með þann pakka fyrir þó nokkru síðan!

Kannski ætti ég þó bara að vera þakklát fyrir að mínir vinir eru sælir og glaðir það má Guð vita að ég er orðin lafleið á samsæriskenningum og bölmóði annarra......

Hana nú - þá er það sagt og farið.


Tónafljóð!

Fyrir rúmu ári síðan gekk ég í kór. Það var nú reyndar út af dottlu sem ég ætla ekki að fara að tjá mig um opinberlega. Þessi ákvörðun var átak fyrir mig því þó ég gangi um sísönglandi þá sagði við mig kórstjórnandi þegar ég var níu ára að ég gæti EKKERT sungið og það hefur setið dulítið í mér. Hef samt alveg sungið í kórum síðan þá en tók mér nokkurra ára pásu........

En sumsé... ég gekk í kórinn og hef sungið sleitulaust síðan - jafnt í svefni sem vöku Tounge Stundum hef ég jafnvel sungið alt sóló.....

Í kvöld ætla ég svo að syngja á tónleikum og er farin að hlakka talsvert til.

En þá að allt öðru...... eftir þrjá daga rennur upp 101010 sem er, eins og þið vitið öll, dagurinn sem ég ætla að gifta mig. Ég sá hjá Zordísi að hún og einhverjar kjéllingar voru að snakka um að 50 ára brúðkaupsafmæli væri gullbrauðkaup. Ég sá það strax í hendi mér að ég mundi aldrei ná þeim áfanga svo ég er að hugsa um að skippa brúðgumanum og halda bara veisluna. 

Ég meina hver þarf karlmann þegar allar þessar græjur fást W00t


Haust

Ég fór út að skokka í ljósaskiptunum. Ljónshjartað, Hrekkjusvínið og Grámann í Garðshorni komu með. Sá gæsir æfa oddaflug. Þær voru að vísu aðeins tvær og flugu því í hringi......

Það lá einhver spenna í loftinu. Hundarnir voru alltaf að stoppa, hnusa út í loftið og bofsa.... Grámann lét sig hverfa fljótlega enda fer hann algjörlega sínar eigin leiðir. Ég fikraði mig yfir skurðinn, það var talsvert vatn í honum, og skokkaði áfram út´á velli.  Á ánni kvörtuðu endur og álftir sáran - ég áttaði mig ekki alveg á hverju, fyrr en ég heyrði skot í fjarzka og skildi snögglega af hverju spennan í umhverfinu stafaði.

Gæsaveiðitímabilið er líklega hafið.........

Sjúkkett að ég komst óveidd heim Sideways


Loksins, loksins....

...get ég notað hugarorkuna eftir margra ára þjálfun!

Þetta uppgötvaði ég í morgun þar sem ég sat frammi á biðstofu læknisins og stelpan sem var á undan mér kom fram aftur og sagði mér að ég væri næst inn. Ég horfði á hana smá stund og sagði svo - í anda uppáhaldsfrænku minnar - en ég vil það ekki.......

Í þeim orðum töluðum lokaðist hurðin inn ganginn aftur og ég komst ekki inn til læknisins. Segiði svo að máttur andans yfir efninu virki ekki..... W00t

Nú er alls ekki eins og þetta sé eitthvað persónulegt gagnvart lækninum, sem er alls ekki svo slæmur - þetta segi ég bara ef vera skyldi að hann rækist hér inn Tounge heldur vegna þess að ég var á leið í sprautu inn til hans. Ég og sprautur erum engir sérstakir vinir og ég er ekki frá því að þessi hafi verið ein sú versta só far.

Hann sagði mér að ástæða þess að hann notaði allt of stóra sprautu og ryðgaða í þokkabót væri alls ekki sú að hann vildi það endilega heldur væri honum uppálagt að spara....  

Ég spurði hann hvort þetta virkaði ekki örugglega. Hann vildi lítið gefa út á það en fullvissaði mig hinsvegar um að á morgun mundi ég vakna með ávísun á launahækkun, þriggja daga skeggrót og yrði flutt beint í bassann í kirkjukórnum. Hann væri nefnilega að sprauta mig með sterum!

Ég bað hann svo að hnykkja mig áður en ég færi og hann kallaði mig masókista á meðan það brakaði í öllum beinum í bakinu á mér.

Góður læknir - Ég er ánægð með hann Happy


Dömukvöld eru frábær kvöld

Ég fór með þá félagana, Ljónshjartað og kisustrák í félaginu kúkur og piss út að ganga í morgun, setti svo á mig maska gerðan úr ösku Eyjafjallajökuls á andlitinu, drakk engiferleyndarmál og hugsaði um hvað dömukvöldið í gær var gott.

body balance á dömukvöldiÞessi dömukvöld urðu til fyrir algjöra tilviljun - ef maður vill trúa því að tilviljanir séu til.... Þannig var að ég ákvað - eitt föstudagskvöld í sumar að hafa kósíkvöld - þrátt fyrir að vera bara ein heima. Elda góðan mat og fá mér hvítvín með. Á meðan ég var að elda hringdi vinkona mín til að láta vita að hún væri komin heim úr langri útlegð og ég bauð henni að koma og borða með mér. Stuttu síðar hringdi önnur vinkona mín - sem svo skemmtilega vill til að er einnig systir mín InLove og ég bauð henni líka í mat. Einhver - ég nefni engin nöfn, en fyrsti stafurinn er Heiðdís :) - kom svo með þessa snilldarhugmynd seinna um kvöldið - að við mundum endurtaka þetta einu sinni í mánuði og ég er ekki frá því að þetta sé einhver bezta hugmynd sem sú kjéddling hefur fengið.

Magga eldaði frábært grænmetislasagne í gær og svo sátum við lengi frameftir og spjölluðum þrjár saman.

Takk fyrir frábært kvöld InLove

 


Við skulum róa sjóinn á....

Eins og þið vitið - allavega þið ykkar sem fylgist með - fór ég til læknis fyrir um það bil viku síðan. Hann kenndi mér að teygja á hendinni og öxlinni og sagði mér að hafa samband við sig eftir viku - tíu daga ef ég ekki yrði orðin góð, þá yrði hann að sprauta mig... ég er ekki frá því að ég hafi séð tilhlökkunarglampa  í augum....

Allavega þá hef ég teygt samviskusamlega svo vel á hægri hendinni að ég er ekki frá því að vinstri fóturinn sé orðinn ívíð lengri en sá hægri - enda sjáðu til, hentar það ágætlega sem future Frú House að ég stingi við - en hendin lagast hægt. Ég hef ákveðið að gefa henni viku í viðbót áður en ég meila á hann sprautu sos.

Fj.... fjarri mér  að ég láti það eftir honum baráttulaust að sprauta mig... ég væri hinsvegar til viðræðu um meira hnykk á bak ef hann endilega vill Tounge

Annars var ég að koma úr frábæru dömuboði í kvöld. Heiðdís vinkona mín fékk nefnilega alveg frábæra hugmynd í júlí sl. sem ég nenni nú ekkert sérstaklega að segja ykkur frá en hefur þær ánægjulegu afleiðingar að við hittumst þrjár saman einu sinni í mánuði og eigum ánægjulega kvöldstund yfir mat og drykk.  Ég get sagt ykkur það svona í trúnaði að þar kvikna ýmsar hugmyndir....

Ójá Joyful


Kona fer til læknis!

Ég náði í lækni í dag og fékk tíma hjá honum líka!!

Ég mætti - móð og rjóð enda alls ekki vön því að fá tíma strax þegar læknir hringir og komst inn strax. Læknirinn söng fyrir mig jólalög á leiðinni inn á stofuna til hans þar sem hann sagði mér að fara úr að ofan W00t

Ég fylltist strax grunsemdum - allir eins þessir strákar, sjáðu til - en hlýddi samt. Því næst sagði hann mér að leggjast á magann á bekkinn, ég hlýddi aftur enda læknirinn ekkert ómyndarlegur og haltur í þokkabót, dulítið eins og dr. House og ég þar á ofan orðin svolítið spennt W00t

Næsta sem ég vissi var að hann ýtti af öllum mætti  með báðum höndum á rifbeinin á mér svo brakaði og brast í. Ég gargaði á hann hreint ekkert dömulega en hann kippti sér ekkert upp við það og sagði mér, um leið og hann hnykkti aftur á mér, að þetta væri innifalið í verðinu W00t 

Hann spurði mig hvað ég ætti gömul börn og ég var viss um, á meðan ég reyndi að muna eftir börnunum mínum og hvort ég ætti einhver yfirhöfuð, að undirkjóllinn hefði gert útslagið og hann væri farinn að spá í hjónaband og kvöldskóla Happy

Skrambi góður læknir þótt ástæðan fyrir barnaspurningunni hafi verið allt önnur en ég taldi Sideways

Já og bæ þe vei - hafiði lesið bókina Kona fer til læknis? Ef ekki þá legg ég til að þið gerið það. Þrusugóð bók!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.