Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Réttir!!

Picture 295  Fór í réttir í morgun. Magga hringdi í mig í gærkvöldi og spurði hvort við ættum ekki að skella okkur og þar sem ég læt ekkert tækifæri ónotað til að kíkja á sæta stráka var ég að sjálfsögðu meira en tilbúin..... Tounge Við fórum að sjálfsögðu í Reykjaréttir á Skeiðum, þar sem Skeiða- og Flóamenn eiga sitt fé, paufuðumst upp á réttarvegginn, sem maður flaug uppá í gamla daga, og fikruðum okkur yfir í almenninginn. Stukkum svo þar niður eins og hver annar meðalbóndi LoL 

Hrikalega mikil rigning sem á tímabili breyttist í slyddu með tilheyrandi kólnun og nóg var nú kalt fyrir - trúðu mér! Einn sem ég hitti var voða feginn að það var hætt að rigna......... Hann sagði líka að hann ætti bara neikvætt eigið fé.......

Picture 300 Picture 301 Picture 299

Við Magga skunduðum inn í bíl þegar við nálguðumst alkul, sælar og hamingjusamar að þurfa ekki að reka safnið heim. Ég er ekki frá því að við höfuð sloppið naumlega við kalbletti...........

Takk Magga fyrir góðan dag.

 


Íhugun

Ég er umhverfisvæn!

Ég hjóla, ég geng, ég þvæ fullar vélar, ég nota lítið þvottaefni, ég nota engin mýkingarefni - enda töffari Tounge Ég fer með dagblöð í blaðagáma, ég læt ekki vatn renna, ég slekk ljós í ónotuðu rými, ég brúka ekki eiturefni, ekki einu sinni bana........   01

Hinsvegar kemur ekki til mála að ég taki þátt í þessari erkivitleysu sem kölluð er kolefnisjöfnun!!! 01 Ætli það sé í lagi að ég fleygi dekkjum út í móa og gróðursetji bara eins og fjögur tré í 01staðinn? Og skilji svo bara bílhræið eftir næst og gróðurset tvö tré og vona að skógurinn hylji ruslið? Bull og vitleysa - eða bullshit eins og ég mundi segja á frummálinu! Mér finnst eins og verið sé að klóra í bakkann með þessu. Eins og að setja á mig ilmvatn og sleppa baðinu!!Er í lagi að vera umhverfissóði ef ég gróðurset tré í staðinn! Hversu mörg tré þarf að gróðursetja fyrir eitt álver?

Ég vil ekki skóg! Ég vil víðsýni!

Love and peace


Allt í hund og kött...

Fór út í garð með stubbaling, hann þurfti að gera þarfir sínar og gerir það bara í fylgd með fullorðnum Tounge

Í kjallaranum búa tvær kisur, sem voru úti í garði að "leika" sér við flugurnar þegar við komum út.

Högninn lét sem við værum ekki til og hélt áfram að veiða mýflugur af miklum móð, læðan hinsvegar lagðist á magann, skreið nær og sveiflaði rófunni.... 01

...þegar labbakútur sá kisurnar, steingleymdi hann að ferðin var farin til að míga og lagðist á magann og sveiflaði skottinu.....

Þarna lágu þau tvö, bæði á maganum með rófur á lofti, en í sitt hvorum tilganginum! Hann til að sýna henni að hann væri algjörlega hættulaus og vildi bara leika, hún til að veiða - Hann talaði austur og hún vestur.

 Enda fóru leikar svo að hún stökk og lokigettu hvað - ? Hann varð hræddur.........

Litla ljónshjartað


showoff

Við labbakútur vorum að spá í að fara....

....en svo ákváðum við að leyfa hinum að njóta sín! Í þetta sinn.

Okkar tími mun koma LoL


mbl.is Yfir sex hundruð hundar til sýnis í Reiðhöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.