Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Stytta í miðborg Finnlands

Ég var að klára ellefta af þeim tólf prófum sem ég þarf að taka til að vera gjaldgeng í Háskóla Íslands Sideways

Hvern hefði grunað þetta þegar ég lagði með hálfum hug upp í langferð að ígildi stúdentsprófs um áramótin síðustu?

Ég segi nú bara það var eins gott að ég vissi ekki hvað lá fyrir mér þegar ég lagði upp. Ég bara stökk í skaflinn og byrjaði að moka en nú sé ég í gegn. Erfitt á köflum og stundum hefði ég verið við það að gefast upp - ef ég hefði leyft mér það. Ég sagði til dæmis dönskukennaranum að vinnufélagar mínir hefðu áhyggjur af að ég væri að lesa yfir mig og þá finndist þeim ég ekki lengur vidunderlig men kun underlig. Hún flissaði bara.

Í morgun var ég í söguprófi - þar sem áttu að koma og komu m.a. skilgreiningar á hugtökum. Ég er eins og uppflettirit í hugtökum eftir törnina. Fyrir nú utan heimsstyrjöldina fyrri og Stalín með sína bolsévika. Mér hefði aldrei dottið í hug að mér gæti þótt saga skemmtileg. Hélt að þetta væru ekkert nema ártöl og dauðir kallar. Sem það svosem er lika............

....hugsanlega er ég gefin fyrir dauða kalla Tounge Ég var þó við það að örvænta á köflum í áfanganum - sérstaklega þegar ég uppgötvaði að það eina sem sat í mér eftir fyrirlestra kennarans voru mismæli hans, sem ég skemmti mér náttúrulega konunglega yfir, og annað í þeim dúr sem mætti flokka undir þessar ónauðsynlegu upplýsingar... þið vitið... Eins og andlátsorð Von Shcliefen greifa og heimsspeki Stalins. Ég er þó ánægð með að ég náði að tengja úr öllum þessum useless info í það sem skipti máli.

Allavega, ég er búin að skila inn umsókn í HÍ - hvar ég ætla að setjast mjög andaktug á bekk eftir áramót og læra meira og meira. Það eina sem ég ekki skil í rauninni er hvers vegna ég var ekki lööngu byrjuð á þessu. Þetta er svo gaman Wizard 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband