Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Þessi pistill mun að öllum líkindum fjalla um Guð, Jesú, Maríu og Jósef....

.... því ég var að syngja í helgistund í kirkjunni og á milli sálma var lesið úr guðspjallinu. Ég heyrði nú ekki betur en María hafi haft ponsu efasemdir þarna um árið ef marka má þennan texta þar sem María segir við engilinn þegar hann er að boða henni að hún myndi verða ólétt - af Jesú muniði!"Hvernig má þetta verða þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?"

En þessi lestur rifjaði upp fyrir mér þegar ég fór í krabbameinsskoðun hér um árið - já já vegir guðs eru órannsakanlegir og vegir hugsana minna líka..... en ég sumsé skellt mér í krabbameinsskoðun eins og ekkert væri og fékk bréf nokkru síðar þar sem mér var sagt að hypja mig strax aftur í skoðun vegna þess að ég hefði greinst með frumubreytingar. Ég náttúrulega hlýddi því eins og öðru og læknirinn sem tók á móti mér byrjaði á að ávíta mig fyrir að hafa látið fjögur ár líða á milli skoðana - en ég skýrði út fyrir honum að tíminn í sveitinni liði miklu hraðar en í borginni þannig að þetta væri eins og í laginu þarna.... og þúsund ár dagur ei meir. 

Læknirinn sá að hann kæmist ekkert áfram með mig á þessari braut þannig að hann tilkynnti mér að ég hefði greinst með frumubreytingar af gerðinni HPV - hann sá fljótlega að ég var engu nær og fór að segja mér hvernig veiran atarna sýkir konur... og jújú það var rétt giskað hjá ykkur - við samfarir... Þarna náði hann mér og ég spurði hann með þjósti hvort það væri þá ekki lágmark að hafa samfarir svo þessi veira næði að dreifa sér? Það kom aðeins á hann og hann kíkti í rapportið eða hvað hún nú heitir þessi skýrsla sem læknar hafa á borðinu fyrir framan sig og benti mér siðan á að ég ætti jú tvö börn. 

Og þá spurði ég hann hvort hann hefði aldrei heyrt talað um Maríu Mey og Jesúbarnið! Ég var harðákveðin - og er enn - í að bakka ekki út úr minni sögu með samræðið á núlli! 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband