Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Talnaspeki.

Ég vaknaði í nótt um hálftvöleytið og ætlaði aldrei að geta sofnað aftur. Ráfaði fram og aftur - fékk mér kaldara vatn að drekka, heldur en í boði var á náttborðinu mínu, fór svo og pissaði öllu þessu kalda vatni - jú, jú þetta eru talsvert nauðsynlegar upplýsingar.

Lá svo og taldi bílana sem keyrðu fram hjá og velti því fyrir mér hvort ég ætti bara að kveikja ljós og fara að lesa.... en bókin sem ég er að lesa er ekki nógu spennandi til að rífa sig upp fyrir hana. Í síðasta skipti sem ég fór fram leit ég á klukkuna á náttborðinu og sá að hún var 333, ég ráfaði fram í eldhús og þar var klukkan líka 333 þannig að ég rölti mér inn í stofu og viti menn; klukkan þar var líka 333.

Ég var sannfærð um að þetta væri góður tími til að sofna á og skaut mér aftur undir sæng og fór að reikna.

3+3+3 eru níu sem eingöngu talan þrír gengur upp í og ef maður deilir þremur í 333 fær maður töluna 111 sem er akkúrat talan sem allir fá ef þeir taka seinni tölurnar af fæðingarári sínu og leggja við aldur sinn á þessu ári Tounge

Segiði svo að tölur séu þurrar og leiðinlegar.... ég meina hver þarf Hermund Rósinkrans þegar hann getur kíkt til mín á þrjú og fjögur á nóttinni Tounge

Hver sko.... ekki Hermundur....



Alltaf að græða!

Já - góðan daginn, sagði ég með röddinni - þið vitið - þessari sem maður notar þegar maður er alveg tilbúin í að nöldra yfir einhverju en vill hafa vaðið fyrir neðan sig ef ske kynni að maður hefði ekki rétt fyrir sér. Svona nett blanda af kurteisi og pirringi. Sumir kalla hana ákveðna, aðrir segja að hún sé frekjuleg, það er alveg undir hælinn lagt hvernig fólk heyrir hana....

Þannig er að ég fæ endurgreiddan hluta lyfjakostnaðar - og ekki veitir nú af Tounge og hluta af íþróttaiðkunarkostnaði hjá Verslunarmannafélagi Suðurlands, sem er mitt stéttarfélag. Um daginn var ég svo að afla mér einhverrra allt annarra upplýsinga á síðunni þeirra og rak þá augun í að heilsurækt yrði styrkt um 50% til 1. maí nk. og það var sumsé það sem ég ætlaði að hefja baráttu fyrir. 

Ég var búin að semja ræðu þar sem ég tiltók meðal annars að mér finndist þetta ekki rétti tímapunkturinn að hætta að styrkja fólk til heilsuræktar og ég myndi íhuga það alvarlega að stöðva greiðslur mínar til stéttarfélagins ef þau drægju þetta ekki til baka - nú, þegar, strax! Jú gett ðe pitsjör.

Sannleikurinn kom svo í ljós þegar ég vakti máls á þessu. Það var nefnilega samþykkt á síðasta ári að hækka endurgreiðslur úr þrjátíu prósentum í fimmtíu prósent til 1. maí nk. og hún fullvissaði mig um að því yrði ábyggilega framlengt um allavega eitt ár.

Sjúkkett að það mátti alveg eins misskilja tóninn sem yfirmáta kurteisan. Ég er nefnilega aldrei hranaleg. Bara stundum hrannarleg Tounge

Svo hitti ég líka krúttlegasta frænda minn í stiganum og gat knúsað hann í kaupbæti InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband