Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Loksins, loksins....

...get ég notað hugarorkuna eftir margra ára þjálfun!

Þetta uppgötvaði ég í morgun þar sem ég sat frammi á biðstofu læknisins og stelpan sem var á undan mér kom fram aftur og sagði mér að ég væri næst inn. Ég horfði á hana smá stund og sagði svo - í anda uppáhaldsfrænku minnar - en ég vil það ekki.......

Í þeim orðum töluðum lokaðist hurðin inn ganginn aftur og ég komst ekki inn til læknisins. Segiði svo að máttur andans yfir efninu virki ekki..... W00t

Nú er alls ekki eins og þetta sé eitthvað persónulegt gagnvart lækninum, sem er alls ekki svo slæmur - þetta segi ég bara ef vera skyldi að hann rækist hér inn Tounge heldur vegna þess að ég var á leið í sprautu inn til hans. Ég og sprautur erum engir sérstakir vinir og ég er ekki frá því að þessi hafi verið ein sú versta só far.

Hann sagði mér að ástæða þess að hann notaði allt of stóra sprautu og ryðgaða í þokkabót væri alls ekki sú að hann vildi það endilega heldur væri honum uppálagt að spara....  

Ég spurði hann hvort þetta virkaði ekki örugglega. Hann vildi lítið gefa út á það en fullvissaði mig hinsvegar um að á morgun mundi ég vakna með ávísun á launahækkun, þriggja daga skeggrót og yrði flutt beint í bassann í kirkjukórnum. Hann væri nefnilega að sprauta mig með sterum!

Ég bað hann svo að hnykkja mig áður en ég færi og hann kallaði mig masókista á meðan það brakaði í öllum beinum í bakinu á mér.

Góður læknir - Ég er ánægð með hann Happy


Dömukvöld eru frábær kvöld

Ég fór með þá félagana, Ljónshjartað og kisustrák í félaginu kúkur og piss út að ganga í morgun, setti svo á mig maska gerðan úr ösku Eyjafjallajökuls á andlitinu, drakk engiferleyndarmál og hugsaði um hvað dömukvöldið í gær var gott.

body balance á dömukvöldiÞessi dömukvöld urðu til fyrir algjöra tilviljun - ef maður vill trúa því að tilviljanir séu til.... Þannig var að ég ákvað - eitt föstudagskvöld í sumar að hafa kósíkvöld - þrátt fyrir að vera bara ein heima. Elda góðan mat og fá mér hvítvín með. Á meðan ég var að elda hringdi vinkona mín til að láta vita að hún væri komin heim úr langri útlegð og ég bauð henni að koma og borða með mér. Stuttu síðar hringdi önnur vinkona mín - sem svo skemmtilega vill til að er einnig systir mín InLove og ég bauð henni líka í mat. Einhver - ég nefni engin nöfn, en fyrsti stafurinn er Heiðdís :) - kom svo með þessa snilldarhugmynd seinna um kvöldið - að við mundum endurtaka þetta einu sinni í mánuði og ég er ekki frá því að þetta sé einhver bezta hugmynd sem sú kjéddling hefur fengið.

Magga eldaði frábært grænmetislasagne í gær og svo sátum við lengi frameftir og spjölluðum þrjár saman.

Takk fyrir frábært kvöld InLove

 


Við skulum róa sjóinn á....

Eins og þið vitið - allavega þið ykkar sem fylgist með - fór ég til læknis fyrir um það bil viku síðan. Hann kenndi mér að teygja á hendinni og öxlinni og sagði mér að hafa samband við sig eftir viku - tíu daga ef ég ekki yrði orðin góð, þá yrði hann að sprauta mig... ég er ekki frá því að ég hafi séð tilhlökkunarglampa  í augum....

Allavega þá hef ég teygt samviskusamlega svo vel á hægri hendinni að ég er ekki frá því að vinstri fóturinn sé orðinn ívíð lengri en sá hægri - enda sjáðu til, hentar það ágætlega sem future Frú House að ég stingi við - en hendin lagast hægt. Ég hef ákveðið að gefa henni viku í viðbót áður en ég meila á hann sprautu sos.

Fj.... fjarri mér  að ég láti það eftir honum baráttulaust að sprauta mig... ég væri hinsvegar til viðræðu um meira hnykk á bak ef hann endilega vill Tounge

Annars var ég að koma úr frábæru dömuboði í kvöld. Heiðdís vinkona mín fékk nefnilega alveg frábæra hugmynd í júlí sl. sem ég nenni nú ekkert sérstaklega að segja ykkur frá en hefur þær ánægjulegu afleiðingar að við hittumst þrjár saman einu sinni í mánuði og eigum ánægjulega kvöldstund yfir mat og drykk.  Ég get sagt ykkur það svona í trúnaði að þar kvikna ýmsar hugmyndir....

Ójá Joyful


Kona fer til læknis!

Ég náði í lækni í dag og fékk tíma hjá honum líka!!

Ég mætti - móð og rjóð enda alls ekki vön því að fá tíma strax þegar læknir hringir og komst inn strax. Læknirinn söng fyrir mig jólalög á leiðinni inn á stofuna til hans þar sem hann sagði mér að fara úr að ofan W00t

Ég fylltist strax grunsemdum - allir eins þessir strákar, sjáðu til - en hlýddi samt. Því næst sagði hann mér að leggjast á magann á bekkinn, ég hlýddi aftur enda læknirinn ekkert ómyndarlegur og haltur í þokkabót, dulítið eins og dr. House og ég þar á ofan orðin svolítið spennt W00t

Næsta sem ég vissi var að hann ýtti af öllum mætti  með báðum höndum á rifbeinin á mér svo brakaði og brast í. Ég gargaði á hann hreint ekkert dömulega en hann kippti sér ekkert upp við það og sagði mér, um leið og hann hnykkti aftur á mér, að þetta væri innifalið í verðinu W00t 

Hann spurði mig hvað ég ætti gömul börn og ég var viss um, á meðan ég reyndi að muna eftir börnunum mínum og hvort ég ætti einhver yfirhöfuð, að undirkjóllinn hefði gert útslagið og hann væri farinn að spá í hjónaband og kvöldskóla Happy

Skrambi góður læknir þótt ástæðan fyrir barnaspurningunni hafi verið allt önnur en ég taldi Sideways

Já og bæ þe vei - hafiði lesið bókina Kona fer til læknis? Ef ekki þá legg ég til að þið gerið það. Þrusugóð bók!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.