Morgunleikfimi.....

Ég stillti útvarpið á rás eitt um daginn - sorrí Markús.......... Þegar ég var búin að sitja í rúma tvo tíma við skjáinn brast á morgunleikfimi í útvarpinu!

Ég tók skyndiákvörðun og stóð upp til að vera með og Drottinn Minn Sæll og Dýri!! Ekkert smá erfið leikfimi. Það átti að standa á hægri fæti og lyfta vinstri fæti upp. Lyfta sér síðan á tær og niður aftur - lyfta síðan tánum þannig að maður stóð á hælnum á Einari........;) Ég pusaði og tinaði fram og til baka - þetta er nú einu sinni leikfimi fyrir eldri borgara.........

Eitt er á hreinu - ég er hrikalega fegin að hafa þó þessi ár til að æfa mig....... Joyful


Ljúf sem lamb.....

Ég gekk upp með á með Ljónshjartað - sem þessa dagana er eins og hugur manns! Ég er jafnvel að velta því fyrir mér hvort einhver hafi skipt á honum og öðrum úr álfaheimi - svona svipað og gert var með börnin í gamla daga........ nema með öfugum formerkjum Tounge Allavega sem við gengum þarna upp með á mætti ég krókódíl!! Ég hrökk í kút og hugsaði með mér: ÓMÆ!! Hvað verður næst? Mannætufiskar? Þegar ég athugaði málið nánar sá ég að vitaskuld var þetta ekki krókódíll heldur andamamma með ungana sína......... Þannig að mjög líklega verð ég svikin um mannætufiskana ef ég þekki þessar ungamömmur rétt GetLost

Annars var þetta alls ekki það sem ég ætlaði að tala um! Ég ætlaði að segja frá því þegar ég, "í gamla daga" tók strætó.

Þannig var að ég var nýflutt í bæinn og var að fara einhver fjárann sem ég man nú ekki lengur, örugglega í atvinnuviðtal........ Þetta var áður en strætóbílstjórinn á fjarkanum varð vinur minn og hinkraði þegar hann sá mig koma á handahlaupum út úr blokkinni á morgnana.

Ég átti forláta hermannafrakka - grænan - sem ég hafði keypt í búðinni sem var á horninu á Vesturgötu og einhverri annarri götu! Ég var ábyggilega afar uppreisnarleg á þessum árum þó ég hafi þá - eins og nú - verið ljúf sem lamb! Cool

Enívei - ég tók strætó - rataði ekki rassgat í Reykjavík og vissi ekkert hvert þessi strætó var að fara. Sat samt hin rólegasta í mínum hermannafrakka og mændi út um gluggann hvort umhverfið færi nú ekki að verða kunnuglegt....... Allt í einu stoppaði strætó, langt úti á Nesi, bílstjórinn stökk út og lokaði hurðinni á eftir sér. Hann var sumsé kominn að endajöfnunarstöð! Muniði eftir þeim? Ég sat alein inni í strætó ásamt gömlum manni sem sat aftarlega og var örugglega bara að drepa tímann!! Nú voru góð ráð dýr! Hvað átti ég til bragðs að taka?

Veistu hvað ég gerði?

Ég stakk hendinn í vasann á mínum forláta hermannafrakka, tók upp sígarettupakka, hristi eina fram og kveikti í! Gamli maðurinn jarmaði eitthvað aftast - en ég hvessti á hann augun! Setti upp svokallaðan sítrónusvip.....  og hann þagnaði!

Vitaskuld var bannað að reykja í strætó! En ég vissi það ekki............. Tounge

Vinnuna fékk ég samt og vann þar í mörg ár! Enda var þetta fyrir þá tíma þegar fólk var rekið fyrir blogg Joyful


Á skjálftaslóð

Ég vaknaði hressilega í morgun!

Hér nötraði allt og skalf af því sem kallaðir eru eftirskjálftar og hefur skolfið reglulega síðan af því sem eru þá líklega fleiri eftirskjálftar..........! Hins vegar þykir það nú ekki fréttnæmt - enda allt með eðlilegum hætti í höfuðborginni Pinch  Ég reyndi ekki einu sinni að kveikja á rás eitt - þið munið öryggismiðlinum sem ég borga skylduáskriftina af vegna þess að hann ætlar að halda mér svo upplýstri á ögurstundum!! Ég get sagt ykkur það að mér finnst ég miklu öruggari með vængjavespre heldur en rás eitt! Þau halda þó þegar ég míg undir - allavega ef eitthvað er að marka auglýsinguna Tounge

Annars sá ég á netinu að þeir vöknuðu líka hressilega í morgun í Japan! Ábyggilega eftirskjálfti þar líka............Whistling


Ég er nörd......

"Úr handraðanum

Flestir munu þekkja sögnina dufla við e-n (‘daðra við e-n, gefa e-m undir fótinn’) en sú merking mun vera frá 19. öld. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er að finna dæmin dufla við stelpur og ... dufla og dansa fram á nótt.

Í eldra máli merkir sögnin að dufla (dubla) ‘tvöfalda’, sbr. sögnina dobla (einnig redobla) í nútímamáli, og er hún oft notuð um teningakast, fjárhættuspil, t.d.: dufla með teningum og dufla um peninga en hvort tveggja er gamalt í íslensku.

Það sem um var duflað var lagt við borð > ‘lagt undir’ og er svipað orðafar að finna í fornu máli. Í Jónsbók (lögbók Íslendinga frá 1281) er lagt bann við fjárhættuspili, dufli, en þar segir: Ef menn dufla eða kasta teningum um peninga, sé uppnæmt konungs umboðsmanni allt það er á borði/við borð liggur.

Þessa afstöðu er víða að finna, til gamans má tilgreina dæmi frá 16. öld.: Í þeirri borg ... var einn mjög ósálugur (‘ófrómur, illur’) maður sá er mjög lagðist [í] dufl og önnur ónytsamleg spil og töfl um peninga. Af þessum dæmum má ljóst vera að duflarar hafa þótt vafasamir náungar, hálfgerðir ‘bögubósar’, og iðja þeirra (dufl) lítt til eftirbreytni. Þessi neikvæða hlið á duflinu, öllu heldur hin neikvæða merking, færist síðan yfir á annars konar iðju eða fyrirtæki, sem ekki hefur heldur þótt til fyrirmyndar, og það er þessi merking og notkun sagnarinnar sem flestir þekkja núna.

Morgunblaðið, 6. september 2003"

Svona greinum hef ég gaman af............ Elska íslenskt mál - sakna mest þáttarins sem voru hér á öldum áður á RÚV. "............. þættinum hefur borist bréf frá húsmóður að austan. Hún spyr hvort einhver kannist við orðið..............." Játa það fyrir þér hér og nú - get alveg legið yfir svona pistlum og velt því fyrir mér hvort merkingin eins og til dæmis í sögninni "að dufla" hafi nokkuð breyst í sjálfu sér...  Þarna segir að í eldra máli merki sögnin að dobbla og þá átt við í peningaspili - sem var að sjálfsögðu bannað - þá eins og nú...... en ef þú spáir í merkinguna að dufla.......... Er það þá ekki að leggja allt undir? Að reyna að tvöfalda sig? Gera einn að pari með því að daðra svolítið og sjá hvað kemur út úr því?
 
Que?
 
Ég þurfti að skreppa úr þjónustuhöfninni Selfoss í Vöruhótel í Sundahöfn - var að spá í ef ég loggaði mig inn sem númer hvort ég gæti lagt mig í einhverjum rekkanum þar til morguns...... Tounge
 
Skrapp svo í einn kaffibolla til Eyglóar áður en ég hélt heim á leið á ný - enda yfir fjallveg að fara. Og þokan sem ég lenti í maður lifandi........ Ég var allt í einu orðin aðalpersónan og eini leikandinn í: "Lítil stúlka á heiðinni........."
 
Hvert sækir maður listamannalaunin? Heart

Ég er svöööööng......

Mig langar ekki lengur að borða bara AB mjólk! Ferlega er ég orðin þreytt á AB mjólk.... Mig langar í djúsí steikur, franskar kartöflur, salat!! Eitthvað sem bragð er að!! En AB mjólk er það eina sem kemst ofan í mig Pinch

Ég hringdi upp á heilsugæslu í morgun og spurði hvort það væri laus tími hjá einhverjum lækni! Já - sagði konan á símanum komdu eftir tuttugu mínútur! Ég varð svo hissa að ég missti næstum málið....  aftur Tounge Fór svo og hitti lækninn - eða drenginn. Var frekar fegin að eiga tíma fyrir hádegi hjá honum  til þess að þurfa ekki að spilla hádegislúrnum hans Wink Hann vildi skoða hálsinn og spjalla voða mikið! Ég hins vegar sat hin þrjózkulegasta og harðneitaði að opna munninn. Þegar við svo að lokum náðum málamiðlun úrskurðaði hann mig með streptococcasýkingu og sendi mig heim með undrapillur sem eiga að lækna mig á millimetra úr sekúndu. Hann virtist voða feginn þegar ég fór að hann þurfti ekki að taka á móti mér seinni partinn til að spilla nú ekki miðdegislúrnum mínum........Cool

Í öllu þessu málleysi höfum við Stúfur Stubbalings komið okkur upp okkar eigin máli - tákn með hljóðum - kalla ég það. "Klapp klapp - þýðir: komdu hér. Klapp klapp klapp - þýðir: Koma hér strax. Ef ég spretti fingrum fer hann þá leið sem ég bendi honum - og ein hendi - þýðir: ekki bannað innan tólf heldur, bíddu!" Hann verður orðinn hlýðnasti hundurinn í hverfinu þegar og ef ég næ heilsu á ný Wink

Ég er að lesa alveg fantagóða bók svona þessar fáu stundir sem ég næ að halda mér vakandi.... hún heitir Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd. Mæli með henni! Hún leiðir mig svo áreynslulaust í gengum heim fullan af hatri og ofbeldi á meðan hún veitir einnig innsýn inn í aðra veröld svo miklu - miklu ljúfari..... með fróðleiksmolum um býflugnarækt inn á milli.

Mig langar svooooooo í eitthvað gott að borða.......... 


Þeir hringdu í morgun.....

Ég vaknaði í nótt og var algjörlega sannfærð um að ég væri orðin háð verkjatöflum! Sá fram á að ég þyrfti í framtíðinni að dvelja langtímum saman á stofnunum í köflóttum sloppi og á hræðilegu fæði, til að reyna að venja mig af þessum óþverra! Smátt og smátt tækist mér að vinna bug á fíkninni og myndi í framtíðinni blogga um litlu sigrana.............og þátt köflóttu sloppanna Sideways

Ég hef það mér til afsökunar að ég er búin að vera fárveik. Svo veik að ég hef gengið með veggjum og ekki verið rólfær! Þó náði ég ekki svo miklu óráði að ég skrifaði bók, þýddi hana og staðfærði bæði yfir á dönsku og ensku...........Joyful eins og hér um árið þegar ég fékk lungnabólguna og þegar ég loksins fékk mátt til að hringja í lækni þá sagði hann: Jáááá komdu eftir þrjá daga ef þú verður ekki orðin betri.....!! Pinch

Ég kem ekki upp orði og hef hvorki getað sett ofan í mig vott né þurrt síðan á sunnudag! Þetta endar með því að ég verð há og grönn........ Ég hef lært það í þessum veikindum að ég er efnilegt Bíafrabarn - þau borða ekki nema einu sinni í viku - eða það var mér allavega sagt hér á árum áður og þau borða víst allan fjáran líka - eða svo var manni sagt......... ég væri hins vegar minna efnileg vændiskona - eða gleðikona eins og ég kýs að kalla þær! Get nefnilega ekki kyngt Tounge

En - það sem ég ætla að fá einkaleyfi á núna eru verkjatöflur sem innihalda næringu! Sjáiði fyrir ykkur apótekin full af Panódil, Parkodin, Panodil Brus og Magnyl með alls bragðlýsingum? Svo þegar maður kemur, fárveikur og segist ætla að fá verkjatöflur - þá spyr afgreiðsludaman: Já viltu, panodil, parkodin, panodil brus eða magnyl? Og maður stynur upp: Bara Parkodin!  Þá spyr hún áfram: Já viltu með spaghetti bolougnes, tómatsúpu, hamborgara eða súkkulaði? Og ég vel spaghetti. Þá spyr hún: viltu með eða án parmasen?

Spáið í það að vera veikur í apótekinu með valkvíða í ofanálag? Joyful Þetta getur þjálfað upp svo margt hjá manni í leiðinni! Þolinmæði til dæmis...........

Hvernig verkjatöflubragð mætti bjóða þér? 

 


Sá ég spóa suðr´í Flóa......

Dagurinn er búinn að vera ótrúlega góður!

Byrjaði á að hitta Gunna Palla kokk í sundi. Hann er jafnskemmtilegur læf og hann er í bloggheimum. Hitti líka Sól dóttur hans, hún er glettilega lík mömmu sinni. 

Þegar ég var svo nýkomin heim úr hádegismat - já, maður verður nú að taka mat um helgar líka..... var bankað á dyrnar hjá mér og úti stóð maður sem hafði áhuga á "kraminu" í gamla oldsmobílnum sem ég leyfði syni mínum og vini hans að geyma í hlaðinu hjá mér........ Þar sem ég hafði ekki grænan grun um hvað maðurinn var að tala, hóaði ég í dúlludúskinn og upphófust samræður úti á stétt sem ég hafi minna en ekkert vit á. Um V6 - sem ég hélt nú bara að væri tyggjó Woundering og V8 - gangverk, beina innspýtingu og fleira í þeim dúr. Ég leyfði þeim bara að spjalla saman strákunum. Það kom svo upp úr kafinu að þessi maður var, ásamt vini sínum á fornbílasýningunni sem stendur yfir hér í bæ - hafði rekið augun í Ollann og vildi athuga hvort hann væri falur. Hann vantaði nefnilega varahluti í bíl sem hann var að gera upp.

Þeir voru svo nýfarnir þegar Sigrún renndi í hlað með forláta sítrónupressu! Síðan hef ég drukkið sítrónu- og appelsínu safa til skiptis og set klaka útí til hátíðarbrigða Wink Takk Sigrún - enn og aftur! Ég mæli með þessari græju! Hún er meiriháttar.......... Þarna er ég vitaskuld að tala um Sigrúnu Tounge

Ég var enn að horfa á eftir dekkjunum á bílnum hennar þegar síminn hringdi og mér var boðið í bíltúr um efri hluta Flóahrepps. Sem ég þáði Smile

Var svo rétt nýkomin heim aftur þegar Magga hringdi og vildi að við drifum okkur í gönguna sem hún var að plana. Sem við og gerðum. 

Meiri háttar gönguferð -  eða eftirlitsferð með vatnsbólum eins og við kusum að kalla hana. Við gengum fram á ísbjarnarskít, sáum glitta í eitthvað hvítt í fjarlægð sem hreyfði sig þunglamalega og reisti sig upp á afturfæturnar. Við vorum búnar að spana hvor aðra svo upp í svokallaðan ísbjarnaræsing að þegar hrossastóð birtist allt í einu á hæðinni fyrir ofan okkur - eða ok hólnum - það er voða lítið af hæðum í Flóanum...... vorum við sannfærðar um að þarna væri ísbjörn á ferðinni og létum okkur detta fagmannlega á milli þúfna og vonuðum að ekki væri langt í næstu refaskyttu W00t

Picture 394Það er falleg fjallasýn í Flóanum. Ég sá líka til Vestmannaeyja þar sem Hallgerður eldaði humar af miklum móð um borð í Golunni. Myndavélin vildi bara ekki taka mynd af því en ég veifaði henni þar sem við áðum við Skotmannahól. Hvar sagan segir að maður nokkur hafi skotið ör inn fyrir landamerki Vælugerðis og með þeirri bogfimi bjargað lífi einhverra ættingja sinna..... Ég segi nú bara: Höfðu þessir menn ekkert að gera?? Eltandi hvorn annan í löggu og bófa um þúfur og mela!!

Það eru skemmtileg örnefni þarna í Flóanum og mikil saga á bak við þau. Þar er Skotmannahóll, Orustudalur, Mannabeinamelur - sem, eins og nafnið gefur til kynna á afar sorglega sögu um systkini sem sökuð voru um að sofa saman og voru tekin þar af lífi. Beinin þeirra blésu svo upp þarna fyrir einhverjum árum - enda segir sagan að bein þeirra sem teknir eru saklausir af lífi komi upp aftur.................

Það er frábært að ganga svona í náttúrunni, ekki svo fjarri mannabyggðum en þó algjörlega út af fyrir sig. Hlusta á lóuna, spóann og rjúpuna. Hvíla hugann, spjalla um heima og geima eða bara rölta eftir slóðinni og hlusta á náttúruna!

Yndislegt InLove


Einkamál.is

Ef þið ættuð að skrifa prófæl um...... mig á einkamál.is hvernig mundi hann þá hljóma? En ef hann væri um ykkur? Tounge

Ég ætla að taka stikkprufur á ykkur.......

Jenný Anna! Fyndin, sexý rödd, greindarvísitala vel yfir stofuhita, stórreykingamanneskja. Áhugamál: Bækur og pólitík.

Fanney! Fyndin, yndisleg, falleg og gáfuð, finnst gaman að dansa og að lífinu almennt. Áhugamál: Hreyfing, útivist og karlmenn! 

Marta! Fyndin, gáfuð, sjarmerandi, listhneigð. Áhugamál: Ferðalög og útivist, ásamt lestri góða bóka og listsýningar.

Cesil! Dulúðug, einstaklega falleg augu, góð persóna. Áhugamál: Garðyrkja, börn og bæta heiminn! 

Sigrún! Falleg, mannbætandi, barngóð og elskar mannkynið! Er svo vel gift að hún færi aldrei inn á einkamál.is Heart

Guðný Anna! Gáfuð, sérstakur húmor, listhneigð. Áhugamál! Kaffihús og bókalestur.

Zordis! Listhneigð, falleg, fyndin, skáldleg mannelskandi og með góða nærveru. 

Huld! Smart, dugleg, full af eldmóð. Lætur engan segja sér hvað hún á að gera eða hvar hún á að vera og mundi þess vegna aldrei ganga út á einkamál.is (ekki að einhver geri það.....) W00t

Heiða! Falleg, fyndin, orðheppin, viðkvæm en þó ekki!

Dúa! Fyndin, gáfuð, hryssingsleg, feimin en ófeimin að láta allt flakka, viðkvæm, auðvelt að elska hana W00t

Ragga! Stórbrotin persóna, gáfuð, fyndin, yndisleg og færi aldrei inn á einkamál.is Heart

Anna! Margbrotin persóna, sem heillar alla, fyndin, gáfuð, falleg. Áhugamál: Hestar, bridge, skák og vín Wink

Solla! Fyndin, gleðikona? nei nei svona segir maður ekki! Síst af öllu þarna inni..... Sér spaugilegu hliðina á málum, falleg, gáfuð. Áhugamál: Unglingar og velferð þeirra.

Steina! Mannbætandi, elskurík, listhneigð, skapstór og falleg. Áhugamál: Dýr og að gera heiminn að betri stað að búa í.

Hallgerður! Fyndin, falleg, orðheppin, fljótfær. Kann skemmtilegar sögur. Áhugamál: Siglingar, lestur góðra bóka og mannrækt.

Helga Guðrún! Falleg, fyndin, fljótfær, afgerandi. Áhugamál: tónlist og karlmenn Wink

Rebby! Dugmikil, gáfuð, fyndin. Áhugamál: Daður, börn og bíómyndir. 

Dísa Dóra! Aðdáunarverð, fyndin, gáfuð. Áhugamál: Að hjálpa þeim sem hafa orðið undir í lífinu, börn og félagsstörf.

Katla! Viðkvæm, falleg, fyndin. Áhugamál: Dýr og börn.

Svana! Falleg augu, fallegt bros, skemmtileg. Áhugamál: Allt sem bætir mannfólkið og heiminn sem það býr í og garðyrkja. 

Jahá! Þið eruð svona fallegar og fágaðar upp til hópa! Nú held ég að ég fari að fleygja mér undir rúm. Þar sem skjólið er. Þetta er búinn að vera langur og strangur dagur og ég þarf að vakna snemma í fyrramálið.

Góða nótt!

 


Föstudagskvöld.......

....rauðvín í glasi, afgangar í matinn og afslöppun í gangi! Stefnir í dásamlega helgi!

Búin að fara út að skokka og stóð mig bara nokkuð vel í þetta sinn. Já - Eydís, ég skokkaði miklu meira núna en um daginn Whistling Lengri spöla eða segir maður speli? Gosh nú þarf ég að gúggla þetta - hér er spölur um spöl frá speli til spalar? Hér eru spölar um speli frá spölum til spala? Erfitt orð......... Spurning um að nota bara eitthvað annað..........? Ég fór allavega hraðar yfir núna en þegar ég mætti Eydísi um daginn og nennti þessu engan veginn! Sáuð þið hvað ég fór smúþþ út úr þessu? Tounge

Ég ætla að hitta Gunna Palla kokk í sundi - ætli það flokkist undir playdate? LoL Vitaskuld er ég að djóka Steina...... Heart Vona að hann verði með Sólina með sér Wink Svo ætlar Sigrún að reyna að koma við hjá mér - jafnvel þótt henni sé sagt að ég sé ávanabindandi! Ætli það sé þá svona þríhyrningur á mér einhversstaðar? Þið vitið.... bannað að keyra ökutæki og önnur tæki sem krefjast fullrar athygli eftir neyslu....... LoL Síðast en ekki síst ætlum við Magga að reyna að komast í göngu um helgina og ef ég þekki okkur rétt þá tekst það! Svo ætlaði ég að reyna að slá heimatúnið, klippa hekkið á Suðurtúninu og taka til heima hjá mér.... Spurning um að aflýsa afslöppuninni sem ég talaði um í upphafi og byrja á einhverju af þessu......... eða ekki!! Tounge Aflýsi frekar einhverju öðru - til dæmis tiltekt og slætti!

Muniði eftir laginu.... "Ég hlakka svo til. Ég hlakka alltaf svo til......." Ég er að söngla það núna.....

InLove


Hamfarablogg!!

Blóðsykurinn er kominn langt undir hættumörk hjá mér. Enda tröllríður geðvonzkan hér við einteyming!

Fór til kaupmannsins á horninu í dag - sem vill svo skemmtilega til að er Jóhannes í Bónus...... Ætlaði að kaupa, ásamt fleiru, sítrónupressu - þið vitið - áhaldið til að pressa safann úr sítrónunni! Ég geng fyrir sítrónum, takmarkið er að ná sama sýrustigi að innan og utan Tounge Geir var eitthvað að tala um að spara um daginn og ég sá það í hendi mér hvernig ég gæti náð betri nýtingu á sítrónum með svona græju............. Ég HLÝT að fá riddarakrossinn á nýjársdag - ég trúi ekki öðru!

Sítrónupressan fékkst ekki í Bónus þannig að ég hjólaði í Kuffjelagið - búðina hvar ég hélt að ALLT fengist! Ég gekk rekka eftir rekka og grandskoðaði hin ýmsustu eldhúsáhöld sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ættu að notast. Ég sá rifjárn með boxi fest á - sem hefði kannski verið sniðugt ef boxið hefði ekki snúið öfugt........ Ég sá fjölbýlisherðatré - sem ég hef ekki grænan grun um hvernig ætti að koma fleirum en fyrstu flíkinni á........... ég sá dósaopnara sem virkaði í mínum augum eins og varahlutur í dós - ég gæti ekki opnað dós með honum þótt ég ætti líf mitt að leysa!! En - það er ekki til sítrónupressa á Suðvesturhorninu! Hvað er í gangi? Hvurnig stendur á þessu??

Nú bíð ég spennt eftir svörum - bæði frá Jóa í Bónus og Mr. Nóatún - hver sem það nú er!! Tounge
Allt tók þetta svo langan tíma að maturinn er orðinn laaaangt á eftir áætlun og til að kóróna nú vitleysuna, asnaðist ég til að kaupa brún hollustuhrísgrjón sem taka óratíma í suðu!

Og svo er það pirringsjöfnunin! Ég sá hrikalega fallegan mann í dag Joyful


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband