Færsluflokkur: Veikindi

Ráð við valkvíða og annað smálegt

Dreif mig í vinnu í morgun. Ef það er eitthvað sem getur komið konu til heilsu þá er það sjónvarpsdagsskráin........... Drottinn minn sæll og dýri hvað hún er leiðinleg!!

01 Komst að því þessa daga sem ég var heima, og gat hugsað óáreitt, að það er gott fyrir fólk með valkvíða að æfa sig á að fara á Subway eða Quiznos. Þar eru endalausir möguleikar. Val á val ofan. Hvernig álegg viltu, hvernig grænmeti, viltu hafa hana litla eða stóra..... grillaða eða hitaða..... hvernig brauð langar þig í, hvaða sósu og síðast en ekkis síst - salt og pipar!! Það getur ráðið úrslitum fyrir fólk með kvíðaröskun að komast að einhverri niðurstöðu um það.

Velti líka fyrir mér pikköpplínum. Hvernig líst ykkur á þessa? "Viltu koma með mér á dansnámskeið?" sagt með léttu ívafi af daðri........

Rak svo augun í það einhvern daginn að moggablogg hefur sett limit á aukaflokka bloggara. Alltaf sama forræðishyggjan þar. Örugglega allt Jenný að kenna, sem slettir aukaflokkum eins og þeir séu bráðinn sykur á súkkulaðiköku!!! LoL

Segið svo að það sé ekki gott að vera heima og hugsa öðruhverju!

Tounge


Dagur tvö.....

.....enn veik. Fór ekkert í vinnuna í dag! Nenni ekki að sitja þar raddlaus með tár á hvarmi......

Svei því hvað mér leiðist!! Sjónvarpsdagskráin gæti drepið mann úr leiðindum, hvað þá konu sem er veik fyrir......... Er að bíða eftir að dr. Phil byrji. Spáið í það!!!!

Sendi danskinum mynd af mér úr hlaupinu, aðeins að monta mig, hann svaraði m.a.: Du ser da ufattelig frisk ud....." sem gæti útlagst eitthvað á þessa leið: "Þú lítur frísklega út og virkar alls ekki feit......"

marathon

Tounge


Veikindi og video

01 Ég er veik í dag, fór ekki einu sinni í vinnuna. Ákvað að vera heima og hósta í einrúmi......

Tók mér sumarfrí á mánudaginn. Fann svo aðfaranótt þriðjudagsins að í mig var að hellast hálsbólga og hiti en ákvað að fara samt í vinnuna - sem betur fer - því sæti bílstjórinn minn kom, örugglega bara til að sjá mig...... hefur sjálfsagt frétt af hinum fallega hlaupastíl og nýju klippingunni. Gúd njúvs travel fast. Ekki satt? Tounge

Var að horfa á What the bleep do I know - loksins. Margt þar..... Sérstaklega var ég heilluð af dr. Emoto og vatninu hans, enda er ég hafmeyja í álögum!

Er að spá í að leggja mig..... eða lesa...... eða bæði!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.