Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
30.5.2009
Björn Bjarnason
Eins og auðmjúkir aðdáendur mínir vita veit ég ekki muninn á hægri og vinstri og þess vegna er ég að spá í að fá mér bol með stórum stöfum sem segja: EKKI SPYRJA MIG TIL VEGAR! ÉG BULLA BARA!! Gæti haft það á frummálinu líka...........
Þannig er að þegar ég er úti að ganga með Ljónshjartað virðist ég vera svo meinleysisleg að margir velja að spyrja mig til vegar. Nú siðast í morgun stoppaði mig kona í bíl, skrúfaði niður rúðuna hjá sér og spurði hvort ég vissi um einhverja bókabúð á Selfossi. Ég slapp að vísu dulítið billega þar því vitaskuld vísaði ég henni á Bjarna bóksala sem er þannig staðsettur að auðvelt er að vísa fólki þangað. Ég einfaldlega sagði henni að hún finndi fína bókabúð í húsinu á milli pósthússins og Hróa Hattar.... sko hérna megin við veginn..... merkta Sunnlenska bókakaffið. Eina sem hún þyrfti að vara sig á væri að tala ekki um ESB.
Ég veit hins vegar ekki hvað þau hugsuðu fólkið sem stöðvaði mig einu sinni og spurði mig um ákveðna götu hér í bæ. Ég var frekar fullviss um leið og ég leiðbeindi þeim með að keyra til baka niður að ljósunum - það eru sko bara ein umferðarljós í minni sveit.... - beygja þar til hægri, keyra út í enda og beygja aftur til hægri.
Það var ekki fyrr en daginn eftir sem ég áttaði mig á því að ég hafði leiðbeint þeim að keyra í stóran hring með engri viðkomu nálægt þeirri götu sem þau leituðu að......
Ég er aftur á móti með allar áttir á hreinu en get ekki, sóma míns vegna, verið að segja fólki til vegar með því að segja þeim að beygja í vestur og síðan í suður..... eða hvað?
Ég meina það eru ekki allir jafn vel áttaðir.......
29.5.2009
Til hamingju með daginn..
...sagði ég við fyrrum vinnufélaga minn þegar ég hitti hann úti í bakaríi hjá Guðna í okkar venjubundna föstudagskaffi. Við höldum nefnilega þeim ágæta sið að hittast í kaffi og slúðra um menn og málefni ásamt því að flissa góðlátlega að heimsku náungans
Í dag viðrar þó ekki jafnvel til jarðskjálfta og fyrir ári síðan en ég er þó búin að stinga niður kartöflunum - svona just in case......... Kryddjurtirnar lifa sæmdarlífi og bíða helspenntar hvort þær endi villtar í garðinum eins og systur þeirra í fyrra. Tómatplantan sem mér áskotnaðist um daginn er hinsvegar í gjörgæslu í eldhúsglugganum þar sem ég gleymdi henni úti hjá jarðarberjunum sem mér voru líka gefin um daginn. Hún er nú öll að koma til, sýnist mér.....
Maðurinn í næsta húsi hringdi í mig, rétt í þessu, og spurði hvort það væri í lagi að hann sagaði niður greinarnar af grenitrjánum í garðinum hjá mér - sem mig vantaði einmitt að losna við. Ég var búin að plana að setja gróðurhús þar og var svona að veltast með það með sjálfri mér hvernig ég færi að því að saga niður þessar greinar og koma þeim burt.
Mömmusinnardúlludúskur er komin með vinnu hjá sveitarfélaginu - allavega í sumar. Svona hafa nú hlutirnir lag á að leysast
Eina sem mig vantar er góð pikkuplína! Enívonn?
26.5.2009
Ég er andvaka.........
...klukkan er 02:51 og allt er í lagi....... Allavega á yfirborðinu og það er nú það sem skiptir máli ekki satt? Fronturinn? Ég hef verið að spá, svona lauslega, í atferli Íslendinga í kreppunni. Fyrstu dagana hættu allir að versla - allavega á vinnutíma... maður sá varla kjaft á ferðinni nema hann væri fölur og fár á leið í vinnu. Það var talað fjálglega um samstöðu og hvað það væri nauðsynlegt að huga að náunganum. Svo jafnaði fólk sig og nú streymir það á öllum tímum í búðina eins og engin sé kreppan. Það sást varla fólkið sem hvíldi snjósleðana sína, fjórhjólin og torfæruhjólin aftan í stóru jeppunum á leið til fjalla. Nú brunar það hjá eins og ekkert hafi í skorist...... Fólk lætur almennt eins og hér sé allt í himnalagi. Þessi kreppa kemur hvort eð er ekkert við það.... bara einhvern annan... eða hvað? Er það kannski líka bara frontur? Ég veit það ekki - enda hef ég enga lausn á ástandinu og haga mér bara eins og hver annar Íslendingur, sem ég líka er. Eini munurinn á mér og hinum er sá að ég á ekki fjórhjól sem eru þó stórskemmtileg tæki og líkast til ætti ég eitt slíkt ef ég hefði efni á því.....
Ég lit út um gluggann og það litla rökkur sem brast á í kvöld hefur hopað fyrir birtunni......... þó er ekki bjart úti.
Örfáir bílar og einn og einn vöruflutningabíll keyra hjá. Þeir eru annaðhvort á leiðinni heim eða heiman, það liggur alveg í augum úti.
Mávarnir, sem skiptu um vakt við Krumma snemma í vor, una hag sínum vel úti á Bónusplani. Það er líklega matartími hjá þeim núna.
Ég hef ákveðið að nýta tímann, úr því að ég er vakandi hvort eð er, til að hafa áhyggjur. Þetta er ekki verri tími en hver annar til þess.
26.5.2009
Björn Bjarnason.....
Ég viðraði þá hugmynd mína gætilega við dóttur mína í dag, þar sem við gengum með Stúf Stubbalings sem lék við hverja kló, að ég hugsanlega hefði örlitlar áhyggjur af því að hann væri rasisti dýraríkisins. Ég hefði nefnilega tekið eftir því á ferðum okkar innanlands að hann vill hjóla í alla svarta labradora einkum og sér í lagi ef þeir væru ekki hreinræktaðir.....
Hún tók andköf og benti á að hann ætti hugsanlega sjálfur ættir að rekja til svartra labradora verandi af tegundinni Golden Farmer
Hann hagar sér til dæmis afskaplega settlega þegar hann hittir Heklu hennar Fanneyjar..... enda er Hekla heimbókarfærði í HRFÍ sem Golden Retriever af eðalættum.
Þetta þarf samt ekki að koma svo mikið á óvart ég kannast við fólk sem er erkirasistar og býr jafnvel í upprunalandi rasins............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2009
Vor í Árborg!
Ég sver það ég hef innbyrt svo mikla menningu síðastliðna daga að ég man ekki lengur kennitöluna mína.
Í gær hitti ég Zordísi nýstúdent! Hún kom frá Spáni til að útskrifast og hafði með sér "nokkrar" flísar.... mína meðal annarra fallegra flísa. Ég hafði á orði þegar við vorum að drösla töskunni með öllum flísunum inn í Kaffi Krús að það væri eins gott að löggan bæði okkur ekki um söluleyfi.... eina leyfið sem við hefðum væri ".....to kill....."
Rauk svo heim, eftir góðan kaffihúsahitting með stelpunum, til að undirbúa mig undir sýninguna í Húsinu á Eyrarbakka um Stóra Skjálftann. Á meðan ég var að undirbúa mig fyrir sýninguna (les. skipta um skó og varalita mig....) var ég að velta því fyrir mér hver yrði fengin til að leika mig þegar myndin yrði gerð.... Fann síðan hvergi brotið úr minni sögu á sýningunni og var gráti nær þegar ég gaf mig fram við konuna sem á heiðurinn af að setja upp og safna saman öllum sögunum. Hún sýndi mér hvar mín saga var staðsett og gaf mér kaffi og konfekt Alltaf gott að þekkja góðar konur....
Endaði síðan daginn á að fara á franskt söngvakvöld í Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðar og Elínu þar sem Hlín Pétursdóttir dillaði mér í ró með frönskum ástar- og harmsöngvum við harmonikkuundirspil Vadíms Federovs.
Í dag fór ég síðan á einhvern verst heppnaða mótmælafund Íslandssögunnar! Hverjum dettur í hug, með fullri virðingu fyrir öllu því lýðræði sem fólk getur í sig látið, að fá Bubba til að spila á mótmælafundi? Hann seldi útgáfuréttinn að lögunum sínum til ónefnds tryggingarfélags, til þess að hann gæti gamblað með hlutafé og orðið ríkari en hann var. Sem mín vegna er allt í lagi, mér finnst bara að hann ætti að hafa vit á að halda sig svolítið til hlés í smátíma núna og vera ekki að láta gamminn geysa um fólk sem hafi selt sálu sína........... Kræst vott a veist off tæm sem þessi mótmælafundur var!!!!
Ég er hinsvegar enn að velta því fyrir mér hver verður fengin til þess að leika mig í myndinni um Stóra Skjálftann? Ég mundi skjóta á Marylin Monroe ef hún væri ekki svona líflaus eitthvað þessa dagana......
20.5.2009
Þank god it´s frídagur!
Ég er að farast úr harðsperrum eftir Esjugöngu! Samt borðaði ég banana og hamaðist í sundleikfimi.... Ég get sagt ykkur það svona í trúnaði, ef þið látið það ekki fara lengra, að ég var svo þreytt í morgun að ég steinsvaf yfir mig.. Það hefur ekki skeð síðan..... tjah..... á síðustu öld? Allavega vegna þess að ég er svona.... hvað á ég að segja..... stirð....? þá einbeitti ég mér að því sem ég þarf bara að hugsa um í dag Það er svo einfalt að hugsa. Ég fór að pæla í Feng Shui! Eru þetta fræði fundin upp af karlmönnum til að fá konur til að þrífa betur eldhús og baðherbergi, eða eru þetta vísindaleg sannindi?
Ég hallast að hinu fyrrnefnda. Ég er með project í gangi. Dávnlódaði gögnum sem ég er að pæla mig í gegnum og allt......... Hugsanlega læt ég ykkur vita að hvaða niðurstöðu ég kemst... hugsanlega rukka ég ykkur fyrir þær upplýsingar
Á morgun er uppstigningardagur. Rauður dagur á almanaki. Það þýðir að ég fæ engar bætur fyrir að vera atvinnulaus þann dag og þar sem ég er algjörlega uppfull af mótþróaþrjózkuröskun allavega gagnvart vinnumálastofnun ákvað ég að vinna frítt fyrir þá ljúflinga sem ég vinn hjá og rukka þá ekki fyrir vikið Vinnumálastofnun tekur mig sko ekki í r.......ð heldur algjörlega omvent!!
Á morgun er líka vor í Árborg með tilheyrandi menningarviðburðum sem verða opnir alla helgina. Í fyrramálið opnar ljósmyndasýning hér handan götunnar sem ég ætla sko ekki að láta mig vanta á - enda menningarviti með afbrigðum... Á föstudaginn er mér síðan boðið á opnun skjálftasýningarinnar í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, sem heitir: Hvar varst þú kl. 15:45 þann 29. maí 2008!
Ég sendi inn mína sögu byggða á bloggfærslum þessara daga - þið munið vonandi eftir þeim, nóg gátuð þið flissað að þeim....... - og var í kjölfarið spurð hvort ég hefði einhverjar athugasemdir við að brot af sögu minni yrði birt á sýningunni hún væri krassandi, skemmtileg og smellin.....
Æ am abát tú bí fræg og falleg
18.5.2009
Upp í mót.....
Ég fór með Möggu upp á Esjuna í dag. Nánast alla leið upp var ég að spá hvaða dauðans vitleysa þetta væri í mér að vera að paufast þetta. Ég gæti setið heima í stofu, horft á Friends og prjónað.......Gott ef ég átti ekki einhversstaðar súkkulaði líka.
Svo komst ég yfir verstu andnauðina og þá fór ég að spá í hvað það yrði nú auðvelt að fara niður aftur! En ég get alveg trúað ykkur fyrir því að það að fara niður er ekki einfaldara en að komast upp! Meiri dauðans vitleysan að vera að þessu ströggli. Magga skondraðist þetta á undan mér eins og fjallageit, grillaði lítið lamb á toppnum og kom svo niður á móti mér til að fylgja mér síðasta spölinn aftur upp. Mig langar að nota þetta tækifæri og koma því enn og aftur að að það eru engar myndir til af mér frá því að ég var lítil og ég er þess fullviss að ég er tökubarn. Ég hefði aldrei borðað allt nestið ein.........
Þetta var samt hrikalega gaman - nema á þeim kafla þegar ég var að míga í mig og gat hvergi pissað því umferðin þarna upp er eins og um þjóðveg númer eitt á góðum sumardegi! Magga stakk upp á því að við fengjum okkur skikkjur sem við gætum sveipað í kringum okkur eins og sturtuhengjum og ég nánast meig í mig við tilhugsunina að vera í skikkju með mynd af Wonder Woman á bakinu í fjallgöngum framtíðarinnar. En það er kannski ekki fáranlegra en gaurinn á táslunum sem við mættum. Kannski var hann að æfa sig fyrir Indverskt jóga. Hugsanlega var hann að vinna veðmál eða kannski meiddu skórnir hann svona hrikalega? Hvað veit maður - fáfróð húsmóðir utan af landi.......
Í fyrramálið er svo vatnsfimi hjá Betu þannig að það er eins gott að fara að kúra sig undir rúmi hvað á hverju.
Þakka þeim sem hlýddu
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.5.2009
...
Ég umplantaði í vermireitinn í dag og sáði gulrótarfræjunum.... Miklu meira dútl en ég reiknaði með - en gaman samt ;) Þeir voru að vísu búnir að tala um það drengirnir sem sáu um smíðina fyrir mig að ég birti ekki myndir af reitnum - þeim finnst hann svo ljótur Ég segi að þeir hafi svona þroskað fegurðarskyn! Enda með mig fyrir augunum alla daga
Og svo voru það skórnir.......
Á fæti..... ótrúlega flottir!! Þeir voru svo dýrir að þetta heitir að hafa fé á fæti! En stundum verður maður bara........
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
14.5.2009
Þúsund bjartar sólir
Ég fór á bókasafnið og náði mér í hljóðbók. Þúsund bjartar sólin eftir Khaled Hosseini.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Höfundur les.........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2009
Operation no shit!!
Ég gerði hlé á undirbúningi lífræns ræktaðs grænmetis fyrir vinnustaðagrill sumarsins - eru grill eins í eintölu og fleirtölu? Hér er grill um grill frá grilli til grills.... Hér eru grill um grill frá grillum til grilla......? Bezt ég hætti þessum hugleiðingum strax - áður en ég verð rekin út eins og í handmennt hér um árið þegar ég fór að fallbeyja "að auka í......."
Mér var nefnilega boðið í óvissuferð í Borg óttans - og hver getur hafnað þannig ferð? Ekki ég allavega! Ferðin reyndist í alla staði frábær - eins og við var að búast í þeim félagsskap sem boðið var uppá Við fórum á Næstu grös og fengum okkur að borða - sem þýðir það að ég þarf ekki að borða næstu þrjá daga Verst með Mömmusinnardúlludúsk - hann endar hár og grannur með þessu áframhaldi.......
Við heimsóttum síðan ákveðna "stofnun" hvar einn meðlimur ferðarinnar hafði fengið afar villandi upplýsingar - að ekki sé meira sagt og hafði í kjölfar þessara mjög svo villandi upplýsinga tekið ákvarðanir sem leiddu til þess að hún er ekki í góðum málum í dag - án þess að ég ætli að fara nokkuð nánar út í þá sálma þá var ég tekin með vegna þess að ég verð þessi tannhvassa týpa þegar á rétti minna nánustu er troðið..... spáið í það!! ÉG - þessi líka ljúfa kona...... En ég get sagt ykkur það að það er mjög svo gefandi að vera námsmaður á Íslandi í dag!!
Við systurnar fórum síðan í Smáralindina þar sem allar skóbúðir voru skannaðar og ég keypti mér hreint guðdómlega skó!! Algjörlega breþþteiking! Ég sver það, hjartað missir úr slag þegar ég horfi á þá þeir eru svo flottir!
Vitaskuld kíktum við líka í aðrar búðir og ég verð að segja að suma daga hefði verið betra að fatahönnuðir hefðu hreinlega tilkynnt sig veika! Hvernig stendur á því að svona tímabil renna upp í lífi mínu alveg taktfast? Þegar föt eru svo ljót að - eins og mér varð að orði - ef ég lenti í lífsháska þá mundu björgunarmenn ákveða að bjarga mér síðast vegna slæms fatasmekks!!
Ég meina fjólubláir pokakjólar með púffi?? Kommon! Ég hef ákveðið að liggja fyrir þar til betri tíð rennur upp