Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

tuttuguogsjöár

..og tuttuguogsjödagar.

Hann poppaði allt í einu upp í huga minn, fyrir nokkrum dögum, ungi maðurinn sem lést fyrir rúmum tuttuguogsjö árum síðan.

Hann var tuttuguogsex ára, ég var tuttuguogeins.

Hann var maður drauma minna, hávaxinn, dökkhærður með stríðnislegt bros og falleg augu. Ég var yfir mig ástfangin.

Framtíðin var björt og brosandi.

Svo - eins og hendi væri veifað - var hann horfinn.

Ég hélt ég væri löngu búin að jafna mig og skil ekki hvers vegna hann er mér svona ofarlega í huga þessa dagana - en það er svo sem allt í lagi - allar mínar minningar um hann eru ljúfar.

Ég held ég hafi ekki hugsað svona mikið um hann í tuttugu ár og ég er döpur því hugsanlega finn ég aldrei annan slíkan InLove


Spekingar spjalla

Sagt er að sá sem sefur með hundum - vakni með flóm.

En hvað fær þá sá sem sefur með flónum?

Mér er spurn Woundering


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband