Færsluflokkur: Launráð og fyrirsát

Árás skordýranna

01 Í allt sumar hef ég leyft kóngurló að spinna vef sinn í einu horninu í útidyragættinni hjá mér. Ég hef beygt mig framhjá honum, á ferðum mínum út og inn, til að eyðilegga hann ekki. Ég hef dáðst að honum í rigningu þegar hann glitrar allur og tindrar og á móti hefur hún lofað að halda flugunum í skefjum í mínu húsi.....

Í hádeginu kom ég heim til að heilsa upp á litla kút, (les. hleypa honum út að pissa og kjassa hann aðeins í leiðinni) opnaði  hurðina og BAMM kóngurlóin gerði árás!!! Hún var þá komin inn, einhverra hluta vegna, og hafði legið í leyni í loftinu og beðið átekta..... Ég sá hana útundan mér þar sem hún sveif á mig og spýtti um leið vef - ætlaði örugglega að binda mig og ná yfirráðum í húsinu.01

 Ég beygði mig snarlega og öskraði snöfurmannlega um leið og ég greip kústinn og sópaði henni út fyrir. Í hefndarskyni eyðilagði ég vefinn hennar!! Þegar ég var búin að jafna mig fór ég út í garð með labbakút og sá þá hvar flokkur býflugna hvarf í skipulagðri röð undir tröppurnar.  Þá var mér nú allri lokið.....

01 Ákvað svo, á meðan hundurinn valdi sér stað af kostgæfni til að míga, að taka bara Pollýönnu á þetta og vera ánægð með að þetta voru ekki geitungar Tounge Hunsaði kóngurlóna algjörlega á leið minni inn aftur þar sem hún lá á tröppunum, þóttist vera dauð og beið færis.

Þegar ég kom svo heim áðan sá ég að hún var búin að færa sig...

...úr gættinni hjá mér yfir á dyrapallinn.....

Ég gaf henni ekki hýrt auga á leið minni inn.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.