Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Tár og tenór

Þrír tenórar.....Í tilefni gærdagsins setti ég á mig rauðan varalit og fór með mömmu, Möggu og Heiðdísi á Hjaltested/Íslandi tónleika í Þjórsárveri þar sem Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson komu fram ásamt undirleikaranum Ólafi B. Ólafssyni. Algjörlega frábærir tónleikar þar sem tenórinn m.a. fékk tvo aðstoðarmenn á sviðið til sín eins og sjá má. Ég grét af hlátri þegar eldri maðurinn setti sig í stellingar og stal senunni. Veit því miður ekki hvað þeir heita þessir tveir sitt hvoru megin við Stefán en ef einhver kannast við þá má hann gjarna láta mig vita.

Takk fyrir frábært kvöld InLove

 


Hamingjujöfnun!

Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort fólk sé jafn hamingjusamt og ánægt með lífið eins og lesa má út úr facebookstatusum þess......

Einhvern veginn fyllist ég tortryggni þegar allt flóir í facebookarstatusum að hvað lífið sé dásamlegt, fólk svo hamingjusamt og allt eitthvað svo í lukkunnar velstandi. Það er nú meiri endalausa árans hamingjan.

Ég segi fyrir mig að hjá mér snýst lífið þessa dagana, vikurnar og mánuðina um að vakna, vinna, borða, borga skuldir og sofa og ég er orðin bara frekar leið á því!

Mig langar að fara til útlanda! Mig langar að liggja á ströndinni og heyra ölduna gjálfra við fjöruborðið. Fara til Köben, ganga Strikið og hlusta á dani tala saman. Fara út að borða stöku sinnum án þess að þurfa að naga skorpur í viku á eftir. Fara í bíó og jafnvel geta keypt mér skó!!

Og ekki segja mér að ég eigi að vera hamingjusöm með að geta þó borgað skuldir mínar! Ég er búin með þann pakka fyrir þó nokkru síðan!

Kannski ætti ég þó bara að vera þakklát fyrir að mínir vinir eru sælir og glaðir það má Guð vita að ég er orðin lafleið á samsæriskenningum og bölmóði annarra......

Hana nú - þá er það sagt og farið.


Tónafljóð!

Fyrir rúmu ári síðan gekk ég í kór. Það var nú reyndar út af dottlu sem ég ætla ekki að fara að tjá mig um opinberlega. Þessi ákvörðun var átak fyrir mig því þó ég gangi um sísönglandi þá sagði við mig kórstjórnandi þegar ég var níu ára að ég gæti EKKERT sungið og það hefur setið dulítið í mér. Hef samt alveg sungið í kórum síðan þá en tók mér nokkurra ára pásu........

En sumsé... ég gekk í kórinn og hef sungið sleitulaust síðan - jafnt í svefni sem vöku Tounge Stundum hef ég jafnvel sungið alt sóló.....

Í kvöld ætla ég svo að syngja á tónleikum og er farin að hlakka talsvert til.

En þá að allt öðru...... eftir þrjá daga rennur upp 101010 sem er, eins og þið vitið öll, dagurinn sem ég ætla að gifta mig. Ég sá hjá Zordísi að hún og einhverjar kjéllingar voru að snakka um að 50 ára brúðkaupsafmæli væri gullbrauðkaup. Ég sá það strax í hendi mér að ég mundi aldrei ná þeim áfanga svo ég er að hugsa um að skippa brúðgumanum og halda bara veisluna. 

Ég meina hver þarf karlmann þegar allar þessar græjur fást W00t


Haust

Ég fór út að skokka í ljósaskiptunum. Ljónshjartað, Hrekkjusvínið og Grámann í Garðshorni komu með. Sá gæsir æfa oddaflug. Þær voru að vísu aðeins tvær og flugu því í hringi......

Það lá einhver spenna í loftinu. Hundarnir voru alltaf að stoppa, hnusa út í loftið og bofsa.... Grámann lét sig hverfa fljótlega enda fer hann algjörlega sínar eigin leiðir. Ég fikraði mig yfir skurðinn, það var talsvert vatn í honum, og skokkaði áfram út´á velli.  Á ánni kvörtuðu endur og álftir sáran - ég áttaði mig ekki alveg á hverju, fyrr en ég heyrði skot í fjarzka og skildi snögglega af hverju spennan í umhverfinu stafaði.

Gæsaveiðitímabilið er líklega hafið.........

Sjúkkett að ég komst óveidd heim Sideways


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband