Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
27.6.2011
Sjúkraþjálfun og önnur þjálfun
Ég varaði sjúkraþjálfarann minn við því að ef hann meiddi mig yrði ég að ráða fólk til að meiða hann.... Ekki vegna þess að ég megi ekkert aumt sjá heldur vegna þess að ég get það ekki Ég fór sumsé í sjúkraþjálfun í dag í fyrsta skipti eftir aðgerð. Hann var samt ósköp ánægður með mig og ástandið í impingmentinu við abduction..... já, já, ég hef engu gleymt
Ég er líka voða dugleg að taka verkjatöflurnar mínar og leggja mig...... Hann var líka ánægður með það - ég er svo aftur ánægð með val mitt á sjúkraþjálfara
Á morgun á svo að taka saumana. Þá get ég hætt að hafa áhyggjur af því að flækja öxlina í öllu mögulegu. Í höfði mínu er spiluð hryllingsmynd með öllu því helsta sem ég gæti hugsanlega flækt saumana í... og þá skiptir engu máli að vitaskuld eru umbúðir yfir herlegheitunum.
Hér voru bíladagar í bland við fornbílaklúbbsviðburð einhvern um helgina - ég fór ekki, á Eyrarbakka var Jónsmessunæturbrenna í fjörunni - ég fór ekki, í Hveragerði voru svo blóm í bæ og þangað fór ég. Mjög fín blómin þeirra í bænum
Þetta voru helstu fréttir af Suðurlandsundirlendinu - þakka þeim sem hlýddu
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.6.2011
Hátíðarútgáfan
Ég á afmæli í dag.
Það er alveg spes tilfinning að eiga afmæli. Mér finnst í raun sjálfsagt mál og óþarfi að ræða það eitthvað frekar að þegar maður á afmæli þá á maður að eiga frí frá vinnu og ekki að standa í biðröðum í bónus. Afmælisbörn eiga nefnilega alltaf forgang. Þau eiga ekki að bíða á rauðu ljósi og geta brunað um götur bæjarins án þess að þurfa að taka tilliti til annarra. Hinir eiga að bíða
Hugsanlega gæti þetta þó skapað einhver vandræði ef margir eiga sama afmælisdag. Til hamingju með daginn Dagga
Vitaskuld ætla ég að borða af sparistellinu mínu og nota silfurhnífapörin. Ég vænti þess að fólk sópist hingað með gjafir og glimmer handa mér. Ég er nefnilega hátíðarútgáfan af sjálfri mér í dag
Ást og friður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)